Kalla breyturnar í útreikningum og spám á nýjar nálgarnir á lofslagsvandann?

Síðan fram komu nýjar tegundir í spám um orsakir og afleiðingar í veðurfari jarðar fyrir næstum 30 árum hefur áherslan verið nær eingöngu fólgin i þvi að sporna gegn hlýnun lofthjúpsins á grundvelli næsta einhliða sýnar á því, í hverju sú hlýnun hljóti að verða. 

En þegar hún er borin saman við annars háttar breytingar sem gætu byggst á flóknari áhrifaþáttum, svo sem áhrifum stóraukins flæðis ferskvatns út í Norður-Atlantshafið frá bráðnandi jöklum, er nýstárlegt að sjá hugsanlega breytingu í formi alvarlegrar kólnunar loftslags á Norður-Atlantshafi sem afleiðingu af bráðnun íssins. 

Spyrja má, hvort ekki sé réttara að færa áhersluna á minnkun útblásturslofttegunda yfir í það að hún beinist að aðgerðir til þess að mannkynið forðist sem mest inngrip í samsetningu lofthjúpsins til að "rugga ekki bátnum."

Einnig að hraða orkuskiptunum nú með sðmu rökum og gert var á síðustu öld varðandi upphitun húsa.  


mbl.is Kuldakastið afbrigðilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar engin er hlýnunin þá verður náttúrulega að skipta um kúrs! Og ekki er aldauði lífs á jörðu árið 2023 eins og Greta Túnsberg spáði.

 

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2023 kl. 22:38

2 identicon

Sæll Ómar.

Held að hátimbraðar skýjaborgir í loftslagsmálum hafi endanlega fallið um
sig sjálfar þegar tillaga til þingsályktunar kom fram
á Alþingi um skattlagningu vindsins

og aukinheldur yrði vindurinn talinn eftirleiðis sameiginleg þjóðareign!

Held að flestum hafi verið ljóst eftir hlátrasköllin
sem eftir fylgdu að endanlega og í eitt skipti fyrir
öll hafi loftslagsvitleysan verið afhjúpuð í leiðinni
og öll skattlagning í þessu tilliti ekki annað en óendanlegur
spuni.Er kominn leki að skútunni? Hví öll þessi vitleysa?

Húsari. (IP-tala skráð) 15.3.2023 kl. 08:52

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eftir stendur að hin hraði vöxtur co2 í andrúmsloftinu af mannavöldum er alltof mikið inngrip í sjálfu sér, þó ekki væri nema þær sakir, að samkvæmt Ríósáttmálanum skuldbundu þátttökuþjóðir í honum sig til að láta náttúruna ætíð njóta vafans. 

Ómar Ragnarsson, 15.3.2023 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband