Þegar hættan á stigmögnun stigmagnast.

Ofangreind setning er lýsandi fyrir það brjálæði, sem nútíma styrjöld kjarnorkuvelda ber með sér. 

Þessi lýsing á eðli hernaðarþátttöku var orðuð sem meginstef myndarinnar Catch 22 á sínum tíma á eftirminnilegan hátt.  Afbrigði af stefnunni MAD eða GAGA, sem tilvist kjarnorkuvopna hefur grundvallast á. 

Allt frá innrás Rússa í Krímskaga 2014 hefur vofa kjarnorkuógnar verið á sveimi eftir að breskur tundurspillir virtist stefna inn í landhelgi og Pútín gaf þá yfirlýsingu, að hann myndi ekki hika við að grípa til kjarnorkuvopna ef hernaðartæki NATO gerðu sig líkleg til beinna afskipta af herför Rússa.  

Úkraínumönnum finnst erfitt að sætta sig við það að í stríðinu núna fái að annars aðilinn að komast upp með beinan hernað á óvinalandi, þar með talið á almenna borgara og innviði eftir að NATO hefur hafnað beiðni Zelenskis um að lýsa yfir flugbanni yfir Rússlandi og opna með því leið að beinum átökum Rússa og NATO.  

Úr því sem komið er virðist augljóst að hvorugur stríðsaðilinn geti samþykkt vopnahlé þar sem hann fær öllum kröfum sínum framgengt. 

Gamla spurningin "að vera eða ekki vera, það er málið." 

Að vera sigurvegari eða ekki vera sigurvegari, það er málið. 

Og stjórnlaus stigmögnun er hrollvekjandi möguleiki. 


mbl.is Önnur árás hafi verið gerð á rússneskan flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ríkjandi vestlægar og suðlægari áttir sem eru allt að 70% gætu minnkað líkur á kjarnorku sprengingum í Úkraínu 

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 6.12.2022 kl. 10:50

2 identicon

Spurningin er um flugbann yfir Úkraínu en ekki Rússlandi.

AB (IP-tala skráð) 6.12.2022 kl. 11:58

3 Smámynd: Hörður Þormar

Donbas héröðin sem Pútín "innlimaði í Rússland" eru enn að stórum hluta undir stjórn Úkraínu. Þau eru því "rússneskt land" sem Úkraínumenn yrðu að láta af hendi.

Þetta eina atriði nægir til þess að gera friðarviðræður óframkvæmanlegar.

Hörður Þormar, 6.12.2022 kl. 16:16

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugbann NATO þýðir í reynd beinar orrustur í lofti milli flugherja Rússlands og NATO. Ráðamenn NATO hafa sem betur fer ekki árætt enn að fallast á slíkt ennþá, hvað sem síðar verður. 

Ómar Ragnarsson, 6.12.2022 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband