Hrikalegur aðstöðumunur.

Aðstöðumunurinn hjá íslensku afreksfólki í íþróttum miðað við keppinautana frá erlendum þjóðum hefur alla tíð verið svo mikill að fyrirliggjandi upplýsingar um það stinga í augum. 

Það er merkilegt að þessi mál skuli enn vera á svipuðu stigi og fyrir rúmum 70 árum, þegar íslenska liðið á EM í frjálsum íþróttum með eitt par af nýjum keppnisskóm fyrir menn sem börðust í þremur greinum um gullverðlaun og fengu fleiri verðlaun en sænska frjálsíþróttastórveldið. 

Jafnt þá sem nú var starf landsliðsþjálfara of dýrt til að vera fullt starf, svo að framfarirnar á þessu sviði eru í raun afturför. 


mbl.is Greiddu jafn mikið fyrir einkaflug og KKÍ fær á einu ári frá ÍSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband