Táknræn en ekki tímabær aðgerð að slíta stjórnmálasambandi.

Á tímum þorskastríðanna komu nokkrum sinnum upp raddir um að slíta stjórnmálasambandi við Breta en það komst þó aðeins einu sinni á framkvæmdarstig. 

Engin þjóð nema Úkraínumenn hefur gert þetta núna, og enda þótt þessi möguleiki sé tæknilega opinn fyrir okkur Íslendinga, er hyggilegra að doka við og meta gaumgæfilega hvort minna muni ekki ávinnast með slitum stjórnmálasambands heldur en að bíða og anda með nefinu.  


mbl.is „Ólýsanlega óábyrgur og hættulegur málflutningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ómar.

Gleymt er þá gleypt er!

Ef tala má um byltingar og þá efnahagslegar þá var
það Rússneska sambandslýðveldið sem stóð fyrri þeirri er varð
uppúr 1950.

Þeir keyptu þennan voðalega fisk, síldina eða Sillu,
og í þúsundmilljóna tali og miklu meira en það.

Það sem áður hafði að mestu gerst innan garðshliðsins í Brekkukoti
var nú og þar eftir utan þessa garðshliðs, þar sem höfuðatvinnuvegirnir
landbúnaður og sjávarútvegur tóku flikk, flakk heljarstökk inní framtíðina; landbúnaðartæki, skip og veiðarfæri keypt inní landið og allt fyrir þá Sillu sem vísast mætti telja að Rússar hafi bent Íslendingum a því þeir veiddu ekki ljóta fiska eins og skötusel og hrognkelsi heldur þá
eina sem höfðu hreinan og blíðlegan svip að ég ekki segi svip skírlífis.

Hverjir urðu til að rétta Íslendingum hjálparhönd í Hruninu?
Voru það stjórnvöld sem vildu samþykkja Icesave eftir að öllu öðru hafði verið klúðrað? Nei, það voru Rússar og vinir okkar Færeyingar.

Vore kære venner i Norden, hvar í þremlinum var hugur þeirra á þeirri örlagastundu? Hann, íklæddur kyrtli herradómsins, bauðst til að aðstoða Íslendinga með lánum á okurvöxtum.

Það var ólýsanlega óábyrgt, hreint asnaspark, að Íslendingar, herlaus þjóð, skyldu ekki frekar taka sæti friðflytjenda, dúfunnar sem er svo fjarlæg að hún sér aldrei höggorminn, illskuna, en ræður niðurlögum hans samt, -  eins og páskar ættu að minna hvern mann á.

Húsari. (IP-tala skráð) 30.3.2023 kl. 20:29

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Spakleg orð hjá Húsara og engu mikilvægu hægt að bæta við.

Að stuðla að friði í þessu stríði sem ógnar allri heimsbyggðinni, það hlýtur að vera málið.

Svo skáldlega er þetta mælt hjá Húsara að það er aðdáunarvert.

Ingólfur Sigurðsson, 30.3.2023 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband