Rafskútur eru hluti af farartækjaflotanum. Jafnvel fæturnir.

Ef taka á opinbert gjald af rafskútum sérstaklega eftir að þær hafa verið fluttar inn og borguð hafa verið af þeim þau gjöld, sem á innflutning þeirra eru lögð, þarf að horfa á málið allt í samhengi við kostnaðinn af notkun þeirra. 

Hver rafskúta þekur aðeins um hálfan 0,6 fermetra af malbiki eða 15 sinnum minna flatarmál en einkabíll. Hvert rafreiðhjól þekur um einn fermetra eða 10 sinnum minna en einkabíll. 

Þetta verður að skoða í samhengi við þann opinbera kostnað sem liggur í bílastæðum og gatnakerfi, því að hver rafskúta á ferð tekur aðeins örlítið brot af plássi, sem einkabíllinn þarf. 

Rafskútur eru nefnilega hluti af farartækjaflotanum og mætti kannski bæta fótum gangandi vegfarenda við í álagningu sérstakra opinbera gjalda á þau farartæki hvers manns sem þurfa gangstíga og önnur sérstök mannvirki til þess að koma að gagni. 

 


mbl.is Rukka gjald fyrir rafskútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

 Hér er verið að tala um gjald á leiguskútur, allavegana til að byrja með.

Með því á að standa straum af kostnaði við rafskútu stæði aðalega í miðborg Reykjavíkur. Fólki ber þá að skilja leigu skúturnar eftir í stæði en ekki út og suður um gangstéttir öðrum gangandi til ama.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.12.2022 kl. 07:57

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Það vita allir hvað verður um "eyrnamerkt" gjöld og skatta: Peningurinn rennur í hítina og í eitthvað allt annað en lagt var upp með.

Senn kemur sá dagur að við þurfum að borga gjald fyrir að einfaldlega hreyfast úr stað. Fætur þurfa gagnstéttir, ekki satt? Gagnstéttagjaldið!

Geir Ágústsson, 7.12.2022 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband