Þrándheimur - Reykjavík - Höfn - Osló.

Þrændalög eru álíka fjölmenn byggð og suðvesturhorn Íslands. Engin byggð heims er sambærilegri við Reykjavíkursvæðið. Þetta er sama breiddargráða, svipað loftslag, sama borgarstærð, svipuð menning og þjóðhagir. Í Þrándheimi er Ólafshöllin, 1200 manna alhliða tónlistar-og óperuhús sem kostaði samt aðeins hluta af því sem tónlistarhús í Reykjavík og óperuhús í Kópavogi munu kosta samanlagt.

Ég hef talað við íslenskan leikstjóra, Svein Einarsson, sem lýkur lofsorði á Ólafshöllina sem óperuhús. Þar var ég þegar Sigurrós flutti Hrafnagaldur sinn og hljómburður og stemning var eins og best verður á kosið. Ólafshöllin afsannar að tónlistarhús og óperuhús geti ekki farið saman.

Ólafshöllin er ekki minnismerki um arkitekta. Hún fellur svo vel inn í miðborg Þrándheims að erfitt er að finna hana. Hún er sambyggð við hótel, ráðstefnuhús og verslunarmiðstöð. Minni salurinn tekur rúmlega 200 manns, alveg hæfilega stór svo að hann er eftirsóttur allt árið sem og stóri salurinn. Sá litli er hannaður þannig að að það virðist alltaf húsfyllir og topp stemning, jafnvel þótt aðeins 100 manns séu þar. Það hef ég sannreynt.

Minni salurinn í tónlistarhúsinu í Reykjavík á að taka 500 manns. Ef aðeins 1 - 200 manns koma þangað virkar hann tómur. Hann mun keppa við þrjá álíka stóra sali í Reykjavík.

Ef fá á útlendinga til að koma fram í tónlistarhöllinni í Reykjavík veita topp hallir í nágrannalöndunum ,sem eru mun nær hinum fjölmenna Evrópumarkaði, henni samkeppni. Fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst í slíkri samkeppni og rekstri hallarinnar.

Notkun Laugardalshallarinnar fyrir tónleika hefur sýnt þörf fyrir stóru rými fyrir tónleika. Munurinn er hins vegar sá að auðveldara er að reka Laugardalshöllina vegna þess að þar eru íþróttaviðburðir og íþróttaiðkun alla aðra daga en tónleikar eru þar.

Í Reykjavík hefði átt að vera fyrir löngu að reisa höll á borð við Ólafshölina í Þrándheimi fyrir skikkanlegan pening. Það verður spennandi að sjá hvernig til tekst um rekstur mun stærri hallar í Reykjavík, sem ekki er nothæf sem óperuhús.


mbl.is Óperuhúsið vígt í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er alger misskilningur að ég sætti mig við Laugardalshöllina sem tónleikasal. Hún hefur verið notuð út úr neyð, hönnuð sem íþróttahöll og ekkert annað. Ég sé ekki hvernig þú getur lesið út úr orðum mínum neitt jákvætt um þessa höll. Ég sagði aðeins og notkun hennar hefði sýnt þörf á stóru rými fyrir tónleika.

Orð mín um Ólafshöllina byggi ég ekki nema að litlum hluta á eigin reynslu. Ég hef orð flytjenda þar og ekki síst hins þrautreynda leikstjóra, leikhúsmanns og fyrrum Þjóðleikhússtjóra Sveins Einarssonar fyrir gæðum hallarinnar gagnvart flutningi hljómsveita og óperuflutningi þar.

Ómar Ragnarsson, 13.4.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband