Íslenski vindurinn er ólíkindatól.

"Vindurinn er eitthvað það heimskasta sem til er, en einmitt þess vegna er hann varasamur, af því að við mennirnir erum ennþá heimskari." 

Þessi ummæli, hlaðin þversögnum, voru eitt sinn látin falla eftir að vindhviða feykti lítilli flugvél, sem var bundin við fótboltamark í stífum austanþey á sparkvelli í Langadal, á hvolf. 

Vindhviðan mynðaðist í samblandi af misvindi ofan af fjalli fyrir austan markið og hitauppstreymis, sem skrúfaði vindinn upp í snarpan, strokklaga hvirfilvind, sem skrúfaði vélina upp í loftið og skellti henni niður.  

Aldarfjórðungi seinna var flugvél bundin kyrfilega niður á Akureyrarflugvelli, og átti festingin að duga tryggilega í vindi komandi kvölds, því að spáð var að hviður yrðu ekki meiri en 35 hnútar. 

En ríkjandi vindátt í hæð af suðvestri, beint ofan af Súlum, er þekkt ólíkindatól, og ein hviðan, sem varð 85 !! hnútar, var svo snörp, að taugin, sem fest var í sérstakan krók í vængnum, sleit krókinn út úr vængbitanum!   

Bæði á Keflavíkurflugvelli og einnig á Akureyri í sambandi við hið hörmulega hoppukastalaslys í fyrra þarf að huga að bestu upplýsingum og þekkingu til þess að fullklára málefnin tvö, skjól fyrir flugvélar syðra, en möguleika á viðsjárverðum sviptivindum í vissum vindáttum fyrir norðan. 


mbl.is Margar hugmyndir um hvernig hemja megi vindinn í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband