ÓGNAR KRISTIÐ SIÐGÆÐI KRISTNU SIÐGÆÐI ?

Ég held að Guðni Ágústsson geti alveg verið rólegur yfir krossinum í þjóðfána okkar og nafni Guðs í þjóðsöngnum. Hann óttast að mannréttindaákvæði, sem hafa haft áhrif á nýja skólalöggjöf, muni leiða til þess. Svipuð ákvæði virðast ekki hafa haft þau áhrif á Breta að kasta bæði Guði og drottningunni út úr upphafi þjóðsöngs síns eða að Norðurlandaþjóðirnar kasti krossinum út þjóðfánum sínum. Það þarf ekki alltaf að mála skrattann á vegginn þótt menn séu kristnir, Guðni. Nú eiga við orð Davíðs um að skrattinn sé leiðinlegt veggskraut.

Er það ekki svolítið öfugsnúið ef mannréttindaákvæði um trúfrelsi og jafnrétti, sem komist hafa í lög fyrir áhrif kristilegs siðgæðis, verða til þess að ógna þessu sama kristna siðgæði?

Róaðu þig, Guðni.

Vísa að öðru leyti í næsta bloggpistil á undan þessum.


mbl.is Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Hér læt ég nægja að segja amen þótt sjálfsagt gangi honum Guðna blessuðum gott eitt til. Góður pistill, Ómar.

Svavar Alfreð Jónsson, 12.12.2007 kl. 22:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður veit aldrei hvort Guðni er að grínast eða hvort hann var að koma úr tímavél frá sautjándu öldinni. Líkingin hans með að velta við kennsluborðum Kristninnar og heilaga skóla er svo margslunginn og snúin að manni sundlar við að reyna að ná botni í hana.

Í nútíma samfélagi er krafa um jafnræði ofar öllum kröfum og er sú krafa raunar sótt í Kristilega siðfræði.  Þessi Jafnræðiskrafa veldur því hinsvegar að þar sem ein trúarstofnun fær að boða trú í skólum, þá eiga og vilja önnur trúarbrögð og safnaðarbrot fá sama rétt.  Menn geta rétt ímyndað sér hvernig það yrði. Einfaldast er því að halda trúboði frá skólum almennt til að vernda sakleysingjana frá slíkum ágangi og rugli.  Skóli skal vera skóli og Kirkja, Kirkja.

Það er vert umhugsunnar að á efri stigum í menntakerfinu; framhaldskólum, menntaskólum, kennara, stýrimanna, matreiðslu, vélstjóra og hússtjórnarskólum, dettur mönnum ekki í hug að stunda trúboð, enda eru nemendur þar, komnir með sjálfstæða hugsun og skoðanir.  Kirkjan er semsagt að berjast á hæl og hnakka fyrir því að fá að halda stöðu sinni í leik og grunnskólum landsins, þar sem sakleysingjarnir geta ekki spurt, véfengt né spornað við innrætingunni.  Það kveður við einhvern óhugnaðartón þar í mínu sinni.

Ég er þeirrar skoðunnar að blessuð smábörnin geti kennt prelátum meira um kærleikann og fegurð lífsins en þeir þeim. Allavega eru þessi litlu skinn síst til þess að þurfa einhverja opinbera innrætingu í þessum efnum.  Hér er bara verið að leggja minni máttar í einelti.  Ef þau eru út úr dæminu, hvað er þá eftir?

Margar þjóðir þ.a.m. Frakkar hafa aðskilið ríki og kirkju, enda mikið fjölmenningarsamfélag. Þar kemur enginn klerkur inn fyrir skóladyr og illa séð ef nemendur bera áberandi trúartákn, sem valdið geta aðskilnaði og einelti, sem er jú vörumerki trúarbragaða.  Þess skal einnig minnast aðfyrsta grein Amerísku stjórnarskrárinnar og hornsteinn þess samfélags varðar einmitt trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju.

Kristur leggur mikla áherslu á að fólk haldi trú sinni fyrir sjálfa sig, enda getur enginn trúað fyrir annan.  Hann fordæmir klerkastéttina fyrir hræsni sína, bænahald á torgum og á samkomum, sjálfsupphafningu og sjálfsréttlætingu. Hann segir mönnum að loka að sér þegar þeir biðja og að enginn sé frekar heyrður fyrir orðskrúð og mælgi. Raunar hafi almættið meðtekið bænina áður en menn biðja.

Hann segir líka þar sem 2 eða 3 eru saman komnir, þar er ég mitt á meðal, ekki 50-300 eða hellingur. 2 eða 3.

Hræsnin og frekjan er yfirfljótandi í þessu máli og menn berjast við að draga þetta niður á einhvern aumkunarvert tilfinningaplan um kertaljós, piparkökur, frídaga og þjóðsöng. Tala um fjálglega Kristið siðgæði án þess að skilgreina það frekar og láta sem náungakærleikur og umburðarlyndi sé patent Kristinnar kirkju. Apar heiðra þessi gildi í sínum samfélögum. Það sem þú gerir öðrum, það gerirðu þér. What goes around comes around. Mannkyn hefði aldrei komist á legg ef þessi gildi væru ekki innbyggð í okkur.  Að vísu þarf að árétta þau og benda á hvað brot á þeim leiða af sér.  Það geta foreldrar og kennarar gert án þess að gera það undir vörumerkjum trúarbragða.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 22:54

3 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Heitandi hákristilegu nafni, - Helgi er millinafnið mitt, sé ég ekki ástæðu til að óska nafnbreytingar við þjóðskrá í kjölfar yfirvofandi úthýsingar á "kristnu siðgæði" úr orðalagi breyttra grunnskólalaga!

Kristján H Theódórsson, 12.12.2007 kl. 22:57

4 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Ég sem trúleysingi held því nú reyndar fram að Guðni, eins mikið og mér mislíkar hann, hafi nokkuð til síns máls. Hann þarf kannski ekki að hafa áhyggjur af neinum Enlightment byltingum næstu árin, og kannski ekki fyrr en hann er blessunarlega hættur í allri pólitík, en aðskilnaður ríkis og kirkju er óhjákvæmilegur, bara spurning um hve lengi afturhaldskórinn í landinu tekur í það að sætta sig við það. Þetta er og verður alltaf mannréttindamál og sagan sýnir að þeir "minnihlutahópar" (trúleysingjar eru reyndar allstór minnihlutahópur) sem hafa þurft að berjast fyrir mannréttindum sínum hafa á endanum eða munu uppskera fullnaðarsigur, dæmi: svertingjar og indíánar í BNA, konur hér í vesturheimi og samkynhneigðir. Þetta er bara tímaspursmál og áður en of langt um líður munum við líta til baka um farinn veg og brosa beiskt yfir þessum apaskap mannlegrar hegðunar og afturhaldssemi og menn eins og Guðni (og þeir taki það til sín sem eiga) verða dæmdir eftir því í annála sögunnar, svo einfalt er það.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.12.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

þetta "kristna siðgæði" er orðið innistæðulaust á mínu heimili

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 12.12.2007 kl. 23:13

6 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

...og það er ekkert lítil hjálpin sem við trúleysingjar fáum frá trúurum, í hvert einasta sinn sem einhver misstígur sig og opinberar hið raunverulega kristna siðgæði falla nokkrir englar af himnasæti sínu niður á plan raunveruleikans. Og trúarar misstíga sig oftar en blindar beljur á þingvöllum.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.12.2007 kl. 23:22

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég hef áhyggjur af aðskilnaði ríkis og kirkju vegna þess að ég óttast sölumenn trúarbragða sem væru með 10 rásir í sjónvarpinu og 30 úrvarpsstöðvar í anda Omega með tilheyrandi slagorðum, söfnunum, samkomum og súpugjöfum. Ég óttast trúarlegar kaffistofur og trúarlegar meðferðir við hvers manns kvilla.

Hins vegar hafa þjóðkirkjuprestar verið frekra latir með söfnunarbauka og sölumennsku hverskonar.

Það sem ég er að segja er þetta: Ríkisrekstur er ávísun á lítil afköst og litla framleiðni. Þess vegna ættu trúleysingar og þjóðkirkjumenn að sameinast um að halda í blessaða þjóðkirkjuna.

Benedikt Halldórsson, 12.12.2007 kl. 23:25

8 Smámynd: Sigurður Karl Lúðvíksson

Mjög sterkur punktur Benedikt, mjög sterkur. Oft velt þessu fyrir mér vitandi að ekkert fyrirbæri er duglegra að drepa niður áhuga, nýsköpun og eldmóð en "blessaða" embættisrekstrarfyrirkomulagið. En ég tek þann pól hér og nú að þrátt fyrir þennan góða punkt þá vil ég samt aðskilnað.  Það verður bara önnur orrusta sem vert er að sökkva sér í seinna. Enda verður sífellt erfiðara að mínu mati, að halda heilu þjóðunum í heljargreiðum heimsku og hræðslu í heimi þar sem upplýsingaflæðið er nánast óstöðvandi með tilkomu netsins og alþjóðavæðingarinnar. Því er best að merkja sú umræða um trúmál sem er að tröllríða íslensku samfélagi núna og kemur, að ég þori að fullyrða, í kjölfar á svipaðri bylgju í BNA og Evrópu vegna gríðarlegra vinsælda bóka frá rithöfundum eins og Dawkins, Hitchens, Harris og Dennet um trúmál.

Sigurður Karl Lúðvíksson, 12.12.2007 kl. 23:40

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér þarf síðan að taka upp lagahugtakið Trúarleg áreitni og trúarleg áreitni við börn undir lögaldri. Það ætti að setja hömlur á það fólk sem vill troða trú sinni ofan í kokið á óviljugum.

Annars hefur mér einnig þótt skorta hugtök eins og Fjárhagslegt áreiti og fjárhagslegt áreiti við börn undir lögaldri.  Sjónvarpstöðin Omega væri þá kolbrotleg við allt þetta.  Ekki það að hún sé ekki margbrotleg við landslög.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 00:15

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að það sé engin ástæða til að óttast offramboð á sjónvarpsnígeríusvindlum á vegum kristninnar og brotabrota hennar alveg sérstaklega ef við smúlum hvítasunnusöfnuðinum út úr dómsmálaráðuneytinu og lögreglunni. Án ríkisstyrkja hrynur þessi steypa strax eins og spilaborg.

Baldur Fjölnisson, 13.12.2007 kl. 00:17

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar, þú ert á villugötum hér. Ég er bara of þreyttur til að rökstyðja það fleiri orðum í bili. En spyr þó: Hvaða aðrar þjóðir en Íslendingar hafa rokið upp til handa og fóta út af þessum dómi um norska dæmið? Það dæmi var mjög sérstakt og úrskurðurinn ekkert almennur eða bindandi fyrir alla, jafnvel framar en stjórnarskrár ríkja. Þorgerður Katrín féll í gildru í þessu máli og hljóp á sig, og hetjuleg, en tvöfeldnisleg varnarbarátta hennar í kvöld felur ekki þá staðreynd í augum glöggskyggnra. Og vertu svo blessaður, og hafðu það sem bezt og allt þitt góða fólk.

Jón Valur Jensson, 13.12.2007 kl. 00:36

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Guðni blessaður Ágústsson er nú ekki besti talsmaður kirkjunnar. Honum var ansi oft svara vant í þessari umræðu og í pontu á þinginu nefndi hann fráleit dæmi um mögulegar afleiðingar mannréttinda og trúfrelsis.

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.12.2007 kl. 00:53

13 Smámynd: Theódór Norðkvist

Benedikt Halldórsson:

Ríkisrekstur er ávísun á lítil afköst og litla framleiðni. Þess vegna ættu trúleysingar og þjóðkirkjumenn að sameinast um að halda í blessaða þjóðkirkjuna.

Þessi athugasemd er alveg trilljón. Ég er að íhuga að prenta hana út og hengja hana upp á vegg hjá mér! Nema að þetta eru mjög góð rök til að taka þjóðkirkjuna af ríkisspenanum.

Theódór Norðkvist, 13.12.2007 kl. 01:00

14 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það er alveg óþarfi að gera lítið úr því framtaki Guðna að standa vörð um kristna trú, á Alþingi.

Hann á þakkir skilið fyrir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.12.2007 kl. 03:14

15 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

OK gmaria, hver er þá kjarninn í kristinni trú ef Guðni stóð vörð um hann með þessari ræðu? - Því miður hafa hvorki Guðni, biskupinn né menntamálaraðherra verið traustir boðendur "kristins siðgæðis" með málflutningi sínum um "kristið siðgæði" og trúboð í skólum.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2007 kl. 04:48

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst einmitt tilvitnun þín Theodór, í Benedikt harla góð. Það leynist sannleikskorn í henni. Og mér finnst málum ágætlega komið eins og þau eru. Með sínum kostum og göllum. Gallana má sníða af smátt og smátt.

Hvort sem trúleysingjum líkar það betur eða verr, þá eru kristin siðgæði grundvöllur vestrænnar menningar. Boðorðin tíu t.d. eru svona "every day rules", ef svo má segja.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 09:31

17 identicon

Bíddu nú hægur, kirkjan gekk berserksgang um aldaraðir þar til hún var þvinguð til þess að notast við mannlegt siðgæði.
Annars er Guð-ni eflaust að spá í að hindra útþurrkun framsóknar frekar en að spá í þjóðkirkju

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 09:36

18 identicon

"Boðorðin tíu t.d. eru svona "every day rules", ef svo má segja."

Fyrsta boðorðið er að Guð gyðinga er guð minn og ég skal ekki aðra guði hafa. Ekki hugnast mér það.

Annað er að ég skuli ekki gera neinar líkneskjur eða myndir af því sem er á himnum uppi eða jörðu niðri, eða því sem er í vötnunum (þar með talið teiknimyndir, NB).

Svo má ekki drýgja hór - en líti maður konu girndarauga drýgir hann hór (þá skal rífa það úr) og Kristur sagði að sá sem gengur að eiga fráskilda konu drýgi hór.

Hversu margir halda laugardaginn heilagan?

Svona má lengi telja - og varla viljum við þetta sem hversdagsreglur, eða hvað?

Reynir Harðarson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:07

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Boðorðin eru tíu Reynir og ég er viss um að eitthvert þeirra geti höfðað til þín á daglegum basa. Þú hefur bent þarna á boðorð sem þér hugnast ekki en boðorðið um hórdrýgelsið fjallar bara um hórdrýgelsi. Að jafna saman hórdrýgelsi og því að ganga að eiga fráskilda konu hugnast auðvitað fáum nútímamönnum, enda erum við ekkert að velta okkur upp úr þessu smáatriði, þó þetta sé vissulega skilgreint sem hórdrýgelsisatriði á nokkrum stöðum í Biblíunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.12.2007 kl. 10:22

20 identicon

Hér er kristið siðgæði til umræðu og því hélt ég að orð Krists hefðu eitthvað vægi. En ef orð hans í siðgæðismálum eru smáatriði er vandséð hvernig skilgreina á kristið siðgæði.

Reynir Harðarson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:31

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sigmar bað Guðna ítrekað að skilgreina hvað kristið siðgæði væri að þá sagði Guðni "það er að standa vörð um kirkjuna"

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.12.2007 kl. 10:51

22 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Siðgæði mannsins er vafið inn í hans innsta kjarna, þetta tal um Kristilegt siðgæði er því bara tekið út úr því sem var fyrir.  Jesú var ekki komin í upphafi, þó hafa menn verið í samfélögum þar sem þessi siðfræði var í hávegum höfð.  Þetta hugtak er því tekið traustataki alveg eins og jólin, páskarnir og aðrar hátíðir, sem kristnir menn tóku traustataki frá heiðnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.12.2007 kl. 10:52

23 Smámynd: Ólafur Þór Kristjánsson

"Boðorðin eru tíu Reynir og ég er viss um að eitthvert þeirra geti höfðað til þín á daglegum basa"

Hvernig er það Gunnar, á þá bara hver og einn að velja fyrir sig hvað honum finnst hæfa hverju sinni. Þetta er jú það sem stendur og er væntalega það sem kristið siðgæði grundvallast á.

Auðvitað dettur engum heilvita manni að lifa sínu lífi eftir því sem stendur í bíblíunu í dag. Ef ég skil Reyni rétt þá er hann að benda á hversu fáranlegt það væri.

Ólafur Þór Kristjánsson, 13.12.2007 kl. 10:57

24 Smámynd: Sigurður Hrellir

Gunnar segir í einni athugasemd að boðorðin tíu séu "every day rules" og annars staðar að eitthvert þeirra geti höfðað til ákveðins einstaklings á daglegum basa. Samkvæmt honum eru þau því eins konar "a la carte" þar sem fólk velur og hafnar að vild. Fjölmörg önnur trúarrit eru líka uppfull af góðum heilræðum og lífsspeki þó að innan um leynist hugmyndafræði sem upplýst nútímafólk getur tæpast fallist á.

Umræðan síðustu daga hefur leitt í ljós að fólk hefur enn ríka tilhneigingu til að ata þá auri sem hafa aðra trúarlega sannfæringu eða alls enga. Hvar er umburðarlyndið? Af hverju er ekki hægt að virða trúarskoðanir eða trúleysi minnihlutahópa?

Því miður hefur Karl biskup farið illa að ráði sínu og kastað rýrð á þjóðkirkjuna með ummælum sínum og skrifum. Búast má við að margir segi sig frá henni fyrir bragðið. Guð-ni ætlar greinilega að afla Framsóknarflokknum atkvæða með að fá sannkristna til að kjósa þá. Það kemur lítið á óvart því að flokkurinn hans hefur verið ófeiminn við að styrkja ýmsa trúarsöfnuði gegn því að forstöðumenn prédiki fyrir meðlimum að "kjósa rétt". Það er því aldrei að vita nema að Framsóknarflokkurinn breytist í Kristilegan flokk og rísi upp eins og frelsarinn forðum daga. En ég vona að Guð forði okkur frá því!

Sigurður Hrellir, 13.12.2007 kl. 12:43

25 Smámynd: Óli Jón

Í framhaldi af athugasemd 22: Áður en að kallgreyið hann Guðni svaraði þessu sagði hann;

  • "Mér finnst nú kristilegt siðgæði fallegt orð."
  • "Ég held að kristilegt siðgæði segi svo mikið."

Hann var s.s. ekki klár á því sjálfur um hvað hann er að tala og fyrir hverju hann er að bægslast. Hvað er það í kristilegu siðgæði sem ekki er að finna í þessari góðu upptalningu:

Umburðarlyndi, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.

Þetta tel ég vera grundvallar spurningu sem menn þurfa að svara áður en farið er að agnúast út í hið góða gæfuspor sem nýtt frumvarp menntamálaráðherra er.

Óli Jón, 13.12.2007 kl. 13:41

26 identicon

Kirkjan stal af okkur jörðum, hún drap forfeður okkar af minnsta tilefni, stundum bara af græðgi... nú er hún að reyna að stela af okkur mannlegu siðgæði, maður er kominn með upp í kok af hræsnini

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 13:57

27 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gunnar: Það eru raunar tvö sett af boðorðum í Mósebókum. Svo eru líka tvær sköpunarsögur, hvor á eftir annarri og tvö Nóaflóð.  Sögurnar eru ólíkar í mörgum stórum meginatriðum og erfitt að gera upp við sig hvað af þessum boðorðum skal halda. Inntak "Kristilegs" siðgæðis er annars það að það sem að þú gjörir öðrum, þáð gerir þú sjálfum þér líka. Svo sem þú sáir, svo muntu upp skera. Ef þú stelur, þá verður af þér stolið og þú munnt búa við ugg.  Ef þú gefur mun þér gefið. Ef þú dæmir, þá fellur þú undir sama dóm.  What goes around comes around.  Kristin kirkja á ekkert patent á þessu.  Kirkjan og hennar ritúal er bara þykistuleikur og lygavefur sem fjallar um völd og peninga fyrir fáa útvalda.  Vöndur hennar er óttinn. Óttinn við helvíti, hefndir og heimsenda. Við getum alveg án slíks verið. 

Það er kominn tími til að kirkjunnar menn fari að segja satt. T.d. að þeir hafa ekki hugmynd um hvað Guð er eða hvort hann er til. Hafa ekki hugmynd um hvort Biblían er sönn eður ei. afa ekki hugmynd um hvað þríeinn Guð þýðir eða syndaþvottur fyrir blóð krists, né ritúalið um mannátið, sem þeir leggja á fermingarbörnin. Og ekki síst, þá praktísera Guðsmennirnir sjaldnast það sem þeir prédíka.

Prestar ljúga. Það er eina sem vitað er með vissu hér. Og það er ljótt að ljúga að börnum. Ljótt að sitja fyrir börnum og hræða þau og fylla kollinn á þeim af afstæðum ranghugmyndum.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 16:07

28 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Trú er að taka því sem gefnu, sem engin leið er að vita.  Trú meinar gagnrýna hugsun. 

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 16:12

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta nr. 29 er dæmigert fyrir ranghugsun Jóns Steinars Ragnarssonar. Hann þarf ekki annað en fara í læri til heimspekinnar til að sjá, þetta er röng staðhæfing, en líklega handhægara fyrir hann að minnast bernsku sinnar eða barna sinna: Trú þeirra á hans orð eða móður sinnar er þekkingarháttur, miðlun upplýsinga: Jón Steinar (eða móðirin) er þar meðalgangarinn um að deila með þeim vitneskju sinni eða þekkingu. Sjálfur þykist Jón líka verða áskynja um margt með því að hlusta á útvarpsfréttir, en tekur þar fréttamanninn í trú, meðan hann hefur ekki betri sönnun. En þessi trú meinar heldur ekki gagnrýna hugsun, og hygg ég að margir hafi upplifað það líka. Svo er einnig með kristna trú hjá því fólki sem trúir.

Já, back to basics, Jón Steinar!

Jón Valur Jensson, 13.12.2007 kl. 17:01

30 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

 

Því miður er allt það fordómafyllsta og dómharðasta fólk sem ég þekki strangkristnir.

Það má heldur ekki gleyma því að kristni var þröngvað upp á okkur þó að Ljósvetningagoði hefði haft vit á að forða fjöldaslátrun á fólki sem boðberar hins "kristilega siðferðis" hefðu ábyggilega ekki hikað við að leggja á landsmenn til að "bjarga" þeim frá heiðni" þó að engin þörf hafi verið á því því siðferði var almennt ágætt hjá almenningi og síst verra en í þeim löndum sem kirkjan drottnaði yfir á þeim tíma. Þetta var að sjálfsögðu bara valdabrölt eins og allir eiga að vita sem og siðaskiptin. 1000 ár saga kristninnar á Fróni er saga kúgunar og arðráns og það er raunar ekki fyrr en seint og síðarmeir sem Kirkjan fer að sýna einhvern vott af því góða siðferði sem hún predikar...og enn vantar samt töluvert uppá, t.d í málum samkynhneigðra.

Af hverju í ósköpunum þessu rándýra bákni nægir ekki að prédika sínar skoðanir og gildi í kirkjum og safnaðarheimilum landsins ef mér óskiljanlegt...tilvistarkreppa á upplýstum tímum?

Georg P Sveinbjörnsson, 13.12.2007 kl. 17:28

31 identicon

En Jón þú ert sönnun fyrir því að trú hindrar gagnrýna hugsun, hún hindrar réttindi margra hópa í heiminum.. sem er náttúrulega vegna hafta á að gagnrýna ætlað orð guðs
Þú ert lifandi sönnun dúd

DoctorE (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:36

32 Smámynd: Benedikt Halldórsson

það er staðreynd að margt fólk vill trúa, hvort sem hinum eða þessum líkar það betur eða verr. Það er jafnfráleitt að reyna að aftrúa fólk með rökum eins og reyna að koma öllum til trúar.

Þar af leiðandi munu söfnuðir sem kallaðir eru kirkjur með tilheyrandi byggingum vera nauðsynlegar fyrir þessa þörf. Trúað fólk mun alltaf koma saman og syngja, þegja saman eða bara vera saman. Algegnt er að fólk faðmi hvort annað og styðji hvort annað.

Það er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að trú sé heimskulegt fyrirbæri, að biblían sé ruglingsleg bók og mannkyninu væri best borgið án trúar. En við erum bara svo ófullkominn og mörg okkar vilja trúa og fara í kirkju svona endrum og eins, jafnvel þótt aldrei hafi sannast að Guð sé til. Fólk vill samt sem áður trúa á eitthvað sem það kallar Guð eða bara til að eiga góða stund saman i kirkju og fara með bænir og eiga saman trúarlega rútínu. Jafnvel þótt Richard Dawkins hafi skrifað góðar bækur, og jafnvel þótt John Lennon og fleiri hafi haldið því fram að heimurinn væri betri án trúar.

Þjókirkjan eins og hún er nú, er sennilega skásta kirkjudeild sem fyrirfinnst. Þar er engin geggjuð sölumennsku í gangi eins og í bandaríkjunum sem höfðar til fordóma fólks og fáfræði, jafnvel til lægstu hvata. Þjóðkirkjan hefur staðið sig vel að mestu leiti í því að vera eins skynsöm og kostur er.

Þjóðkirkjan hlustar á fólk og tekur breytingum eins og Gunnar benti á. Munurinn á henni og einkareknum söfnuðum er að slíkir söfnuðir fara oft í bullandi samkeppni og reyna að selja "Guð" eins og hvert annað "allra meina bót"  enda eru verstu afglöp og misnotkun á fólki þar að finna.

Prestar þjóðkirkjunnar verða að fara í gegnum langt og strangt nám. Ef þjóðkirkjan hyrfi af markaðnum myndi trúarleg auglýsingamennska og skrum taka við með ömurlegum afleiðingum.

Ef trú fólks væri án samkeppni við hina íhaldsömu og svifaseinu þjóðkirkju væri allri samkeppni rutt úr vegi vegi og sirkussöfnuðir með heimskuleg neonskiltum myndu spretta upp eins og gorkúlur og höfða til lægstu hvata fólks. En margir sigópatar hafa einmitt  stofnað og rekið söfnuði til að misnota fólk og rýja það inn að skinni.

Kirkjan var ekki til fyrirmyndar á miðöldum. Ef þjóðkirkjan væri ennþá miðaldakirkja sem legði til að konum væri drekkt á Þingvöllum fyrr hórdóm myndi ég að sjálfsögðu ganga úr henni. 

Við eigum að óttast sirkuskirkjur og miðaldakirkjur sem hengja samkynheygða. Þjóðkirkjan er næstbesta vörnin gegn slíku.

Best væri að allir væru fullkomnir en þannig er það bara ekki.

Benedikt Halldórsson, 13.12.2007 kl. 21:36

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nafni minn JV: Þú ert snöggur að skera úr um hvað er rétt og rangt. Mikið öfunda ég þig af afdráttalausri vitneskju þinni.  Er ekki lagt fast að því að efast eigi í biblíunni?  Er einhver, sem getur sannað fyrir mér að Guð sé til, eða þá eftirlíf, helvíti?  Eru þetta ekki afstæðir og hugbundnir hlutir, sem lagt er á að menn taki sem staðreyndum?  Back to basics dittó nafni minn.

Það gerir ekkert að sannleika þótt rökunum sé drekkt í ritningatorfi, sem enginn skilur.  Það hlýtur að vera ferlegt að sitja með alla þessa heimatilbúnu heimsmynd í kollinum nafni og álíta svo aðra fífl að sjá ekki þann sannleik, sem þú þykist sjá.  Ég dæmi trú manna af verkum manna og látæði minn kæri og ekkert hefur enn sýnt mér að þú sért trúaður. Hef bara þín orð fyrir því.  Við erum því máske fjarskyldir í trúleysinu.

Varðandi fréttir og fréttamenn.  Ég tek flestu með klípu af salti, sem sett er fram í fréttum.  Fréttir lýsa sjaldnast nema annarri hlið mála og því væri fásinna að kalla þær sannleik.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 21:55

34 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er svo MYNDBAND fyrir þig JV. Þetta er úr the Guardian. Bara dæmi um hve eldfim túarbrögð eru í höndum misviturra og gráðugra preláta.

Jón Steinar Ragnarsson, 13.12.2007 kl. 22:45

35 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Þú hittir hér naglann á höfuðið Ómar. 

Svanur Sigurbjörnsson, 13.12.2007 kl. 22:58

36 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Mikið óskaplega finnst mörgum gott að benda á hvernig misvitrir menn hafa misnotað trúna á Krist og úthrópa alla kristna eftir því sem gráðugir menn gerðu á miðöldum samanber færslu nr: 27 og 32. Ef þið eruð svona vissir um að það sem þessir menn gerðu lýsi kristilegu siðgæði myndi ég ætla að þið telduð alla Þjóðverja vera nasista og alla Rússa kommúnista múhameðstrúar fólk hryðjuverka menn þar fram eftir götum, þvílík endemis vitleysa sem það nú er !!  Ég hefði haldið að Kristilegt siðgæði væri kærleikurinn sem Jesú boðaði.

 Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól

Gísli Kristjánsson, 14.12.2007 kl. 03:00

37 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki vissi ég að það væru margir sem hefðu "problem" við boðorðin tíu

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 03:59

38 identicon

Hinum ágæta flökkuheimspekingi Jesú Kristi Jósepssyni var margt til lista lagt, þótt margar kenningar hans hafi ekki staðist tímans tönn.  Það er samt ekki við hæfi að þeir sem helga líf sitt fylgispekt við hann, svo sem prestar, perdiki í skólum.  Þó er sjálfsagt að geta foringja kristinna manna í kennslubókum um sögu og menningu.

Roger (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 12:47

39 identicon

Hið kristna siðferði er:

"Að elska Drottinn Guð af öllum huga, allri sálu og öllum mætti  og náungann eins og sjálfan þig."

"Allt það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður það skalt þú og þeim gjöra."

Ef þessar reglur verða okkar hjartansmál þá hætta menn hórdómi, þjófnaði, að girnast o.s. frv. Þetta þarf að koma innanfrá en fyrst maðurinn hefur þessi viðmið ekki innbyggð þarf að kenna þau. Því er mikilvægasta framtíðarmál okkar að komandi kynslóð fái þau manngildi að annast okkur og næra þegar við erum komnir á elliheimilið sem ósjálfbjarga gamalmenni.

Það er kristilegt að undirbúa sig fyrir þann atburð að standa frammi fyrir Guði almáttugum með uppgjör fyrir lífið. Það er líka kristilegt að barn sem maður getur í heiminn fái að njóta okkar sem föður meðan við lifum og barnsmóðirin njóti þeirrar virðingar að hún fái umönnun, ást og kærleika barnsföðurins meðan okkar nýtur við.

Mörg lönd voru kristin á sínum tíma en misstu kristnu-trúnna og eru enn að merjast undir Sharíalögum Islams. Fyrst þetta gat gerst hjá Tyrkjum og Sýrlendingum þá getur það gerst á Íslandi með miskildu umburðarlyndi einu saman. Svo Guðni var að taka á alvörumáli. Bara orðræða greinarhöfunda á þessari síðu sanna það.

kær kveðja

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:09

40 Smámynd: Villi Asgeirsson

Snorri í Betel sagði: "Mörg lönd voru kristin á sínum tíma en misstu kristnu-trúnna og eru enn að merjast undir Sharíalögum Islams." Alveg er ég viss um að þeir sem standa að Sharíalögum Islams eru jafn vissir um að þeirra trú sé hinn eini sannleikur, og kristið fólk, eða trúleysingjar. Þetta sýnir betur en allt annað að enginn getur verið fullviss um að sinn sannleikur sé hinn eini rétti.

Annars er það merkilegt að trúarbrögð gera yfirleitt ráð fyrir að fólk sé spillt, illt, syndarar frá náttúrunnar hendi og þurfi þess vegna að "læra" að haga sér almennilega. Ég er viss um að þetta sé alrangt. Við erum góð að eðlisfari, þó við sjáum oft um okkur sjálf fyrst. Við erum mjög svipuð skyldum dýrum. Ef við gerum eitthvað slæmt er það yfirleitt vegna þess að við erum ekki heil á geði, aðstæður ýta okkur út í það (glæpir) eða þjóðfélagið segir okkur að gera það (stríð, ofsóknir, fasismi, kommúnismi). 

Mannlegt siðgæði er innbyggt. 

Villi Asgeirsson, 14.12.2007 kl. 14:22

41 Smámynd: Sigurður Hrellir

Viðar Helgi skilgreinir sig sem "frjálslyndan þjóðernissinna" og flokkurinn hans kennir sig við frjálslyndi. Mér gengur illa að koma auga á frjálslyndið hjá þeim sem mest tjá sig í þeirra röðum.

Talandi um öfgaumburðarlyndi hér sem mikill skortur er á umburðarlyndi lýsir því hvernig Viðar og aðrir forpokaðir þjóðernissinnar hugsa. Er ekki kominn tími til að skýra flokkinn upp á nýtt? Hvað með Kristilegir þjóðernissinnar? Væri það ekki réttnefni?

Sigurður Hrellir, 14.12.2007 kl. 14:35

42 identicon

Snorri, minn kæri og sanni vinur! Ef þú breytir skilgreiningunni á kristnu siðferði þannig að kærleikurinn komi í stað guðs getum við öll verið sammála og þá yrði áreiðanlega betra að búa í þessum heimi.

Kærleikur hugnast mér vel en ekki margir þeir eiginleikar sem eignaðir eru guði Biblíunnar. Páll taldi kærleikann meira virði en trúna og ég er sammála. Ég vil líka taka undir með Páli og vona að sem flestir losni undan "heimsku prédikunarinnar".

Reynir Harðarson (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 15:19

43 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Sem Frjálslyndur frábið ég mér skoðanir þeirra Viðars Helga og tilvitnaðra skoðana Kristins H Gunnarssonar sem viðhorf  flokksins.

Þetta teljast þeirra einkaviðhorf . 

Frjálslyndir hafa aðskilnað ríkis og kirkju á stefnuskrá sinn , líklega einir íslenskra flokka.

 "Frjálslyndi flokkurinn ítrekar að kjarni stjórnmálastefnu flokksins og grundvöllur er að hver einstaklingur viðurkenni rétt annarra til frjálsrar hugsunar, trúar, tjáningar og frelsis til að kjósa sér eigin lífsstíl.

- Frjálslyndi flokkurinn leggur áherslu á hagsmuni fjölskyldunnar sem grunneiningar þjóðfélagsins
."

Segir í stjórnmálayfirlýsingu flokksins. Það er fráleitt stefna Frjálslyndra að einhver trúarlegur meirihluti geti valtað yfir minnihlutahópa!

 

Kristján H Theódórsson, 14.12.2007 kl. 16:33

44 Smámynd: Sigurður Hrellir

Kristján, mæl þú manna heilastur! Það bendir ýmislegt til þess að sumir hafi ekki gefið sér tíma til að lesa stjórnmálayfirlýsingu flokksins. Er þetta óvinveitt yfirtaka eða bara nokkrir einstaklingar sem láta mjög mikið á sér bera?

Sigurður Hrellir, 14.12.2007 kl. 22:40

45 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hefur Kristinn H Gunnarsson lesið stefnuskrá nokkurs þeirra flokka sem hann hefur gengið til fylgis við?

Theódór Norðkvist, 15.12.2007 kl. 00:43

46 identicon

Ég er nú ekki endilega viss um að það sé við hæfi að kenna það mannlega siðgæði sem þekkst hefur öldum og árþúsundum saman við einhver ein trúarbrögð.  Trúarbrögðin eru allra góðra gjalda verð en ekkert þeirra kom til á undan manninum.  Kristnin er 2000 ára gömul en mannlegt siðgæði er margfalt eldra.  Ég held því að ekkert sé að óttast.

Hafandi sagt þetta þá er ég þeirrar skoðunar að trúarbragðafræðsla verði að vera grundvallarþáttur í fræðslu barna og ungs fólk.  Þá á ég ekki við Kristinfræði eða Íslömsk fræði eða þessháttar einsleita boðun, heldur fræðslu um allar trúarkenningar jafnt.  Þetta er sérstaklega mikilvægt nú á tímum vaxandi bókstafshyggju að þeirrar aðgreiningar- og togstreitubylgju sem gengur nú yfir a.m.k. Islam og Kristnidóm.

Guð blessi ykkur.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.12.2007 kl. 12:46

47 Smámynd: K Zeta

Skólarnir eiga að vera til að undirbúa börnin okkar fyrir lífið og siðgæði er vissulega hluti af þeim undirbúningi.  Siðgæði okkar samfélags mótast vissulega af kristnum gildum en ekki gleyma því að mörg gildi kristninnar komu frá Forngrikkum og sum efalaust frá Asíu.

K Zeta, 15.12.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband