Æ hlálegra að tala um "hreinustu borg heims."

Sú tíð er greinilega liðin, ef hún var þá nokkurn tíma, að Reykjavík væri með hreinasta loft allra borga í heiminum. Með köflum virðast heilsuspillandi loftskilyrði vera fleiri daga en ekki. 

Erlendu fyrirfólki er sýnd dýrð niðurdælingar á gróðurhúsalofttegundum við Hellisheiðarvirkjun þar sem enn er mikið starf óunnið við að vinna bug á útblástri brennisteinsvetnis hjá virkjun, sem þar að auki er með svo "ágenga" orkuöflun, að í raun er um rányrkju að ræða. 

Ekki tekur síðan betra við þegar komið er inn í borgina á þurrum vetrardögum þar sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk dag eftir dag. 

Oft er pínlegt að aka á eftir stórum rútum og flutningabílum, þar sem bílstjórar eru margir hverjir gersneyddir allri tilfinningu fyrir því hvers kona rykmökkum þeir þyrla upp með því að róta upp rykmekki með því að halda sig utan við megin hjólförin.

En "svona er Ísland í dag" sagði Jón Ársæll hér um árið.   


mbl.is Styrkur svifryks fór yfir heilsufarsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algengustu umferðaræðar eru svo illa slitnar að bílstjórar þurfa að halda

sig utan hjólfara að maður tali ekki um þegar blautt er þá eru göturnar

beinlínis hættulegar.Nýr samgöngusáttmáli ætti að snúast um rétta notkun

hjólbarða, greiðar leiðir á aðalæðum og hóflegan hraða ásamt því að

viðhalda gatnakerfinu í stað þess að hindra umferð. 

magnús marísson (IP-tala skráð) 17.3.2023 kl. 13:36

2 identicon

Þessi hjólför eru ekki nagladekkjum að kenna! Þetta er þyngdarslit á lélegustu klæðningu sem í nokkru landi má finna á vegum.

En verðum við ekki að taka vatnið næst? Eyðileggja orðspor þess á heimsvísu? Umhverfisstofnun er örugglega fullfær um að taka einhverjar stakar ýkju mælingar sem sýna verstu vatnsgæði í heimi.

 

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2023 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband