Fljótaleiðin hefði leyst þetta vandamál á sínum tíma.

Þegar skoaðaðir voru kostir mismunandi leiða við gerð jarðganga yst á Tröllaskaga, komu tvær tveggja jarðganga leiðir til greina, Héðinsfjarðarleið og Fljótaleið. 

Héðinfjarðargöng gáfu meiri styttinngu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, en Fljútaleiðin meiri styttingu milli Skagafjarðar og Siglufjarðar og sú leið hefði gert leiðina um Almenninga óþarfa og leyst dæmið til frambúðar í stað þess klúðurs sem nú er staðið frammi fyrir. 


mbl.is Siglufjarðarvegur er í mikilli hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Klúðrið varð auðvitað til þegar síðasta kjördæmaskipan var ákveðin og Siglufjörður settur með norð-austur kjördæmi. Það kallaði á tengingu kaupstaðarins við sitt kjördæmi, jafnvel þó sú leið væri margfalt dýrari en göng yfir í Fljót og lengdi leiðina suður til höfuðborgarinnar töluvert.

En þetta vildu Siglfirðingar og við því lítið að segja. Svo koma þeir nú og vilja þessi göng, sem þeir höfnuðu þegar þau stóðu til boða.

Þó veginn taki af í Almenningum, er það engin neyð fyrir Siglfirðinga. Þeir eru með góðar samgöngur inn Eyjafjörðinn. Aðrir eru verr settir og þarfnast frekar bættra samgangna.

Gunnar Heiðarsson, 26.11.2022 kl. 15:01

2 identicon

Gott að þú bendir á þetta Ómar. Því miður hafðist það ekki á sínum tíma að koma Fljótaleiðinni á kortið þó barist hafi verið fyrir henni. Forsvarsmenn Siglfirðinga ætluðu að göflunum að ganga þegar minnst var á Fljótaleiðina og því miður sátu ráðamenn vestan við Tröllaskagann þegjandi hjá. Fólk situr því enn uppi með handónýtan Almenningsveg til næstu margra ára.  

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 26.11.2022 kl. 21:29

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Já Ómar! Hefði Fljótaleiðin orðið ofaná þegar rifist var um Strákagöngin, væri allt annað í kortunum þegar ákveðið var að gera göng til Ólafsfjarðar.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 26.11.2022 kl. 22:06

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fjöldi bragða var notaður við að knýja Héðinsfjarðargöngin fram. Meðal annars var reiknað með að gangamunninn Fljótamegin yrði í lægstu hæð allra ganga á Íslandi, em með því voru göngin beinlínis reiknuð út af borðinu. 

Ómar Ragnarsson, 26.11.2022 kl. 22:51

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Við klúðrið bætist það að göngin milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur eru gersamlega úrelt, aðeins einbreið. 

Ómar Ragnarsson, 26.11.2022 kl. 22:55

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Höfuð ókostur Fljótaleiðarinnar var sá að göngin í Holtsdal í Fljótum áttu að vera í um 160 m.h.y.s. og í einum 80 m.y.s. við Þverá í Ólafsfirði og um 8 km inn í Ólafsfirði, og í þetta mikilli hæð yfir sjó hefðu göngin orðið um 12.5 km að lengd og því líka dýrari. Hefði gangamunninn verið hafður neðar hefðu göngin lengst enn meira og orðið enn dýrari heldur en Héðinsfjarðarleiðin. Þetta var allra versti ókostur Fljótaleiðarinnar þ.e. gangamunninn í þessari hæð yfir sjó og það í Fljótum sem er eitt mesta snjósvæði landsins. Sem sagt jarðgöng í Fljótum í 160 m.h.y.s. var afleitur kostur.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.11.2022 kl. 09:52

7 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Klúðrið með einbreiðu göngin voru gerð löngu fyrir Héðinsfjarðargöng svo það getur ekki hætta við.

Eina klúðrið í þessum jarðgöngum, voru gerð Strákagangna, í stað þess að fara með göng yfir í Fljótin, Ákvörðun sem var tekin um 1955,

Hefðu Fljótagöng verið komin fyrir 1970 eins og heimamenn flestir vildu en ríkisvaldið tímdi ekki að gera svo löng göng, þá hefði örugglega verið gerð göng úr Holtsdal yfir í Ólafsfjörð. Mismunur á lengd ganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar annarsvegar um Fljótin og Héðinsfjörð voru um 2 km eða um það bil 40% af 4,7 km göngum sem nú er talað um yfir í Fljótin.

Héðinsfjarðargöng komu Siglufirði í hringvegasamband á Tröllaskaga og inn í ferðamannastrauminn, en áður var hann endastöð.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.11.2022 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband