"Tímans þungi niður..." Aðeins fjórir lengur en Katrín á fullveldistímanum.

"Sjá, dagar koma, ár og aldir líða - og enginn stöðvar tímans þunga nið..." segir i lagi, sem hingað til hefur aðallega verið sungið af karlsöngvurum og karlakórum.  

Það virðast ekki svo mörg ár síðan fyrstu frumkvöðlarnir í í röðum íslenskra flugstjóra luku störfum einn af öðrum og fengu góðar móttökur þegar þeir komu úr síðasta atvinnufluginu. 

En nú speglast ný öld, afurð tímans sig í síðustu ferð Sigríðar Einarsdóttur og markar með því tímamót um svipað leyti Katrín Jakobsdóttir hefur fyrst kvenna verið í samfellt fimm ár í embætti forsætisráðherra og fleiri dagar koma þar sem tíminn teymir okkur öll á eftir sér eins og Megas orðaði það. 

Fyrir tæpum fjórum áratugum varð Michelle Mouton fyrst kvenna til þess að vera aðeins hársbreidd frá því að hampa heimsmeistaratitli í rallakstri. 

Þetta gerðist svo óvænt, að besti rallökumaður þess tíma, Ari Vatanen, sagðist ætla að hætta keppni ef hún hreppti hinn torsótta bikar! 

Til þess kom þó ekki, en ummælin sýna í hvaða umhverfi þau voru látin falla. 

Frá stofnun fullveldisins fyrir réttum 104 árum hafa aðeins fjórir menn á undan Katrínu Jakobsdóttur verið forsætisráðherrar og náð að sitja fimm ár samfellt eða meira í embætti, Jón Magnússon, Hermann Jónasson, Bjarni Benediktsson og Davíð Oddsson. 


mbl.is Síðasta ferð Sigríðar hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband