Kunnuglegur ferill.

Kunnuglegur ferill hefur verið í gangi undanfarin ár varðandi stórbrotnar hugmyndir virkjanafíkla um nýja sókn þeirra í þeim málum. 

Margt má finna hliðstætt við virkjanaæðið mikla fyrir tuttugu árum, en núna eru hugmyndirnar þó margfalt stórbrotnari og orðmyndin "risa" almennt notuð, enda í heild um að ræða margföldun á núverandi orkuframleiðslu. 

"Risavindorkugarðurinn" á Fljótsdalsheiði í næsta nágrenni Kárahnjúkavirkjunar yrði næst stærsta orkuver landsins og þessi risaorkuver samanlagt mjög í anda þess virkjanaæðis, sem ríkir á þessu landsvæði og virðist ætla að leiða af sér orkuöflun bæði neðanjarðar, á yfirborðinu og í lofti.  

Meira en þrjátíu risa vindorkuver sem þegar eru komnar á teikniborðið hafa leitt af sér eitt mesta kapphlaup fjárfesta í landakaupum sem um getur hér á landi í þeirri stórvaxandi eign á íslensku landi, sem færir eignarhaldið yfir landinu í hendur æ ríkari stóreignamanna, bæði innlendra og erlendra. 

Ferillinn er kunnuglegur.

Líkt og gert var með skýrslu iðnaðarráðuneytisins 1993 um virkjanakosti í vatnsafli og jarðvarma þar sem gefin var upp línan sem fylgt yrði, og hefur nú einfaldlega vindorkan bæst við. 

Þar fela stærstu áformin, lík orkuverinu á sjó út af Hornafirði, í sér allt að 15 þúsund megavött, eða ígildi 20 Kárahnjúkavirkjanir!

Og víða við strendur landsins er að finna álitleg svæði fyrir stóreignamennina. 

Flosi Ólafsson orti og söng á sínum tíma: 

Seljum fossa og fjöll. 

Föl er náttúran öll! 

Og landið mitt taki tröll! 

Flosi reyndist sannspár en skorti þó ímyndunarafl til að bæta við:

Seljum sjúklega mynd;

seljum ofstopavind! 

Seljum hafsvæðasvið, 

seljum allt landgrunnið!  

 

 


mbl.is Risavindorkugarður undirbúinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér hugnast auðvitað betur að flytja inn raforku,og ert ennþá að tala niður fólk á Austurlandi,getur þú ekki viðurkennt að aukin lífsgæði kmu með virkjun við kárahnjúka og hinum frábæra vinnustað sem álver ALCOA

Betra er fyrir þjóðina að nýta innlenda orkuksti,heldur en að flytaj inn kola og kjarnorkurafmagn.

https://www.dv.is/frettir/2022/12/7/olafur-segir-fraleitt-ad-tengja-ekki-raforkukerfi-landsins-vid-evropu-gaetum-thurft-thvi-ad-halda-ad-flytja-inn-rafmagn/?fbclid=IwAR04RWE2IPD4dJ0iJ01C26t-TS2uYUxFEZr6mBdkJop5BDW5hjUgkU3QxwQ

XYZ (IP-tala skráð) 7.12.2022 kl. 19:39

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég hef þvert á móti því sem sagt er hér að ofan, andmælt hugmyndum um sæstrengi til orkuflutninga til og frá landinu í mörg undanfarin ár. 

Aldrei fékkst á það reynt, að ná jafnmiklum efnahagslegum ávinningi í ferðaþjónustu og fékkst með álvinnslu, sem hins vegar var látin var hafa sérákvæði í bága við stjórnarskrá um að borga ekki krónu í tekjuskatt af þeim gróða, sem það flytur úr landi til eigenda sinna. 

Ómar Ragnarsson, 7.12.2022 kl. 20:42

3 identicon

Fossar og fjöll og náttúran öll hefur gengið kaupum og sölum frá landnámi. Skógar felldir, land ofbeitt þar til það fauk burtu, mýrar þurrkaðar, fluttur inn framandi gróður og dýralíf, Geirfugli útrýmt og Örninn hársbreidd frá sömu örlögum o.s.frv. Að reyna að búa til einhverja falska rómantíska mynd af umgengni okkar og forfeðra okkar við náttúruna og landið er engu minni óheiðarleiki og blekkingarleikur og virkjanasinnar eru sakaðir um.

Allir forfeður okkar,nágrannar þeirra og vinir, hefðu fegnir selt hvern fersentimeter til gráðugra peningamanna og útlendinganna hræðilegu og flatt fyrir þá út hverja ójöfnu í landslaginu ef koma mætti fyrir einni vindmillu í viðbót hefðu kostirnir við það staðið þeim til boða. Annað hefði verið talið eins heimskulegt og að lemja sig í hausinn með sleggju.

Það er frekar stutt síðan þessi hugmynd malbiksþrammandi blokkarbúa að framtíð og hagsæld komandi kynslóða skuli víkja fyrir sjónrænni upplifun ferðamanna fór að öðlast kraft og áhrif. Borgarbörnin sem telja kjötið verða til í Bónus og peninga í bönkum telja sig gáfaðri og vita betur tilgang náttúru og lands en allir þeirra áar.

Vagn (IP-tala skráð) 8.12.2022 kl. 02:16

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Svo risasrórir vindmillugarðar munu einkum framleiða rafeldsneyti fyrir samgöngu hagkerfið.Það yrði stórt vandamálað keyra óstöðugt vindmilluorkuna inná hið smáa raforku kerfi landsins.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.12.2022 kl. 10:09

5 identicon

Öll skref sem stígin verða til aukinnar orkuvinnslu þarf að stíga af

ýtrustu varfærni og yfirvegun.Nú reynir á hvort við eigum alvöru

stjórnmálamenn eða bara meðreiðarsveina stórgróðaaflanna.

magnús marísson (IP-tala skráð) 8.12.2022 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband