Eðlileg viðbrögð útlendinga: Reykjavík hættuleg borg.

Ýmsar erlendar kannanir hafa sýnt að Ísland sé friðsælasta land heims. 

Nú virðist þetta vera glýja ein eins og sést á viðbrögðum ábyrgra erlendra aðila við þeirri óöld, sem engu er líkara en lögregluyfirvöld lýsi sem raunveruleg staðreynd. 

Á listum yfir mest lesnu fréttirnar á mbl.is eru margar í gangi í senn sem hnykkja á þessu og einnig því að það sé að því er virðist sjálfsagt og óviðráðanlegt mál að ekki sé líft fyrir hávaða og ólátum í gamla miðbænum um nætur. 

Þetta er stóralvarlegt ástand, sem getur í raun kostað milljarða tap vegna áhrifanna á ferðaþjónustuna. 


mbl.is Breska sendiráðið varar við skemmtanalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rétt að segja sannleikann? Reykjavík er afar hættuleg.

ÓLAFUR KRISTÓFERSSON (IP-tala skráð) 24.11.2022 kl. 10:38

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta má taka undir. Það gleymist oft þegar við fáum fréttir af voðaverkum í Bandaríkjunum að fylkin eru feykimörg og hvað þá smábæirnir þar sem ofbeldisverkin eru framin. Margir af þessum bandarísku smábæjum með svipaðan mannfjölda eða meiri en hér í Reykjavík. Þegar svona stór ofbeldisverk koma upp í Reykjavík er það óhagstætt miðað við mannfjölda á Íslandi, þetta er stærsti bærinn okkar, sem við stundum köllum borg, en er það tæplega á erlendan mælikvarða.

Það sást á myndum að unga fólkið er sumt af erlendu bergi brotið, þótt það tali íslenzku, sem tekur þátt í þessum átökum. Það er þagað um þessa hluti en greinilega hluti af gengjastríðinu. Það þýðir að áhyggjur sem þau í Frjálslynda flokknum töluðu um og Íslenzka þjóðfylkingin eru ekki ástæðulausar um mikla breytingu á menningu.

Ástæðurnar gætu verið margar fyrir því sem er þarna í gangi, en þetta er mjög stórt í sniðum miðað við hið litla Ísland, sem hefur verið talið friðsamt.

Ef ástandið hér verður eins og í verstu stórborgunum erlendis, þá verður Ísland ekki lengur með friðsælustu borgum í heimi, heldur með þeim hættulegustu. 

Þjóðin má ekki verða meðvirk og telja að svona breytingar séu eðlilegar.

Ingólfur Sigurðsson, 24.11.2022 kl. 12:36

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Reykjavík er ekkert hættuleg.  Haldi ykkur bara af raf-hlaupahjólunum og ekki hlaupa út í umferðina, og þið lifið þetta af.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.11.2022 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband