Rafknúnum hjólastólum jafnvel stolið. Líka spotta Gísla á Uppsölum o.fl.

Líklega eru til ýmsar smásögur af svipuðum fyrirbærum og kerrunum í Bónusi, sem sagt er frá í tiðtengdri frétt á mbl.is

Fyrir nokkrum árum axlarbrotnaði síðuhafi og þurfti skömmu síðar að komast í byggingavöruverslun til að kaupa efni í geymsluskápa.  

Einhver benti á Bauhaus en þangað hafði síðuhafi aldrei komið frá upphafi og miklaði fyrir sér stærð og lengd verslunarinnar.

Var því þá bætt við upplýsingar um staðinn, að þar gætu fatlaðir átt aðgang að rafknúnum hjólastól . 

Þegar á hólminn var komið reyndist þetta rétt og skipti það miklu máli. 

Seinna kom að því að aftur yrði verslað, en þá brá svo við að versunin hafði gefist upp á þessari þjónustu sinni vegna þess að rafknúnu farartækjunum væri jafnharðan stolið!

Merkilegt fyrirbrigði í sjálfu sér, en kom þó ekki á óvart, því að þegar hús Gísla á Uppsölum var gert upp til að forða því frá eyðileggingu, var biðlað til þeirra, sem vildu skoða það, að hjálpa til við þá hugsun að allir gestir þar yrðu sjálfkrafa safnverðir. 

Þetta mistókst gersamlega, því að með ólíkindum var hve miklu lauslegu var stolið, nánast allt steini léttara. 

Meðal þess var snærisspotti einn með lítilli snöru á endanum, sem Gísli hafði fest efst í stigann, sem lá upp á loftið, þar sem hann bjó. 

Hann þjónaði þeim tilgangi að Gísli gæti notað handafl að hluta til að vega sig upp á skörina á stiganum. 

Þessi litli hlutur, sem var dæmi um kjör hins nær áttræða einbúa, var fljótlega horfinn, og þegar reynt var að setja annan svipaðan í staðinn, fór strax á sömu leið!  

Á undra skömmum tíma var allt lauslegt horfið, svo sem gmall jakki og dagblóð frá fimmta áratug síðustu aldar. 

Niðurstaðan varð sú, að hugmyndinni um safn, þar sem safngestir sjálfir væru safnverðir, varð að lúta í lægra haldi fyrir hinni furðulegu hnupláráttu margra gesta.  

 

 


mbl.is Bónus vill kerrurnar heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Á langri ævi og í erfiðri vinnu sem vélvirki ósérhlífinn lenti afi minn oft í því að brotna, en þolinmóður beið hann þess að gróa aftur og tók sem minnst af verkjalyfjum. Eftir nírætt fór hann að búa til handrið á tvo stiga í húsinu, og var það mikil kúnst að beygja rör fyrir handriðið í langa stiganum niður í kjallara, og festa svo bolta og tengingar, sjóða það allt við.

Ég á handrit óútgefið þar sem ég skrifaði sögu ömmu og afa. Þar kemst ég að þeirri niðurstöðu að fólkið í sveitunum í gamla daga hafi lært að bjarga sér með því að ganga í öll störf og redda sér, bjarga sér. Þessvegna neitaði hann helzt ekki fólki um viðgerðir af því að það væri ekki hægt, heldur vegna annríkis, ef of mikið var annað að gera.

En hann tók fólk framfyrir sem var með sérstök og erfið verkefni sem aðrir vildu ekki sinna, því fyrir honum var það líka hugsjón að hjálpa fólki, fyrir utan að vinna fyrir sér og fjölskyldunni.

Þetta er ekki kennt í skólum held ég, þegar sérhæfing eykst. Ef kreppa kemur stór og mikil gæti fólk þurft að hverfa til gamalla tíma og að bjarga sér þannig.

Ingólfur Sigurðsson, 11.12.2022 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband