Hrinan nú er vestar en hrinurnar 2007 til 2008.

Á loftmynd RAX sem fylgir viðtengdri frétt á mbl.is sjá móbergshryggurinn Herðubreiðartögl og móbergsstapinn Herðubreið ofarlega til hægri. 1374474

Fjallið Upptyppingar er hinsvegar fyrir miðri mynd. 

2007 til 2008 voru hrinurar við Upptyppinga í fyrstu og færðust síðar til norðurs og austurs, austur í krepputungu og Álftadalsbungu, en lítillega á svæðinu við Herðubreið og við Öskju. 

Núna liggja Herðubreiðartögl, sem eru í raun gígaröð eftir gos undir ísaldarjökli, og Herðubreið á skjálftasvæði, og einnig lítilsháttar við Öskjuvatn, þar er kvika undir á aðeins um tveggja kílómetra dýpi. 

Vegna skorts á mælingum frá síðustu öld er erfitt að ráða í það hvað þarna er raunverulega að gerast Norðurgosbeltinu, og verður fróðlegt að fylgjast með því.  


mbl.is Skjálftahrinunni linnir ekki enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband