Dagleg síbylja sem fer dagvaxandi.

Síbyljan um óstöððvandi vöxt orkuframleiðslu innanlands nefnir sífellt hækkandi tölur til þess að viðhala fréttagildinu. Í ljósi þess að forstjóri Audi bílaverksmiðjanna í Þýskalandi hefur sagt að á endanum yrði lítil innstæða fyrir framleiðslu rafeldsneytis með vindorku, er enginn vafi á hvert stefnan liggur: Fleiri, fleiri og fleiri virkjanir í vatnsafli og jarðvarma. 

Erlendu fyrirfólki er boðið að sjá dýrðina og vegsama hana fyrir lýð öllum á þeim stað í íslenska jarðvarmaorkukerfinu þar sem rányrkjan er mest, á Hellisheiði. 

Þessa dagana er áróðurinn tvöfaldur, því að í viðbót við endalaus viðtöl í tilefni af fundum um málið er gefið út sérstakt aukablað í nafni "Orkuklasans" með Morgunblaðinu.  


mbl.is Gæti þurft að tvöfalda raforkuframleiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Eitthvað þarf að gera ef mönnum er alvara með að henda úr jarðefnaeldsneytinu, ekki satt?

Raforkunotkun er á stöðugri uppleið (+5 MW ár ári sagði mér einhver). Rafmagnstækjunum fjölgar, fólki fjölgar og það verður yngra og yngra raforkunotendur á t.d. spjaldtölvum.

Geir Ágústsson, 26.3.2023 kl. 12:03

2 identicon

Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr þá er það óhjákvæmilegt að ásýnd landsins mun stórbreytast með orkuskiptum og aukinni fólksfjölgun.

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 26.3.2023 kl. 14:20

3 identicon

Er ekki samdráttur í rafmyntargreftri sem eitthvað vegur gegn orkuþörf ? 

magnús marísson (IP-tala skráð) 26.3.2023 kl. 14:49

4 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Hættum þessu rafbílabrjálæði sem veldur aukinni þörf fyrir fleirri virkjunum og aukum innflutning á dísel og bensín bílum. Fækkum virkjunum og setjum upp öflugar dísel rafstöðvar í hvert krummaskuð á landinu.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 26.3.2023 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband