Þrír Kambavegir, þrjár brýr (sex alls) á tveimur Gilsám og margt fleira.

Þegar ekið er um Noreg er á fjölmörgum stöðum boðið upp á fyrirbæri, sem virðst að mestu fyrir borð borið hér á landi; varðveisla gamalla samgöngumannvirkja, sem eru í raun áhrifamiklar minjar um samgöngusöguna. 

Meðal ótal minja af þessu tagi er gamli fjallvegurinn um Strynefjeld, en af nógu er að taka, þar sem fara saman varðveisla mannvirkjanna í upprunalegri mynd og vönduð skilti með kortum og myndum.  

Í bókinni Stiklur um undur Íslands er fjallað um leiðina frá Kolviðarhóli austur um Kamba, en á þessari leið eru dæmi um vanrækt dæmi á borð við sögustaðinn Kolviðarhól og þrjár kynslóðir af Kambaveginum. 

Einnig um merkileg mannvirki á leiðinni Hvítárbrú-Biskupsbeygja. 

Vel hefði mátt bæta við tveimur Gilsám, báðum á Austurlandi, þar sem hafa verið smíðaðar þrjár kynslóðum af brúm yfir þessar ár. 

En nútímafólk virðist haldið algerri blindu varðandi þau menningarsögulegu verðmæti, sem þessar brýr búa yfir. 


mbl.is Synd og skömm að rífa brúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ómar.

Þú endar færslu þína á eftirfarandi orðum:

"En nútímafólk virðist haldið algerri blindu varðandi þau menningarsögulegu verðmæti, sem þessar brýr búa yfir"

En ég vil taka dýpra í árinni og segja: Að Íslendingar af einhverri óræðri ástæðu virðast haldnir algjörri blindu hvað varðar öll þau menningarsögulegu verðmæti sem þeir velja að eyðileggja í stað splunkunýrra mannvirkja - eins og við blasir allstaðar hér í höfuðborginni.

Jónatan Karlsson, 17.2.2023 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband