SKYNSEMI HVÍLDARDAGSINS.

"Hvíldardagurinn er til vegna mannsins en ekki maðurinn vegna hvíldardagsins." Enginn orðaði betur en Kristur nauðsyn þess að gera hlé á brauðstiti og streitu og stunda uppbyggjandi íhugun. Vantrúaðir eða þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð en kristni ættu ekki að láta öfund yfir því að hér á landi skuli kerfi hvíldardaga vera til komnir séu vegna kristninna verða til þess að fara stofna til leiðinda.

Borðorðið um að halda hvíldardaginn heilagan er miklu skynsamlegra en svo að það eigi að stofna til togstreitu um þetta. Aldrei hafa hvíldardagar verið mikilvægari en nú, í taumlausu neyslukapphlaupi og streitu okkar tíma.

Ég er í fríkirkjusöfnuði en uni þjóðkirkjunni þess vel að vera í krafti yfirburða stærðar sinnar leiðandi í því hvaða dagar eru mestu hvíldardagarnir. Það er best fyrir alla, því að hvíldardagar ná ekki tilgangi sínum nema sem flestir haldi þá í einu.

Emílíana Torrini var eitt sinn spurð um í útvarpsviðtali það hvað henni fyndist best við jólin og hún svaraði: Það besta við jólin er það að þau eru nokkurn veginn eina helgin á árinu sem maður hefur frí frá "skyldudjamminu." Með "skyldudjamminu" átti hún við þá kvöð sem það er orðið fyrir stóran hlutan þjóðarinnar að fara út "að skemmta sér" með tilheyrandi drykkju um hverja helgi.

Séra Gunnar Björnsson var eitt sinn spurður hvað honum fyndist skemmtilegast að gera og hvað leiðinlegast. Hann svaraði í hálfkæringi sem þó vakti mann til umhugsunar: "Mér finnst skemmtilegast að eiga góða stund heima í faðmi fjölskyldunnar og lesa góða bók og hlusta á góða tónlist." "En hvað finnst þér leiðinlegast?" var spurt. Séra Gunnar svaraði: "Mér finnst leiðinlegast að fara út og "skemmta mér."

Þessa dagana er ég á spítala og sviptur frelsinu að því leyti. En eins og fleiri hafa upplifað fær slík vist mann til að íhuga upp á nýtt hvað það er sem hefur mest gildi í lífinu. Það er heilsan, hinir nánustu og það að kunna að forgangsraða því sem maður vill gera. Stundum þarf spítalavist, veikindi eða bara góða hvíldardaga til þess að átta sig betur á því.

Að gera sér dagamun er eitt hið mikilvægasta í tilveru mannsins. En þá þarf dagamunurinn að standa undir nafni.
Síðan má ævinlega ræða um það hvort færa megi hvíldardaga til, fækka þeim eða fjölga. En rólegustu dagarnir á árinu eru aðeins þrír, jóladagur, páskadagur og föstudagurinn langi.

Miðað við allt lífsgæðastressið held ég að þrír slíkir dagar af 365 séu ekki of mikið. Eða hefur allur hagvöxturinn og kaupmáttaraukningin orðið til þess að við höfum síður efni á þessu en áður? Það held ég varla.

Gleðilega páska!


mbl.is Vantrúaðir spila bingó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Ómar !

Þakka þér; þessa þörfu hugvekju. Fyllilega, í samræmi við hraðann og djöfulganginn, í samfélagi okkar.

Megir þú ná;  sem skjótustum bata, og beztu kveðjur, til þín og þinna /           Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 14:46

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Náðu heilsu sem fyrst. Ef þú sérð einkavæðingu á spítalanum hentu henni þá út!

Friðrik Þór Guðmundsson, 21.3.2008 kl. 14:48

3 identicon

Auðvitað þurfum við neyslu og vinnufíklarnir að fá góða frídaga endrum og sinnum, en það er óþarfi að íþyngja fólki með boðum og bönnum. Enda er svo lítið vit í sumu af þessu að lögreglan sér ekki tilgang í því að hafa afskipti af friðsælu fólki að spila bingó.

Gleðilega hátíð, hvort sem það er afritunarhátíð kristinna eða fagnaður vorjafndægurs.

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 14:52

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Formaður heils stjórnmálaflokks á spítala og ekkert um það að sjá í fréttum netmiðlum dagsins......ekki enn alla vega.

Náðu sem fyrst góðum bata....ekkert vit í að liggja á spítala....

Sverrir Einarsson, 21.3.2008 kl. 15:09

5 identicon

Mér finnst gott ad fá frí stundum. Ég vinn mikid. En ég vil taka mér frí á mínum egin forsendum. ég vil ekki vera skildud til thess ad taka mér frí (mega ekki fara í vinnu) eda bannad ad versla eda spila bingo (thó ég sé ekki addáandi bingós venjulega). thessi løggjøf leggst illa i mig. thad er trufrelsi a islandi og thad er timi til kominn ad vid førum ad idka thad. Ef ad emiliønu eda einhverjum ødrum finnst hun vera skildud til thess ad djamma allar helgar, tha thurfa sumir ad fara ad standa á sínu máli og læra ad segja nei. ...eins og vantru er ad gera med thessu athæfi

Maggan (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 15:50

6 identicon

Eru þessir dagar komnir vegna kristni, fæddist Jesú á jólum, dó hann á þessum tíma, "heiðnir" voru með þessa daga líka löngu áður og í mörgum tilvikum voru hátíðir krissa settar ofan í hátíðir "heiðingja" sem stragedía í að útríma þeim.
Held að flestir geti alveg haldið upp á eitthvað á þessum tíma en að ein trúarstofnunríkisins vasist í annarra manna mál er ekki gott.

Vona að það sé ekkert alvarlegt að hjá þér, ég segi seint guð hjálpi þér en segi þess í stað læknarnir hjálpi þér ;)

Gleðilega páska... er ekki skrítið að segja það... gleðilega jarðaför.. hmmm ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 16:01

7 Smámynd: Árni þór

Góð grein hjá þér Ómar

Árni þór, 21.3.2008 kl. 16:27

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í rauninni er það ekkert merkilegra að vera á spítala en þegar bíll fer á verkstæði. Í báðum tilfellum stendur yfir viðgerð sem miðar áfram í rétta átt.

Ef ásatrúarmenn hefðu komið með vikulegan hvíldardag á undan kristninin hefði það sjálsagt verið tekið upp, rétt eins og að jólin komin til sögunnar hér á norðurslóðum löngu á undan kristninni.

Ómar Ragnarsson, 21.3.2008 kl. 16:28

9 Smámynd: Kristján Hrannar Pálsson

En það er einmitt þetta sem er athugunarvert, að löggjafinn skyldi fólk til að taka sér frí. Í kjarna málsins snýst þetta ekki um trúarbrögð heldur um afskipti ríkisins(og ríkiskirkjunni, að sjálfsögðu) af frídögum vinnandi fólks, þar sem þessi dagur hefur fyrir langfæstum einhverja raunverulega þýðingu.

Kristján Hrannar Pálsson, 21.3.2008 kl. 16:44

10 Smámynd: Sævar Helgason

Það voru margir sem héldu Föstudaginn langa ,helgan í faðmi fjalla.  Á Bláfjallasvæðinu voru þúsundir  á skíðum í brekkunum og á dreif um alla heiði á gönguskíðum. Veður eins og best gerist, heiðskírt og sól á lofti. Sannalega heilbrigð og endurnærandi skemmtun. 

 Gleðilega páska og góðan bata, Ómar

Sævar Helgason, 21.3.2008 kl. 18:03

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Eitt sinn átti ég spænska vinkonu, sú var ramkaþólsk og Frankóisti í þokkabót. Hún bjó á Íslandi um nokkurra missera skeið. Þegar hún hafði upplifað jól á Íslandi, þá sagðist hún fyrst hafa saknað heimalandsins. Aðallega vegna þess að á Spáni var hún vön að fara á veitingastaði og gera sér glaðan dag um hátíðirnar. En hér var ekkert við að vera. Það þótti henni óskiljanlegt. Að á þessum hátíðis og gleðidögum væri allt lokað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.3.2008 kl. 21:15

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já...það var afslappandi í gag og huggulegt að spila Bingó við Austurvöll.  Hef eytt mörgum fínum árum í að hlusta á passíusarsálmana og heilagar kaþílskar messur á þessum degi...en best hingað til og hiklaust mest afslappað...bingó!

Vegni þér vel Ómar

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.3.2008 kl. 22:28

13 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Mér finnst bara allt í lagi að við séum skikkuð í frí annaðslagið, sum okkar hafa ekki vit á því að taka sér frí, þeas gleyma að hugsa um sjálft sig og sum okkar hafa bara ekki það tillitssama vinnuveitendur að það sé í boði að taka svona "hlaða batteríjin" frí.

Ég er himinlifandi yfir því að systir mín "neyðist" til að vera heima hjá mér í dag en ekki í vinnunni

Ylfa Lind Gylfadóttir, 21.3.2008 kl. 22:41

14 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Mér er svosem alveg sama hvenar fríjið er, en afhverju þarf fólk endilega að tengja þetta við páska, þeir sem ekki trúa geta bara litið á þetta sem kærkomið frí... fatta ekki afhverju þetta er vandamál

Ylfa Lind Gylfadóttir, 22.3.2008 kl. 10:38

15 Smámynd: Morten Lange

Gott að heyra að þú tekur þessu létt með sjúkrahúsvistinni, Ómar.

Margt til í þessum skrifum hjá þér, en þessi borgaralega óhlýðni snérist ekki um frídaga, né hvíldardaga sem slík.  Þetta er mín túlkun á þessum gjörningi og orðum Vantrúar,  með bakgrunni í laganna hljóðan. ( Sjá bloggið mitt ) 

Með þessum aðgerðum var að mér finnst  bent á fáránleikanum og ósamræminu í löggjöfinni um hvíldardaga.

Nú varð þessi athugasemd svo löng að ég setti þetta inn í heild á mínu bloggi :

 http://mortenl.blog.is/blog/mortenl/entry/481888

Morten Lange, 22.3.2008 kl. 14:31

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég ítreka að öll lög og reglugerðir þurfa sífelldrar endurskoðunar og endurmats við svo að það sé tryggt að hvíldardagar séu mannanna vegna en ekki öfugt.

Ómar Ragnarsson, 22.3.2008 kl. 15:37

17 identicon

Góðan bata og gleðilega páska.

Baráttukveðja

Rómverji (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 21:09

18 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þarna gerðist þú verkfæri Morgunblaðsins Ómar.  Í Sunnudagsblaðinu er vitnað í þennan pistil þinn með langri tilvitnun - en annars er ekki orð í blaðinu sjálfu um bingóið.

Þannig starfar Morgunblaðið og þarna notuðu þeir þig vel.

Ég ítreka og legg mikla áherslu á að Vantrú mótmælir ekki frí eða hvíldardögum.

Matthías Ásgeirsson, 24.3.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband