Ísrael er ekki í Evrópu, er það?

Á landakortinu er Ísrael í Miðausturlöndum og Ástralía er hinum megin á hnettinum. Augljós mótsögn blasir við þegar þessi lönd eru fullgildir aðilar að höfuðviðburði Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. 

Í meira en hálfa öld hafa Ísraelsmenn brotið alþjóðalög með því að viðhalda yfirráðum yfir herteknum svæðum  í Palestínu frá því í Sex daga stríðinu. 

Mótsagnirnar eru fleiri. Ísraelsmenn taka þátt í Söngvakeppninni en taka ekki þátt í fundi Evrópuráðsins í Reykjavík. Ástæða fjarverunnar í Reykjavík sést á landakortinu; landið er ekki í Evrópu. 

Undir lok 19. aldarinnar íhuguðu þáverandi stórveldi heimsins í alvöru að "gefa" Gyðingum Uganda í Afríku.  


mbl.is Stærsti skandall Eurovision: Hatari og fáninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þakka þér fyrir að minnast á þetta Ómar. Þetta minnir okkur á það að í ástandi jafnræðis þarf að meta Ísrael til jafns við aðra, ekki endalaus fórnarlömb, og ástandið þar og deilur á milli Palestínumanna og þeirra þannig.

Ég get alveg unað þeim að vera í Evrusöngkeppninni, en þá ættu Palestínumenn að fá að taka þátt líka til mótvægis.

Annað í þessu er að Ísrael er auðug þjóð og kjarnorkuveldi. Ekki ofsóttur minnihlutahópur lengur. Yfirburðir geta leitt af sér öfund, og þá gæti gamall draugur vaknað upp aftur sem leiddi til hörmunga.

Ingólfur Sigurðsson, 13.5.2023 kl. 19:00

2 identicon

Þú minntist á það fyrir skömmu, Ómar, að þegar hafi átt sér stað tvær heimsstyrjaldir í algjöru tilgangsleysi.

En eftirmálar þessa tveggja styrjalda var stofnun Íslenska lýðveldisins 1918 (1944). Sömuleiðis leiddu þessar styrjaldir til stofnunar Ísraelsríkis 1948.

Guð almáttugur hafði hönd í bagga með hvoru tveggja.

Nú er hafin þriðja heimsstyrjöldin sem við stöndum að sjálfsögðu gegn, en Guð leyfir þessu samt að gerast.

Hvers vegna?

Ekki vil ég spá því að þessi styrjöld verður til þess að Ísland hagnist, en víst er styrjöldin mun leiða til þess að Ísrael mun ná þeirri stærð sem Guð lofaði Abraham.

18 Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Efrat: 19 land Keníta, Kenissíta, Kadmóníta, 20 Hetíta, Peresíta, Refaíta, 21 Amoríta, Kanaaníta, Gírgasíta og Jebúsíta. (Gen 15:18-21).

Kort af öllu landinu sem Guð lofaði Abraham og afkomendum hans. Stór-Ísrael innan skamms

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2023 kl. 19:55

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hvaða guð lofaði þessu, guðinn í sólini, tunglinu, steininum eða hólnum. Það hefur engin guð lofað einu eða neinu, svona bull er bara hjá auðtrúa fólki, sem lætur glepjast. Í raun er þessi athugasemd hjá þér Ingólfur Sigurðsson, hvatning til stríðsátaka, í þágu þinna eigin hugaróra, reyndar annara líka, en ekki svo margra.  

Jónas Ómar Snorrason, 13.5.2023 kl. 21:54

4 identicon

Almáttugur Guð, skapari himins og jarðar hefur lofað þessu. Nafn Hans er Jehóva.

3 Því sjá, þeir dagar munu koma segir Jehóva að ég mun snúa við hag lýðs míns, Ísraels og Júda segir Jehóva og láta þá hverfa aftur til þess lands, sem ég gaf feðrum þeirra, og þeir skulu taka það til eignar.

10 Óttast þú ekki, þjónn minn Jakob segir Jehóva og hræðst þú ekki, Ísrael, því að ég frelsa þig úr fjarlægu landi og leysi niðja þína úr landinu, þar sem þeir eru herleiddir, til þess að Jakob hverfi heim aftur og njóti hvíldar og búi óhultur, án þess nokkur hræði hann.

11 Ég er með þér segir Jehóva til þess að frelsa þig. Ég vil gjöreyða öllum þeim þjóðum, sem ég hefi tvístrað þér á meðal.

Þér einni vil ég ekki gjöreyða, heldur vil ég hirta þig í hófi, en ég vil ekki láta þér með öllu óhegnt. Jeremía 30.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.5.2023 kl. 00:19

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Hvaða endemis bull er þetta í þér Jónas Ómar Snorrason? Lastu það sem ég skrifaði eða hvað? Ég var að tala um jafnrétti og að alþjóðasamfélagið verði að vera réttlátt og stuðla að friði, ekki að líta svo á að Ísrael eigi að sýna yfirgang og ekki Palestínumenn heldur. 

Eða það sem mér finnst trúlegra, misritaðir þú mitt nafn í stað nafn Guðmundar sem skrifaði annað? Hann skrifar að Guð hafi ætlað Ísrael stærra landsvæði. Það gæti verið ástæða til stríðs og ég ber enga ábyrgð á þeim orðum, svo það sé á hreinu.

Ég var að taka undir boðskap Ómars um að Ísrael fái að taka þátt í keppninni sem samúðarvottur vegna fortíðarinnar. 

Hvað er réttlátara en að Palestína fái líka að taka þátt í Eurovision svo jafnræðis sé gætt? Hversvegna ættu þjóðir að fara í stríð út af því? Skil það ekki.

Tabú eru aldrei til góðs. Ég er ánægður að Ómar þori að hreyfa við þessu viðkvæma máli, því fyrsta skref til að menn komi sér saman er að tjá sig.

Ingólfur Sigurðsson, 14.5.2023 kl. 02:10

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ingólfur Sigurðsson, ég vil biðja þig innilegrar afsökunar. Vissulega átti ég við skrif Guðmundar Arnars Ragnarssonar. Skrif hans vekja ekkert annað hjá mér en enn óhug um hraðari hnignun mannkyns, nema fólk standi saman gegn slíkum hugsunarhætti.  

Jónas Ómar Snorrason, 14.5.2023 kl. 09:56

7 identicon

9 Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum.

10 Því eins og regn og snjór fellur af himni ofan og hverfur eigi þangað aftur, fyrr en það hefir vökvað jörðina, gjört hana frjósama og gróandi og gefið sáðmanninum sæði og brauð þeim er eta,

11 eins er því farið með mitt orð, það er útgengur af mínum munni:

Það hverfur ekki aftur til mín við svo búið, eigi fyrr en það hefir framkvæmt það, sem mér vel líkar, og komið því til vegar, er ég fól því að framkvæma.(Jesaja 55).

11 Á þeim degi mun ég endurreisa hina föllnu tjaldbúð Davíðs. Ég mun hlaða upp í veggskörðin og reisa hana úr rústum og gjöra hana upp aftur, eins og hún var fyrr meir, 12 til þess að þeir nái undir sig leifum Edóms og öllum þeim þjóðum, sem nafn mitt hefir verið nefnt yfir segir Drottinn, sá er þessu mun til vegar koma. (Amos 9).

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.5.2023 kl. 10:48

8 Smámynd: Gunnlaugur Hólm Sigurðsson

Í lok nítjándu aldar og snemma á tuttugustu öld var fjöldi endurbúsetuáætlana fyrir evrópska gyðinga sem voru undanfari Madagaskaráætlunarinnar. Paul de Lagarde, austurlenskur fræðimaður, lagði fyrst til að evrópsku gyðingarnir yrðu fluttir til Madagaskar í verki sínu Deutsche Schriften („þýsk rit“) árið 1878. Liðsmenn zíonistahreyfingarinnar 1904–1905 spáðu alvarlega í bresku Úgandaáætluninni, þar sem rússneskir gyðingar, sem voru í bráðri hættu vegna yfirstandandi ofsókna, yrðu sendir á Austur-Afríku verndarsvæðið (nútíma Kenýa), sem var hluti af Breska heimsveldið á sínum tíma. Áætluninni var síðar hafnað sem óframkvæmanlegt af Zionista þinginu. Fylgjendur landnámsisstefnu hættu við helstu stefnu zíonista og héldu áfram að leita að stað þar sem gyðingar gætu sest að og stofnað ríki, eða að minnsta kosti sjálfstjórnarsvæði. Hugmyndin um endurbúsetu gyðinga á Madagaskar var kynnt af breskum gyðingahatursmönnum Henry Hamilton Beamish, Arnold Leese og fleirum. Með samvinnu Frakka fól pólska ríkisstjórnin starfshóp árið 1937 til að kanna möguleika á að setja pólska gyðinga að á eyjunni. Yfirmaður nefndarinnar, Mieczysław Lepecki, taldi að eyjan gæti hýst 5.000 til 7.000 fjölskyldur, en meðlimir gyðinga í hópnum töldu að vegna loftslags og lélegrar innviða væri hægt að hýsa aðeins 500 eða jafnvel færri fjölskyldur.

Nasistar skoðuðu þessa hugmynd en stríðið kom í veg fyrir að það væri hægt svo að Endanleg lausn var Útrýming.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 16.5.2023 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband