Ekkert frelsi er takmarkalaust.

Í grunnritum helstu baráttumanna heims fyrir frelsi er viðurkennt að frelsi manna séu þau takmörk sett að það gangi ekki á frelsi annarra. Mér finnst einkennilegt ef menn vilja að aðrar reglur gildi í bloggi en í annarri fjölmiðlun og viðurkenna ekki að viðbjóðslega soraleg og meiðandi ummæli undir heigulslegri nafnleynd, sem ekki eru eftir hafandi, þjóna engum tilgangi í blogginu og draga bloggheima niður í svað, að því er virðist bara til að þjóna löngun sumra til að fá að láta eins fílar í glervörubúð.

Ef við ætlum að gera bloggið að ruslakistu fyrir hvað sem er drögum við það niður fyrir aðra fjölmiðlun og eyðileggjum það góða orðspor sem bloggheimar þurfa á að halda á fyrstu árum göngu sinnar. 

Þegar maður sér menn líkja eðlilegum viðbrögðum ábyrgðarmanna mbl.blog við vinnubrögð Prövdu í Sovétríkjunum er það gróf móðgun við þá milljónatugi fólks sem alræðisstjórnin þar kúgaði.


mbl.is Óánægja með lokun umdeilds bloggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uhh Skúla blogg var undir nafni Ómar minn, mér hefur sýnst að flestir sem hafa valdið veseni í bloggheimum hafi skrifað undir nafni, Össur líka skaut undir nafni.
Nafnleysið á enga tengingu í þessi mál, zero.

Talandi um nafnleysi þá eru flestir á netinu undir alias, það er eiginlega bara á íslandi og kannski færeyjum og náttlega kína sem þetta er eitthvað issue, kannski vegna þess að flestir bloggarar á klakanum eru nýkomnir úr sveitasímanum yfir á neitð.

DoctorE (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:34

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég las blogg Skúla ekki nógu oft til að muna hvort hann var að setja út á einstaklinga. Hann var þó duglegur við að gagnrýna Islam. Yfirleitt var ég ósammála honum, en hann leyfði athugasemdir. Það er meira en margir geta sagt.

Blog.is er í eigu Morgunblaðsins og það getur sett reglur um hvað megi blogga og hvað ekki, ef þeir vilja. En er það þá ekki ritskoðun? Má þá ekki banna ofur trúaða bloggara sem kenna Darwin um helförina eða ofurtrúleysingjum sem kenna trúarbrögðum um allt sem miður fer? Hvað með menn eins og Ómar Ragnarsson sem skrifar beittar greinar gegn stóriðjunni, einhverju sem er Sjálfstæðisflokknum (og þar með Mogganum?) afar kær?

Eins og ég segi er það mál Moggans sjálfs hvernig og hvort hann vilji ritstýra Blog.is. Það sem fer í mig er að Skúla var ekki gefinn tími til að taka til á blogginu sínu eða afrita færslurnar. Eða svo skilst mér.

Villi Asgeirsson, 22.4.2008 kl. 12:44

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Á Íslandi ríkir skoðana og ritfrelsi. En lög takmarka eðlilega hvað hægt er að ganga langt í órökstuddum persónulegum ásökunum. Ef ágreiningur kemur upp hvort brotin hafi verið lög, þá er það dómstólana að skera úr um það.

Mbl.is tekur skýrt fram að þeir fyrri sig ábyrgð á skrifum á mbl.is, ábyrgðin sé alfarið bloggarans. Réttilega, en samt rjúfa þeir eigin yfirlýsingu og taka sér vald dómstóla og dæma bloggarann sekan. Í skjóli lögfræðiálits, sem verður aldrei annað en álit uns dómstólar hafa úrskurðað um einmitt það.

Annað hvort er skoðana- og tjáningarfrelsi eða ekki. Það er enginn millivegur.  Það er ekkert til sem heitir 3/4 eða 1/2 skoðanafrelsi. Í nokkrum löndum Evrópu hefur verið gripið til þess að banna ýmis stjórnmálasamtök sem þykja ekki falla inn í stjórnmálaflóru viðkomandi landa. Þar ríkir ekki skoðanafrelsi. Samt kenna þessi sömu lönd sig við lýðræði. 

Hvað þarf að banna margar skoðanir til að það teljist skerðing á skoðanafrelsi? Eina? Tvær? eða fleiri? Kannski allar nema eina? Í einflokka Sovét ríkti t.d. svo mikið lýðræði að Stalín náði að fá 103% greiddra atkvæða í kosningu. Fullkomnara verður það vart.

Ég játa það fúslega að það eru til skoðanir sem ég vildi út í hafsauga, en þar sem ég er einlægur lýðræðissinni þá gengst ég undir það að allir hafi rétt á sinni skoðun hversu ógeðfelld hún kann að vera. Á bloggi Skúla var margt sem ég var ósammála, það er minn réttur. Það er hinsvegar réttur Skúla að hafa skoðun sem samrýmist ekki minni.

Mér dettur í hug af þessari umræðu saga sem sögð var um Ford bílasmið. Eins og kunnugt er voru allir Ford T mótel, sem framleiddir voru óbreyttir frá 1908 til 1927,  svartir.  Ford var einhverju sinni spurður hvort ekki væri hægt að fá annan lit.

"Jú, jú", svaraði Ford "þú getur fengið hvaða lit sem er, svo framalega að hann sé svartur".

Þetta minnir á að menn megi hafa hvaða skoðun sem er svo fremi að hún sé rétt.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.4.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ómar.

Frelsi eins má eki verða helsi annars, svo var nú sagt í Flokknum mínum blessuðum.  Nú vilja menn svosem ekkert mikið kannast við það eða svo virðist vera ef marka má dekur við auramennina.

Frelsi mitt til að hugsa er ekki í höndum neins en einhverjir kunna að vilja setja því skorður, hvernig ég matreiði þær.

Oftast eru hagsmunir það sem virkjar skoðanakúgun.  Skoðanakúgun er einatt vafið í dulargerrfi svosem ,,óviðurkvæmilegt" árásir, ósannindi (hvar sá sem á hagsmunana að gæta defínerar hvað er satt), móðgun við erlenda aðila, og listinn er langur.

Ætíð eru það hagsmunir sem stjórna því, hvað má segja og hvað ekki.

Stundum eru það ímyndaðir hagsmunir en hagsmunir samt, svo afleiddir hagsmunir, svo sem hjá Kirkjunni o gKóperníkus forðum, að þá hélt Kirkjan að allt færi til Andsk..... í þeirra krafti, héldu menn það virkilega, að Jörðin væri ekki miðdepill sköpunarinnar.

 Villi segir hér að ofan, að ofsatrúarmenn kenni Darwin um Helförina, hvaða Helför, gætu sumir spurt og bætt við, af hverju rannsóknir á snefilefnum, sem ættu að vera í stórum stíl umhverfis Útrýmingarbúðirnar voru stoppaðar og skipt um jarðveg að hluta?

Af heverju eru rannsóknir á beinum lnaghöfða sem bjuggu sannanlega fyrir um 4000 árum á því landsvæði sem nú er suður af Miklagljúfri?  Gæti það haft eitthvað að gera um hagsmuni ,,frumbyggjana" um rekstur spilavíta?

Hagsmunir eru um allt og svo eru það auðvitað Falong gong.Af hverju eru menn hræddir við þá?

Innflutnignur frá Kína?

svona gætum við auðvitað lengi lengi talið.

er einn þeirra sem lít á að hugur eigi að vera frjáls, svo mælti Drottinn fyrir um.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 22.4.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er ekkert skoðana og ritfrelsi á Íslandi - má ég til dæmis benda þér á peyjann sem var um daginn dæmdur í fangelsi vegna þess að hann sagði að það væri munur á negrunum í Afríku og Íslendingum.

Hverslags málfrelsi er það?

EN: og takið nú eftir: þið eruð ekkert að tjá ykkur á neinu prívat-svæði hérna.  Mogginn á þetta.

Gefum okkur nú að Ísland væri slíkt hægri-öfga ríki að maður gæti bara sagt hvað sem manni dytti í hug án þess að vera dæmdur fyrir, þá yrði maður samt að passa sig á netsvæði í eigu einkaaðila.

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2008 kl. 14:46

6 Smámynd: halkatla

í fyrsta sinn sem ég er formlega sammála Miðbæjaríhaldinu! þið sem haldið að blogg Skúla hafi verið slæmt eða einhver "ruslakista" vitið ekkert hvað þið eruð að tala um. Ég er ekki að meina þessi orð illa heldur er þetta bara staðreynd.

Ásgrímur, mogginn sýndi hverja hann er hræddur við þegar hann lokar einu bloggi á upplognum og kolröngum forsendum en leyfir miklu verri hlutum að viðgangast... hann má eiga þetta svæði sitt og henda mér út hvenær sem er, það er samt sorglegt að það sé að gerast á Íslandi árið 2008  

halkatla, 22.4.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Gaaaad!

Mogginn hefur fullan rétt á að moka hjá sér flórinn og ráða hvað birtist undir hans merkjum. Eins og bent hefur verið á, þá er fullt til af plássi sem eru opnari fyrir alls konar skrifum, málefnin og hugi, til dæmis. Dæmigert fyrir moggabloggara að finnast að ef þeir geti ekki skrifað á moggabloggi þá hafi verið þaggað niður í þeim og þeir hreinlega séu ekki til.

Og blogg Skúla ekki slæmt? Hvað er með klausur eins og þessa:

"Hvernig ætlar þetta fólk að aðlagast Vestrænum samfélögum, væri þeim ekki nær að snauta til baka í rottuholurnar sínar í Pakistan og lifa sínu ömurlega lífi í sínu hugarfarslega fangelsi þar, í stað þess að berrassa sig fyrir framan normal fólk á Vesturlöndum og verða sjálfum sér til eilífrar skammar."

Get a life, fólk!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.4.2008 kl. 18:14

8 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hildigunnur, Mogginn má gera það sem hann vill. Ég minntist reyndar á það í athugasemd einhvers staðar að ofan. Hitt er annað mál að ef Mogginn vill fara lengra en lög gera ráð fyrir og ritskoða blogg, meiga þeir segja það strax í upphafi. Þeir verða þá líka að segja nákvæmlega hvað má og hvað ekki. Þegar maður skrifar færslu er það reyndar tekið fram að Mogginn beri enga ábyrgð á orðum ritara. Af hverju er Mogginn þá að hlaupa til og loka síðu áður en vitað er hvort hún sé ólögleg?

Um það hvort blogg Skúla hafi verið slæmt. Nei, það var ekki slæmt. Það var heldur ekkert sérstakt. Hann var á villigötum, finnst mér. Ég var yfirleitt ósammála honum. En það þýðir ekki að hann eigi ekki tilverurétt. Klausan sem þú vísar í er auðvitað honum sjálfum ekki til framdráttar. Þetta er setning sem hver sem er hefði getað rekið ofan í hann. Af hverju var þetta viðkvæma fólk sem kvartaði að fara inn á síðu sérvitrings sem varla fékk marga gesti og átti alveg örugglega enga aðdáendur? Ef það þurfti endilega að vera að flækjast þarna, af hverju skrifaði það ekki bara að hann ætti að éta orð sín með hrísgrjónum, því þau væru of súr ein og sér? Af hverju sagði þetta fólk ekki Get a life, Skúli. Það er allt sem þessi orð eiga skilið. Merkilegri eru þau ekki. Þau eru sannarlega ekki nógu merkileg til að reynt verði á tjáningarfrelsi á Íslandi þeirra vegna.

Villi Asgeirsson, 22.4.2008 kl. 20:05

9 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Og ég sem hef aldrei lesið neitt af þessum merka texta - sem mér samt skylst að hafi aðallega verið þýðingar á textum úr Kóraninum.

 Hmm...

Ásgrímur Hartmannsson, 22.4.2008 kl. 23:47

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hildigunnur, þú köttar þarna út texta frá Skúla. Vissulega er hann harðorður en í hvaða samhengi er hann settur fram?

Er Skúli að tala um fólk sem flust hefur t.d. til Skandinavíu eða Bretlands frá Pakistan og tekið með sér pakistönsk Talibanalög og ætlar sér að lifa eftir þeim en ekki lögunum sem í gildi eru í viðkomandi landi? Er Skúli að tala um feður sem níðast á mannréttindum dætra sinna? Myrða þær jafnvel ef þær tefla heiðri fjölskyldunnar í tvísýnu, t.d. með því að eiga vingott við pilt af öðrum trúflokki? Er Skúli að tala um trúarleiðtoga múslima, sem hreiðrað hafa um sig í þessum löndum og sem tala mærðarlega um hryðjuverk trúbræðra sinna víða um heim? Trúarleiðtoga sem segir berum orðum að markmið múslima í viðkomandi landi sé að grafa undan lýðræðislegum hefðum og að koma á múslimsku ríki. Það er allt í lagi að vera harðorður gagnvart svona ólögum.

Skúli Skúlason rökstuddi mál sitt ágætlega og vitnaði gjarnan í heimildir. Hann er ágætlega fróður um Kóraninn og hann spyr gagnrýnna spurninga varðandi Múhameðstrú. Hann var aldrei með persónuníð, en hann gagnrýndi öfgamúslima harðlega fyrir ógeðsleg morð þeirra á saklausum borgurum með hryðjuverkum sínum. Og hann gagnrýndi einnig "hófsama" múslima fyrir að ganga ekki fremstir í flokki og fordæma slíka gjörninga. Í stað þess hafa þeir þagað þunnu hljóði. Hvers vegna? Eru þeir e.t.v. eins og allir hinir? Hræddir við grimmilega refsingu ef ekki er gert nákvæmlega eins og öfgasinnarnir heimta?

Við megum aldrei verða svo kurteis, að við gleymum að vera vakandi fyrir mannréttindum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2008 kl. 03:19

11 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gunnar TH, Amen.

Villi Asgeirsson, 23.4.2008 kl. 07:41

12 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Mér finnst í fínu lagi hjá mbl.is að loka bloggi ef koma margar kvartanir um skrif og viðkomandi tekur ekki færslur út sem kvartað var yfir.  Mbl hefur sagt að þeir ritskoði ekki blogg en í þessu tilfelli skoðuðu þeir blogg ´Skúla þar sem margar kvartanir hafa komið um hans skrif.  Það litla sem ég las blogg Skúla fannst mér slæmt og svona síður eiga ekki að vera á mbl bloggi.   Ég er líka á móti því að hagt skuli vera að blogga undir nafnleynd á mbl bloggi og vona að mbl.is muni herða þær reglur og allir verða að koma undir nafni annars verði nafnlausum síðum lokað.

Þórður Ingi Bjarnason, 23.4.2008 kl. 08:18

13 identicon

þórður er í Dear Leader fíling, hann vil skemmileggja internetið með hardcore einræðisreglum.
Internetið í þeirri mynd sem það hefur verið frá upphafi er eitt mikilvægasta freslisspor mannkyns og þórður vil breyta því og hlekkja niður.
Kannski hann ætti að flytja til Norður Kóreu eða Kína

DoctorE (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:43

14 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Ég vill að málfrelsið sé til staðar á bloggi en þeir sem skrifa blogg þurfa að passa hvað þeir seigja og ekki má seigja neitt meiðandi eða það sem brýtur almenn lög skrif.  Blaðamenn þurfa að fara eftir siðareglum blaðamanna og sömu reglur ættu að gilda fyrir bloggið þar sem blogg er fréttamiðil þar sem málfrelsi er en ekki má misnota málfrelsið. 

Þórður Ingi Bjarnason, 23.4.2008 kl. 09:04

15 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tilheyrir Þórður nokkuð neo-con flokknum? Við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið, Þórður. Við höfum ekki efni á að gefa það frá okkur. Líki einhverjum eitthvað blogg ekki, en honum velkomið að sniðganga það. Skúli stundaði ekki meinyrði. Hann þýddi upp úr kóraninum og lét bókstafstrúarmenn heyra það.

Sumir skrifa undir nafnleynd, Skúli ekki þó, en allir hafa þurft að gefa kennitölu til að blogga hér. Það er því einfalt mál að finna út hver er að skrifa hvað. Þér að segja skiptir það engu máli hvort einhver skrifar blogg sem Björn Sigurðsson eða Andrés Önd. Ef ég þekki Björn ekki persónulega eða hann er þekktur, er ég jafn nær um hver hann er. Þar fyrir utan getur nafnið Björn Sigurðsson verið alias, þ.e.a.s. Jón Gunnarsson skrifar sem Björn.

Ef Blog.is vill vera vettvangur skoðanaskipta og ritfrelsis, verða þeir að sýna það í verki. Vilji þeir aðeins fallegar færslur um blóm, geta þeir bara sagt okkur það. Kannski þeir breyti þá nafninu í blomablog.is? Nóg er af sérsíðum það sem fólk skrifar um viðkomandi málefni. Fram að þessu hefur Blog.is verið opið og frjálst og ég vona að það haldist þannig, því þetta er annars alveg stórskemmtilegur vettvangur. 

Villi Asgeirsson, 23.4.2008 kl. 09:27

16 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Villi ég er sammála þér að við verðum að standa vörð um tjáningarfrelsið en menn þurfa samt að passa sig hvað þeir skrifa.  Mér fannst skrif Skúla ekki góð og því las ég ekki bloggið hans.

Þórður Ingi Bjarnason, 23.4.2008 kl. 09:48

17 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Sæll Ómar.

Þakka þér skynsamleg orð. Þau hafa mikið vægi því þau koma frá manni sem er þrautþjálfaður í að eiga við hinn opinbera vattvang og hefur verið einn af þeim sem oft hefur þurft og kosið að fjalla um umdeild málefni. Það hefur þú gert skammlaust og án þess að grípa til særandi öfga.

Svanur Gísli Þorkelsson, 23.4.2008 kl. 11:00

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér er annt um heiður og orðstír bloggsins ekki síður en annarrar fjölmiðlunar.

Mér finnst ekki gott þegar fólk víkur sér að mér og spyr hvað ég sé að þvælast innan um þennan sora. Ég ver bloggið með því að benda þessu fólki á að það sé að dæma heild fyrir sárafáar undantekningar. Ég vil geta haldið áfram að verja bloggheima með góðri samvisku.

Pistill minn var almenns eðlis um blogg sem getur varðað við lög. Ég viðurkenni að nýlegur dómur um bloggið varðaði ummæli sem voru nálægt mörkunum.

En ég bendi fordæmi úr bókaútgáfu þar sem höfundur ævisögu og útgefandi hans fengu dóm vegna þess að þeir fóru yfir strikið.

Á þeirri jólabókavertíð var ég sjálfur að gefa út bók og heyrði því hljóðið í bókaútgefendum um þennan dóma, meðal annars þau ummæli að nú væri gott að fá að vita hvar línan lægi um gráa svæðið.

Eftir þetta myndi hliðstætt síður gerast aftur.

Útgefendur blaða og tímarita og ábyrgðarmenn ljósvakamiðla þurfa að vita sem best hvar línan leggur og hvað landslög og dómstólar segja.

Lögin og túlkun þeirra kunna að vera umdeilanleg en þá er bara að breyta lögunum.

Ómar Ragnarsson, 23.4.2008 kl. 13:08

19 identicon

Ágætu bloggvinir og aðrir gestir,

Ég mun nú setja upp margar spegilsíður af hrydjuverk.blog.is.  Sú fyrsta  er langt komin í uppsetningu og heitir  http://hermdarverk.blogcentral.is

Verið velkomin öll.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:24

20 identicon

Ég myndi segja að réttur til lífs væri takmarkalaus það er öltimeit frelsið er það ekki?

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:07

21 identicon

Rasisminn í Kóraninum, sem er hluti af stjórnarskrá Írans og Saudi Arabíu í dag og grundvöllur Sharia laga. Sem gæti varðað við Almenn Íslensk Hegningarlög  233. Gr. A.

 

Vel þekkt er fyrirbæri  úr Kóraninum er uppnefning  Múslima á  Gyðingum og Kristnu fólki að kalla þá hópa  ,, apa og svín".  Þetta kenna  þeir í skólum Saudi Arabíu, jafnvel  einnig á Vesturlöndum börnum frá 5 ára aldri. Aðrir hópar Ekki-Múslíma fá svipup ummæli frá Allah/Múhameð.

   

Þetta er byggt á eftirfarandi málsgreinum:

  

Kóran: 5. kafli. ,,Matborðið",  málsgreinar nr. 59 og 60.

  

005.059:  Hlustið á, fólk  Bókarinnar, (Kristnir menn og Gyðingar), er ykkur illa við okkur vegna þess eins að við erum fylgjendur Allah og kenningum hans eða af því að þið eruð allir lögbrjótar (trúa ekki á Allah)?.

  

005.060: Vér boðum: ,, Er nokkuð verra heldur en hegning Allah? "  Þeir sem Allah hefur blótað  af reiði sinni og umskapað  í APA OG SVÍN, þeir sem tilbiðja hið  illa.   Það er illa komið fyrir þeim, því þeir fara villur vegar. 

    

Það gæti vafist fyrir ýmsum hverjir væru aparnir eða svínin,  en þetta skýrðist í breskum blaðaskrifum  í febrúar 2007, þegar  einum enskukennara var sagt upp hjá Íslamska Skólanum í London og rekinn er af Saudi Aröbum.  Kennarinn  hafði tekið með sér talsvert af námsefninu, sem allt var á arabísku og það var þýtt fyrir opinberar  eftirlitsstofnanir breskar, sem hafa eftirlit með kennslu í skólum landsins.

   

Þar kom fram að APARNIR  ERU GYÐINGARNIR  OG SVÍNIN ERU KRISTIÐ FÓLK Í HEIMINUM.

   

Þessi speki er kennd arabískum börnum frá 5 ára aldri. Varla ætti að vefjast neitt fyrir fólki, hvers konar mannfyrirlitning og mannhatur felst í svona fræðslu í barnaskólum Arabalandanna.

   

Það er von að hin Íslamska Klerkastétt vilji koma á ritskoðunum og takmörkunum á tjáningarfrelsi á Vesturlöndum, til þess að svona kynþáttahatur og rasismi sé ekki hafður í hámælum hjá  ,,hinum."      Það er engin furða að margir Múslímar séu ákaflega viðkvæmir fyrir umtali um sendiboða sinn,  eitthvað þarf heldur betur að fela fyrir dagsljósinu.  Eða eins og einn fyrrverandi flokksmaður Íslamsflokksins sagði, þegar maður uppgötvar eina lygina eftir aðra þá hrynur öll spilaborgin.

    Já, góðir lesarar  nú mega Íslamistarnir heldur betur fara að vara sig á Félagsmálaráðherranum,sem  þegar hefur reitt  sverð réttlætisins á loft og segir mönnum til með hvað þeir mega segja og skrifa. Hún er nú með frumvarp í smíðum í nafni hinnar heilögu kýr ,,Fjölmenningarstefnunnar.“ Vei! þeim efast um ágæti hennar.  Sjá frétt í ,,24 Stundum“ þann 23. Apríl 2008 á bls. 6..  

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 10:26

22 identicon

Hildigunnar og klipt og límt,  hér er samhengið sem hún tók úr sambandi:

"Er það ekki með ólíkindum að foreldrar og fjölskylda  frá Pakistan myrði dóttur sína vegna þess að hún vill ekki klæðast eins og  gangandi tjald með gægjugati og vill aðlagast að vestrænum lífsstíl. Þar með gerist hún fráhvarfsmaður trúarinnar og því réttdræp samkv. Kóraninum. Að áliti fjölskyldunnar (sem er Íslamskur afdalahugsunarháttur eins og best gerist) er ekki hægt að valda fjölskyldunni meiri skömm og hneisu, sem hún gat ekki risið undir og haldið reisn nema með því að kyrkja þessa 16 ára stúlku.  Hvernig ætlar þetta fólk að aðlagast Vestrænum samfélögum, væri þeim ekki nær að snauta til baka í rottuholurnar sínar í Pakistan og lifa sínu ömurlega lífi í sínu hugarfarslega fangelsi þar, í stað þess að berrassa sig fyrir framan normal fólk á Vesturlöndum  og verða sjálfum sér til eilífrar skammar.  Er ekki kominn tími til þess fyrir Vestrænar þjóðir að afla verulegra upplýsinga um fortíð og sakaskrár innflytjendafjölskyldna, sem koma frá Múslímaparadísunum  og fleiri ríkjum?"

Hildigunnar, það er ljótt að svindla eins og þú gerðir!

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband