"Drungi í desember..."...og myrkrið er svo magnað..." Þetta verður að laga.

Reykjavík er nyrsta höfuðborg fullvalda ríkis í heimi og skammdegið því lengst og mest hér. 

Fyrir nokkrum dögum var lýst eftir endurskinsmerkjunum, sem áður voru miklu algengari en nú, en það er bara önnur hlið málsins. 

Hin hliðin er hið hættulega myrkur sem léleg lýsing gatnakerfisins ber með sér. 

Hvað er verið að spara hjá þjóð, sem býr yfir meiri og ódýrari raforku en allar aðrar?

Hið minnsta, sem þyrfti að gera, er að láta rannsaka hvert ljósmagnið er, miðað við önnur lönd, og bregðast almennilega við niðurstöðvum hennar, áður en það kostar meiri vandræði og fleiri slys. 

 


mbl.is Niðamyrkur og börn í hættu við Melaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, þökk fyrir að hnykkja á þessu með myrkrið. Það er ástæðulaust að láta börn og aðra vegfarendur ganga í myrkri þegar við höfum innan handar það ljós sem þörf er á.

Það minnir okkur á að við eigum einnig kost á Ljósinu sem lýsa vill okkur veginn til eilífs lífs með Guði á himnum.

Það segir í Spádómsbók Jesaja 9. Kafla: Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.

Einmitt þetta vers munu allir prestar Þjóðkirkjunnar lesa upp í kirkjum landsins á Aðfangadagskvöld við aftansöng.

Tvöföld hætta steðjar að bönunum okkar vegna myrkurs úti á götu, lýsi ekki ljósastaurarnir, og vegna myrkurs í hjörtum þeirra, verði þau ekki upplýst af Ljósi heimsins, frelsara þeirra, sem er Jesús Kristur.

Heims um ból, helg eru jól,

signuð mær son Guðs ól,

frelsun mannanna, frelsisins lind,

frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind

meinvill í myrkrunum lá.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 9.12.2022 kl. 23:25

2 identicon

Ég er ruslabílstjóri og þjónusta Landakotsskóla við Túngötu í miðbænum. Allveg eins þar, eins og fólk sé með ofnæmi fyrir endurskyni. Sturlað dæmi.

Kristófer (IP-tala skráð) 10.12.2022 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband