REVA, VALKOSTUR SEM EKKI FÆR AÐ NJÓTA SÍN.

Litli rafbíllinn Reva sem kynntur verður um helgina geldur þess að hann nýtur þess í engu hve lítið rými hann tekur í gatnakerfinu. Ef þetta væri annar af tveimur bílum í fjölskyldunni myndi losna gríðarlegt pláss á götunum og því vil ég enn og aftur benda á tillögur mínar um lengdargjald á bíla. Venjulegt fólk getur ekki keypt bílinn vegna þess að það verður að eiga annan bíl með honum. Reva hefur of lítið drægi til þess að hægt sé að fara á honum út af höfuðborgarsvæðinu nema menn hafi tíma til að stansa og bíða eftir því að hlaða batteríin.

Bíllinn tekur þrjá í sæti, en þó varla fullvaxinn í aftursætið. Hann hefur minnsta beygjuhring í flotanum og er 20 sentimetrum mjórri en Smart. Báðir þessi bílar ættu að njóta þess hve lítið rými þeir taka. Ég hef reynslu af því að aka minnsta bílnum í íslenska flotanum og kostirnir eru yfirgræfandi í þrengslunum í borgarumferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

já þeir eru skemmtilegi þessir litlu bílar, er með Toyotu AYGO mjög lipur bíll, átti FÍAT 850 fyrir tæpum þrjátíu árum, árg. 71, með vélina afturí og afturdrifi, góður bíll en frekar laus að framan á malarvegunum sem þá voru í Þingeyjarsýslunni.

Hallgrímur Óli Helgason, 15.9.2007 kl. 13:03

2 identicon

Blessaður, Ómar.

Takk fyrir þetta! 

Mér sýnist reyndar á viðtökunum í Perlunni (á frumsýningu bílsins) hingað til að  "venjulegt fólk" hafi heilmikinn áhuga á bílnum. Næsta vika fer allavega að verða þéttsetin til reynsluaksturs!

Eru ekki flestar íslenskar fjölskyldur orðið á tveimur bílum? Það hefur síðan reyndar komið fram í viðræðum við gesti á sýningunni að margir sjá fyrir sér að geta notað þennan bíl meira og minna allt árið og þær nokkru helgar á ári sem farið er út á land sé bara hægt að leigja sér bensínbíl. Áhugaverð hugmynd.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:47

3 identicon

Sæll Ómar.

Reva er ótrúlega sniðugur bíll og svo ódýr í rekstri að hann getur augljóslega borgað sig upp á skömmum tíma. Orkan að auki innlend og mengunarlaus. Vandamálið með bílinn eins og þú bendir á er að hann mun aldrei duga til langferða. Ég bloggaði fyrir nokkrum mánuðum um óréttláta skattlagningu á bíla á íslandi í formi bifreiðagjalds og þá staðreynd að hér er skyldutrygging á bíla, ekki ökumenn. Ef bifreiðagjald væri fellt niður og trygging fylgdi ökumanni (kaskó á bíl væri svo valkostur) þá gætu miklu fleiri átt val um kaup á bílum við hæfi.  Flestir kjósa að eiga amk. einn stóran bíl til langferða og að meðaltali eiga svo fjölskyldur einn "snatt" bíl fyrir styttri ferðir. Ef hægt væri að eiga einn stóran (fyrir fáar langferðir) og svo 2 litla fyrir dagleg not þá veður Reva skyndilega frábær valkostur. Spurning er hins vegar, hvernig á að rukka fyrir afnot slíkra bíla af gatnakerfinu? Ekki verður það gert í gegnum eldsneytið.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband