Misréttinu skal haldið við.

Eitt mesta misrétti sem haldist hefur við hér hefur falist í því að hið mikilvæga framlag kvenna til þjóðfélagsins í formi uppeldis- og heimilisstarfa hefur verið lítils sem einskis metið til launa. 

Brotalömina hagfræðilega séð má sjá í mótsögnum eins og þeirri, að þegar einhleypur maður hefur haft ráðskonu á heimili sínu og borgað henni laun, en síðan gifst henni, þá minnki þjóðarframleislan við það !

Tugþúsundir íslenskra kvenna unnu þessi störf áður en lög um fæðingarorlof tóku gildi og misstu af mörgum árum í slíku orlofi. 

Í gegnum árin gátu þessi ár safnast saman og gátu þessi glötuðu orlofsár orðið fimm til átta hjá þein konum, sem áttu svo mörg börn. 

Viðleitnin með lögum um orlof húsmæðra er sögð hafa verið barn síns tíma, en það er alrangt. 

Þeir reikningar hafa ekki verið gerðir upp að fullu, heldur eiga enn því miður fullan rétt á sér svo lengi sem á lífi eru konur sem voru mismunun beittar í þessum efnum. 

Viðleitnin til þess að ráðast helst að opinberum útgjaldaliðum til handa hinna verst og afnema þá settu virðist vera takmarkalítil. 


mbl.is Vilja ekki afnema húsmæðraorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samfélaginu ber ekki að standa straum að orlofskostnaði einstaklinga.  Engin annar en ég hefur hingað til borgað minn orlofskostnað og þannig á það að vera hjá öllum.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2023 kl. 16:50

2 identicon

´Vel mælt hjá þér Ómar, til viðbótar þá bættist við skerðing á lífeyris-

greiðslum vegna fjarveru af vinnumarkaði.

magnús marísson (IP-tala skráð) 16.3.2023 kl. 16:51

3 identicon

Flestar konur eru komnar aftur ĺ vinnu fljótlega eftir að fæðingarorlofi lýkur og því engin skerðing á lífeyri.  Ég þekki ŕígfullorðnar konur semhafa verið áratugi á vinnumarkaðnum og börnin löngu fullorðin sem eru að fá greitt úr þessumm sjóði.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2023 kl. 18:04

4 identicon

Sjálfboðavinna og sérstök áhugamál fólks eru oft lítils metin þegar kemur að því að fá það borgað úr opinberum sjóðum. Þegar ég tek upp hægðir Snata míns af gangstéttum eða bóna bílinn með hágæða bóni er vonlaust að fá það borgað af ríkinu, smá greiðsluþátttaka kemur ekki einu sinni til greina. Vel snyrtur garður, klipptir runnar og tré. Bílskúr þar sem hver lykill er á sínum stað og hver olíudropi þurrkaður samstundis upp. Allt frítt fyrir ríkið. Og hvorki fékk ég frí né orlof þegar Snati þurfti stuðning og ummönnun hræddur hvolpur á nýjum stað innan um nýtt fólk. Það er margt óréttlætið.

Vagn (IP-tala skráð) 16.3.2023 kl. 20:57

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það eru stór orð að segja að "ríkinu beri ekki að standa straum af orlofskostnaði einstaklinga."

Í þeim orðum felst væntanlega að leggja skuli niður með öllu þá réttarbót, sem lög um fæðingarorlof hafa þó fært með sér. 

Ómar Ragnarsson, 16.3.2023 kl. 21:26

6 identicon

Fæðingarorlof er ekki orlofskostnaður einstaklinga. Hélt ég þyrfti ekki taka fram jafn augljósa staðreynd.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.3.2023 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband