Alger sérstaða Íslands í Evrópu hvað varðar millilandaflug.

Á meginlandi Evrópu eru ótal stórir millilandaflugvellir, sem hægt er að velja úr sem varaflugvelli ef þörf er á.  

Víða er hægt að hefja flug og velja úr mörgum völlum, sem eru í innan við hálfrar stundar flug í burtu.  

Ísland hefur hins vegar algera sérstöðu varðandi það, að frá Keflavík til Glasgow, sem er sá völlur handan hafsins, sem næst er, eru rúmlega 1300 kílómetrar, eða hátt í tveggja stunda flug. 

Ef fullhlaðin þota missir afl á öðrum hreyflinum eftir flugtak á Keflavíkurflugvelli, ef verðurskilyrði á vellinum eru það léleg, að ekki er hægt að lenda þótt hægt sé að hefja sig til flugs. 

Í slíku tilfelli er hæpið að fara til Akureyrar á einum hreyfli vegna fjöllóts landslags og vandasams aðflugs. 

Þá getur komið sér vel að geta lent sem fyrst á Reykjavíkurflugvelli, sem er aðeins í fimm mínútna fjarlægð.  

Flugvallafæðin á Íslandi, vegalengdin yfir hafið, skortur á innviðum og flughlaðsrými á Egilsstöðum og fjallaþrengsli á Akureyri þýðir sérstöðu Íslands, sem mörgum virðist um megn að  skilja. 


mbl.is Flaug alla leið frá Evrópu en sneri við yfir Hveragerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Líklega þarf að verða stórslys áður en yfirvöld átta sig á mikilvægi Reykjavíkurflugvallar, eins og þú hefur hamrað á, árum saman.

Jónatan Karlsson, 9.2.2023 kl. 06:33

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ómar!

Þú mynnist ekki á Egs. Sem er í um 400 km fjarlæg frá Kef. í allt öðru veðurkerfi en suðvestur hornið.  Þú hefur talað um ljósastaura við suðurenda flugbrautar á Egs. Þeir ljósastaurar eru innan við 3 metra háir eða mjög sviðuð hæð og við vestur enda Rvk flugvallar.  Flutningar bílar standa uppfyrir ljósastaurana á báðum stöðum.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.2.2023 kl. 08:46

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Er ekki bara málið að koma Reykjavíkurflugvöll úr lögsögu Reykjavíkurborgar, þar sem flugvélahatarar (og bílahatarar) hafa ráðið ríkjum síðastliðna áratugi? Fara með hann út á Löngusker, "sem er einskins manna land" og með landfyllingu er hægt að búa til alþjóðaflugvöll þar. Þar með í lögsögu ríkisins. Ég trúi ekki að lögsaga Reykjavíkur nái í sjó út.  Þau sveitarfélög sem liggja að skerunum, er Kópavogur, Garðabær (Álftanes) og Reykjavík. Það kostar sitt að nota landfyllingu en efnið gæti komið úr Vatnsmýrinni þegar Dagur B. fær þar með langþráða íbúabyggð sína þar. Minna ónæði yrði af flugvelli á Lönguskerjum en er í Vatnsmýrinni. Vegur tengdur við Suðurgötu tryggir að sjúklingar með sjúkraflugi komist auðveldlega á Landspítalann.

Á Wikipedia: Löngusker eru allstór sker vestarlega í Skerjafirði í Reykjavík, eða beint fyrir norðan Álftanes. Skerin eru áberandi þegar lágsjávað er en hverfa nær alveg í stórstraumsflóðum. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga árið 2006 var eitt af stefnumálum lista Framsóknarmanna að ná þjóðarsátt um að Reykjavíkurflugvelli yrði fundinn endanlegur samastaður á landfyllingu á Lönguskerjum.

Birgir Loftsson, 9.2.2023 kl. 10:52

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt staurarnir fyrir austan séu ekki hærri en þetta, eru flugbrautin og allar aðrar græjur miðaðar við það, að fyrstu 300 metrar suðurendans séu ónothæfir fyrir lendingu  til norðurs. 

Flugvöllur á Lönguskerjum þýðir þrjú dýr verkefni: 

1. Að gera flugvöll á Lönguskerjum. 2. Að rífa núverandi flugvöll. 3. Að reisa íbúðabyggð í staðinn.  

Flugvöllur áfram á sama stað þýðir einn gerning:

1. Að reisa íbúðabyggð á Lönguskerjum. 

Ómar Ragnarsson, 9.2.2023 kl. 13:20

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég hef ekkert á móti staðsetningu flugvallarins í núverandi mynd. Það er bara núverandi borgarstjórn sem er á móti honum. Og ég er sammála þér að færa mætti neyðarbrautina (sem er búið að loka) út í sjó (og rífa nokkur hús í leiðinni).  En til að fá varanlegan frið fyrir græna liðinu í borgarstjórn, sem hatast svo við flugvöllinn, sé ég ekki annan kost en að fara með hann úr lögsögu Reykjavíkur. Þetta þýðir líka að hægt er að stækka og hafa hann eins stóran og við viljum. Nota bene, Færeyingar, örþjóðin, ætlar að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í stað þess sem er í Vágar, á landsfyllingu.  Ef þeir geta þetta, af hverju ekki við?

Birgir Loftsson, 9.2.2023 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband