Hæpin fullyrðing hjá Pútín.

Vladimir Pútín heldur enn fast við að þrástagast á því að nýnasistar séu við völd í Úkraínu og að við þá væru Rússar að berjast. 

Í ljósi margra staðreynda er þetta afar hæpin síbylja hjá Pútín, þótt það kunni að vera einhver sannleiksfótur fyrir fasiskum áhrifum, samanber það sem rakið var í grein í Morgunblaðinu um daginn. 

Fylgi nýnasista í kosningum hefur verið innan við tvö prósent og þeir hafa ekki fengið kosinn neinn þingmann, að því er best verður séð. 

Að vísu hafa nokkrar sveitir nýfasista barist gegn Rússum en alls ekki í þeim mæli að hægt sé að alhæfa um úkraínska herinn.  

Pútín lifir í fortíðinni þegar margir Úkraínumenn fögnuðu komu þýskra innrásarsveita 1941, minnugir margra styrjalda í landinu á árunum kringum 1920 og ekki síst milljóna manna hungursneyð af völdum Stalíns í kringum 1930.  

En viðhorf Úkraínumanna voru fljót að breytast 1941 þegar SS-sveitir Himmlers fylgdu þýska meginhernum og hófu víðtæk fjöldamorð á Gyðingum., svo að Úkraínumenn snerust almennt gegn þýska innrásarhernum.   


mbl.is Minnist helfararinnar og segir nasista í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður nafni og takk fyrir þarfan pistil.

Aðeins að nefna að það er hæpið að kenna það við stuðning við nasisma, sem þú ert alls ekki að gera, að langkúgaðir íbúar Úkraínu hafi upplifað frelsun að fá Þjóðverja í stað illmenna kommúnismans, og þá megum við aldrei gleyma að sú illska hafði ekkert með Rússa að gera sem slíka, heldur það vald sem hafði náð völdum í rússneska keisaradæminu, en líkt og það Austurríska þá var það fjölþjóðlegt, og Stalín var til dæmis Georgíumaður.

Síðan megum við ekki gleyma að þessir meintu nýnasistar sem Pútín bendir á, eru um margt miklu öflugri í Rússlandi sjálfu, sem og hafa þeir fylgi í mörgum vestrænum löndum, líkt og Svíþjóð eða Þýskalandi.

Samt efa ég að nokkur sé svo geðveikur, jafnvel þó margir hér á Moggablogginu taka undir þessi órök Pútíns, að hann vilji þar með að Rússland, Þýskaland eða Svíþjóð séu sprengd í loft upp, svona til að svæla út meint ítök nýnasista í viðkomandi löndum.

Hafðu mikla þökk fyrir nafni að halda upp vörnum fyrir heilbrigða skynsemi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.1.2023 kl. 17:50

2 identicon

Sæll Ómar,
Þú ert í afneitun hvað alla þessa Neo- Nasista í Úkraínu varðar, en það er engin furða því að MSM- fjölmiðlar eru í því fela alla þessa líka ljótu fortíð Neo- Nasista í Úkraínu, og/eða allt fyrir þessa líka fake eða gervi- og jákvæðu ímynd Úkraínu. Nú og það er rangt hjá þér að miða allt við einhvern einn tiltekin stjórnmálaflokk, því þetta er ekki bara einn stjórnmálaflokkur heldur fleiri flokkar og hópar.  
KV.
 



Þorsteinn Sch. Thorsteinsson (IP-tala skráð) 30.1.2023 kl. 20:33

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Bæði Ómar Geirsson og Þorsteinn Sch. Thorsteinsson koma með áhugaverðar athugasemdir og einnig verður að taka undir með síðuhafanum sjálfum, Ómari Ragnarssyni, um hæpna fullyrðingu Pútíns, ef ekki bara afsökun fyrir valdagræðginni. 

En áhugaverðasti punkturinn er kannski hjá Ómari Geirssyni, sem bendir á að áhugi á nýnazisma er ekki bundinn við lönd. Ég tek undir að þau rök eru órök að réttlætanlegt sé að svæla út slík ítök með ofbeldi og árásum.

Auk þess hefur það komið fram að þessir svonefndu Úkraínunazistar styðja margir Evrópusambandið og Vesturlönd, fátt er svarthvítt lengur, og gamlir merkimiðar aðeins sannir að hluta til. 

Sumt er rétt hjá prestum, eins og að með kærleikanum verði hatrið frekar sigrað en ekki með hatri eða vopnavaldi.

Ég var að hlusta á Útvarp Sögu og þar var merkilegt viðtal við Hauk Hauksson, fréttaritara stöðvarinnar í Svíþjóð. Hann ætti nú að vita betur en við sem hér búum hvernig stjórnmálaástandið er þar. Hann sagði að mótmæli gegn Pútín væru nú hætt í Rússlandi og hefðu ekki verið í nokkrar vikur. Mótmæli eru bönnuð, tjáningafrelsið heft meira en nokkrusinni, og stríðsæsingurinn í hámarki. Haft var eftir Pútín að Guð stæði með Rússum og að þeir færu til Himnaríkis en Vesturlandabúar til Helvítis eftir til kjarnorkustyrjaldar kæmi. Það passar við bókstafstrúna sem yfirvöldin í Kreml aðhyllast. 

Þetta er skelfilegt, Rússar verða stríðsæstari með aukinni mótspyrnu sem sögð er eiga að stuðla að friði og tapi Rússa.

Úkraínustríðið og vopnasendingarnar til Úkraínu hafa gert stjórnarfarið í Rússlandi einræðislegra en nokkrusinni fyrr. Andstæðingar Pútíns eru fangelsaðir samkvæmt Hauki Haukssyni.

Erfitt er að standa með Rússum eða Úkraínu. Maður getur séð hvernig vopnaframleiðendur græða á þessu. Sagt er að dulin öfl komi alltaf stríðum af stað. Það sagði Jóhannes Björn Lúðvíksson, blessuð sé minning hans, sem dó í fyrra, og skrifaði Falið vald, þá frægu bók.

Maður á ekki að hatast útí Rússa eða Úkraínumenn. Maður á að leita sannleikans, hvaða aðilar kyntu undir þessu stríði og hafa magnað það. Ég þykist ekki hafa þann sannleika á hreinu, en hef grun um að þannig sé þetta.

Ingólfur Sigurðsson, 30.1.2023 kl. 23:58

4 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Afsakið ég ruglaði saman tveimur mönnum. Gústaf Skúlason er fréttaritari Útvarps Sögu í Svíþjóð en Haukur Hauksson í Rússlandi, eins og sést af samhenginu. Það var rætt við Hauk Hauksson um Rússland og þetta er úr því viðtali.

Ingólfur Sigurðsson, 31.1.2023 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband