Bankahrunið: Gunnar Tómasson ýjaði að hruninu nokkrum mánuðum fyrr.

"Sjáið þið ekki veisluna" hafa orðið fleyg ummæli sem einn ráðherra ríkisstjórnarinnar 2008 lét falla á Alþingi um þá, sem gagnrýndu efnahagsstjórnina þar á útmánuðum það ár. 

Þá höfðu vöruflutningabílstjórar staðið fyrir miklum mótmælum við Rauðavatn, enda voru þeir í hópi þeirra tugþúsunda Íslendinga, sem höfðu látið lokkast af fagurgala bankakerfisins og guldu nú fyrir það í dæmalausu hruni krónunnar, sem þegar hafði byrjað veturinn áður, en það þýddi að skuldasnjóhengja landsmanna óx og óx í krónum talið. 

Þegar aðdragandi Hrunsins var skoðaður síðar, kom í ljós að nánast kraftaverk hafði bjargað bankakerfinu frá hruni haustið 2006, en í kjölfar þess gerði Sjálfstæðisflokkurinn kjörorðið "traust efnahagsstjórn" að kosningaslagorði sínu! 

En hlálegasta auglýsingin fyrir "veisluna" var alþjóðleg auglýsing Kaupþingsbankans, þar sem erlendur stórleikkari var látinn útlista alveg nýja efnahagsspeki, svonefnt "Kaupthinking"!

Sumarið 2008 voru mörg teikn á lofti um óhjákvæmilegt hrun, en Gunnar Tómasson virtist einn um það að birta tölur, sem sýndu geigvænlega skuldastöðu þjóðarinnar, "snjóhengjuna" sem bólgnaði upp yfir höfðum landsmanna.

  


mbl.is Þykist hafa séð bankahrunið fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar. Það var fjöldi manna sem sá hrunið fyrir. Á suma var ekki hlustað, aðrir þorðu ekki að tala um veislulokin og enn aðrir trúðu því varla að hrunið blasti við. Áróðursmaskínur á hverjum tíma eru öflugt fyrirbrigði og meðvirkni ekki síður. Svipuð staða er nú að teiknast upp og ef allt fer fram sem horfir þá verður hrun eftir 3-4 ár.

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 12.3.2023 kl. 11:53

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankarnir keppast nú við að gefa út skuldabréf í evrum.

Sem þeir þurfa alls ekki ef þeir lána bara út krónur.

Hvers vegna ætli það sé?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2023 kl. 14:23

3 identicon

Hrun, kreppur, eldgos, plágur, heimsendir o.s.frv. það hefur aldrei skort spádóma.

Bankarnir keppast nú við að gefa út skuldabréf í evrum. Til þess að geta haldið viðskiptum og lánað öllum stærstu fyrirtækjum landsins. En þau taka lán og gera upp í evrum. Íslenska krónan er aðeins nothæf til þess að velta áföllum á almenning og færa eignir frá almenningi. Þar er hún bjargvættur í sérflokki.

Vagn (IP-tala skráð) 12.3.2023 kl. 17:14

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vagn.

Íslenska krónan er bara gjaldmiðill og vel nothæf sem slík.

Það bætir ekkert stöðu hennar að tala hana sífellt niður.

Verst af öllu er ef við sjálf tölum okkar eigin gjaldmiðil niður.

Af hverju ættu aðrir þá að hafa eitthvað skárra álit á henni?

Tölum hana frekar upp, því þá vex hún frekar í áliti en ella!

Guðmundur Ásgeirsson, 12.3.2023 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband