Heimsmet í pöntunum. Gamla metið átti Citroen DS.

Ýmis met hafa verið skráð í bílaframleiðslu heimsins. Ford Mustang seldist í um sjö hundruð þúsund eintðkum árið 1964, og kom þó ekki fram fyrr en í apríl. Engin ein afmörkuð gerð bíla hefur slegið það stóra hraðamet. 

Þegar Citroen DS var sýndur fyrst á bílasýningunni í París 1955 voru 58 þúsund bílar seldir með pöntunum fyrsta sýningardaginn. 

Bílablaðamenn heimsins völdu fimm merkilegustu bíla 20. aldarinnar um síðustu aldamót, og settust Ford T. og Austin Mini á toppinn, báðir mjðg ódýrir. 

En í fimmta sætinu var miklu stærri bíll, Citroen DS, sem var með svo margt mörgum áratugum á undan samtíð sinni, að sá listi er ótrúlega langur, meðal annars lága loftmótstöðu, gas/vökva fjöðrun, sem líka skóp fyrsta ódýra vökvastýriskerfið, tannstangarstýri o.fl.

Á okkar tíð hefur ein bílgerð, Tesla 3, loks slegið þetta pöntunarmet. 

Citroen DS var með ýmsa galla, en kostirnir gerðu meira en að yfirstíga þá. Til dæmis varð byltingarkennt kerfi fjöðrunar og stýrisbúnaðar eitt af þeim atriðum, sem gekk úr skaftinu áður en öldin var öll en í heildina var þetta einhver mesti framúrstefnubíll allra tíma.

Svipað virðist vera að gerast með Tesla 3. Ýmsir "barnasjúkdómar" hafa herjað á bílinn og framleiðslu hans, en kostirnir eru svo miklir, að þeir virðast ætla að standa það af sér hvað varðar sðlu og álit. 


mbl.is Tesla sektuð um 317 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Citroen DS var ekki allra í viðgerðum frekar en rafmagnsbílar í dag.

Gas/vökva fjöðrun er nú mikið notuð í vinnuvélum.

magnús marísson (IP-tala skráð) 5.1.2023 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband