Heggur sá, er hlífa skyldi? Fokið í flest skjól hjá Kúrdum.

Flestir minnihlutahópar, sem berjast fyrir sjálfstæði sínu innan þjóðríkja, gera það á þeim grundvelli að þær séu sérstakar þjóðir í menningarlegum efnum. 

Kúrdar hafa nokkra sérstöðu hvað snertir það, að þeir búa í mörgum samliggjandi Arabalöndum og verður barátta þeirra erfiðari sem því nemur. 

Svíar hafa nokkra sérstöðu varðandi sænska minnihlutann í Finnlandi, sem nýtur nokkurra sérréttinda sem minnihlutahópur, þótt hann sé hlutfallslega lítill, rúmlega 5 prósent af íbúum landsins. 

Líklega hefur þessi sérstaða skapað þann skilning hjá Svíum á kjörum Kúrda sem hefur orðið til þess að skapa tengsl þeirra við samtök Kúrda. 

En nú er við erfiðan að etja, þar sem er Erdogan forseta Tyrklands, sem beitir alræðistöktum innanlands við að viðhalda völdum.

"Hreinsun" hans í dómskerfinu og embættismannakerfinu í kjölfar misheppnaðar tilraunar til að koma honum frá völdum hér um árið gaf svipuðum aðgerðum þekktra harðstjóra í einræðislöndum lítið eftir. 

Erdogan hefur sýnt mikla slægð við að halda völdum og nýtt sér aðild Tyrklands að NATO og legu landsins að Svartahafi á mótum áhrifasvæðis Rússa og NATO til hins ítrasta. 

Þegar hann svínbeygir Svía núna við að nýta sér neitunarvald gegn inngöngu Svía í NATO er það enn eitt dæmið um hörku hans sem veldur því að nú virðist fokið í flest skjól fyrir hinni hrjáðu þjóð, Kúrdum. 


mbl.is Svíar beygja sig undir kröfur Erdogan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Alveg eins og hjá Palestínumönnum þá eru margar misherskára fylkingar meðal Kúrda
Fordæmingin snýr að þeim flokkum sem sannarlega hafa stundað það sem kallast hryðjuverk

Grímur Kjartansson, 5.11.2022 kl. 17:14

2 identicon

Hvorki tyrkir né persar eru arabískir, en látum það liggja á milli hluta.  Von kúrda um sjálstæþ ríki er andvana fædd.  Það hefur aldrei verið til sjálfstætt ríki kúrda og meðan það eru til sjálfstæð ríki Sýrlands, Íraks, Írans og Tyrklands verður aldrei til sjálfstætt Kúrdistan.

Bjarni (IP-tala skráð) 5.11.2022 kl. 17:43

3 identicon

Kúrdar voru stórt ríki í byrjun 11 aldar og síðan nokkrum sinnum smærra ríki. Segir sagan.

sigurður helgi (IP-tala skráð) 5.11.2022 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband