Ný regla varðandi eldstöðvar: Óreglusöm ólíkindatól.

Þegar Hekla rumskaði eftir 102ja ára hlé með stórgosi 1947 var oft borið saman að í fortíðinni höfðu gos fjallsins verið furðu reglubundin með heldur styttri hléum oftast nær.  

Svipað var oft i umræðunni um gos í Kötlu í gegnum aldirnar, þannig að tal um að eldstöðvar séu "komnar á tíma" eins og Páll Einarsson ræðir um í viðtengdri frétt á mbl.is á sér vissa hefð.  

Gosið í Heklu árið 1970, aðeins 23 árum á eftir gosinu 1947, kom mönnum mjög á óvart, og ekki síður gosið 1980. 

Þegar fjallið gaus síðan 1991 og enn og aftur 2000, voru komnar mun betri mælingar á því hvernig það þenst út eftir gos, og þess vegna farið að tala um að fjallið hefði tekið upp nýja hegðan með gosum á áratugs fresti. 

En nú bregður svo við, að það eru liðin 23 ár frá þessu síðasta gosi og fjallið komið upp fyrir þenslutoppinn fyrir nokkrum árum. 

Í viðtalinu við Pál Einarsson um goshlé Kötlu hallast hann að því að ekki sé ráðlegt að tala um um reglu á lengd á goshléum eldstöðva eins og tilhneiging hafi verið til; hegðun eldstöðva sé flóknara mál en svo að hægt sé tala um eins konar reglusemi þeirra í þeim efnum. 

Hekla er því áfram ólíkindatól, þar sem hámarks viðbragðstími fyrir næsa gos er í mesta lagi tvær klukkusstundir.  

 


mbl.is Þrír skjálftar af stærð 3 og yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband