Offitan virðist stefna í að verða stærsta heilbrigðisvá 21. aldarinnar.

Stærsta heilbrigðisvá 21.aldarinnar er knúin áfram af óhollu mataræði, þar sem viðbættur sykur er megin vandamálið og sókn sykursýkinnar einn versti skaðvaldurinn. 

Þegar litið er yfir afleiðingar sykursýkinnar er listinn hrollvekjandi, fólk getur misst útlimi og meira að segja sjálfa sjónina. 

Þegar lesið er á umbúðir sykraðra gosdrykkja og annarra sætinda sýnast prósenttölurnar oft næsta sakleysislegar. 40 grömm af hverjum 100 sýnist ekki há tala ef það gleymist, að skaðsemi sykurneyslunnar byggist fyrst og fremst á magninu sem neytt er. 

Tvær hálfs lítra flöskur innhalda nefnilega næstum hálft kíló af sykri og 800 hitaeiningar, og ef flöskurnar eru sex, eru hitaeiningarnar orðnar 1200, eða helmingurinn af dagsþörf meðalmanns. 

Oftast bætist við þetta súkkulaði, eru hitaeiningarnar þrefalt fleiri og óhollustan eftir því þegar neyslan er mikil. 

Þar að auki er mikil fita oft í þessu "góðgæti" með tilheyrandi afleiðingum. 

Til er formúla sem nota má við að giska á ástand fólks og samkvæmt henni telst þungi karlmans, sem er 1,80 m á hæð kominn yfir neðri offitumörk við ca 94 kíló. 

Afleiðingar offitu koma fram á furðu marga vegur.  

Fyrir nokkrum árum var síðuhafi kominn að sínum offitumörkum og farinn að eiga erfitt með að standa upp úr flugvélinni sem hann flýgur mest, en hún er gömul lágþekja og með mikil þrengsli á alla vegu. 

Setan í framsætum var til dæmis niðri við gólf og annað eftir því. 

Aldurinn var einnig farinn að sækja á, og í ljósi þess var farið í það að ná af sér tíu kílóum. 

Brá þá svo við, að vandinn við að standa upp hvarf.  


mbl.is Helmingur muni glíma við offitu 2035
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ein helzta ástæðan fyrir offitu í ríkum löndum er án efa streitan og hraðinn í þessum hátæknisamfélögum. Það er nú bara svo að mannskepnan er ekki í grunninn gerð til að lifa í borgum og hreyfa sig lítið og nota tækni sem gerir erfiðisvinnu með líkamanum óþarfa fyrir flesta.

Síðan verður þetta eilífur vítahringur, fleiri skurðaðgerðir og megrunarlyf og allskonar heilsubætandi lyf, en ekki er ráðizt að rótum vandans sem eru lifnaðarhættir, kyrrseta, mataræði sem er búið til með ofurgróða í huga, streita og firring Vesturlandabúa.

Ég er sammála þeim sem segja að fitusmánun sé hin mesta skömm og frekar þarf að leita annarra leiða.

Við sem viljum vinda ofanaf umhverfismengun, gróðavæðingu og slíku vitum að sameiginlegar lausnir finnast á þessum vandamálum, að láta ekki ginnast af lausnum sem snúast um að ríkir verði ríkari en almenningur tilraunadýr og valdalaus.

Það var fjallað um það í Hringbraut á Fréttavaktinni í gær eða fyrradag að margir sem fæddust í Reykjavík á síðustu öld hafa fluzt í nágrannasveitafélögin eins og Selfoss, Kópavog, Hafnarfjörð og víðar til að finna ró og næði, og losna við of mikið þéttbýli.

Um leið og fólk losnar við það sem einkennir gróðavæðingu nútímans leysast mörg vandamál, eins og þetta.

Ingólfur Sigurðsson, 15.3.2023 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband