Evel Knievel lifði af á fjórða hundrað beinbrot.

Bandaríski ofurhuginn Evel Knievel lifði af jafn mörg beinbrot á brokkgengum ferli sínum og hundruð manna samtals þurfa að jafna sig eftir á venjulegum lífsferli. 

Knievel varð frægasti "stunt" maður allra tíma, ekki aðeins fyrir geðveikisleg fífldirfsku risastökk á vélhjóli sínu, heldur ekki síður fyrir fjölbreytileika þeirra og dramatísk áföll, þar sem hann æ ofan í æ varð að leggjast á spitala með áverka af öllu tagi. 

Lengsta stökk hans var yfir 14 stóra Greyhound rútur, sem lagt hafði verið þétt að hverri annarri svo að stökkið sjálft varð meira en 40 metra langt! 

Eftir mislukkað stökk yfir 13 rútur á Wembley, þar sem hann braut sig illa, fór dirfskan að dala sem bein afleiðing af því að hann fór að reyna að draga úr áhættunni við atburðina. 

En við það dró líka úr spennunni sem hafði haldið honum á toppnum. 

Knivel lifði öll sín fjölmörgu og ótrúlega fjölbreytilega uppátæki af alveg fram undir sjötugt.  


mbl.is Tók fyrstu skrefin eftir að hafa brotið fleiri en 30 bein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband