Fyrirsjáanlegt.

Sérfræðingum, sem taka mátti mark á, bar saman um það undanfarin misseri að gengi krónunnar væri allt of hátt og það væri ekki spurningum hvort, heldur hvenær hún félli niður í eðlilegt gengi. Menn vonuðu að þetta gerðist hægt og bítandi en vissu auðvitað ekkert um það fyrirfam.

Sérfræðingar vöruðu líka við því kverkataki sem kaupendur krónubréfa, eigendur vogunarsjóða hefðu á íslenskum efnahag en eina leiðin til að koma þessum aðilum í skilning um að þeir gætu ekki ráðskast með íslenska hagkerfið og krónuna að vild var að stórauka gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans og gera fleiri hliðstæðar ráðstafanir.

Þetta hefði verið auðvelt að gera meðan erlent lánsfé var á útsölu en verður margfalt erfiðara hér eftir.

Þessar staðreyndir eru frekar dapurlegar í ljósi þess að loksins nú, öld eftir að fyrsti ráðherrann settist í Reykjavík, er forsætisráðherrann hagfræðingur að mennt.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Íslendsk stjórnmál eru dapurleg.  Þetta eru leið tíðindi fyrir okkur sem þurfum að hafa pengingaviðskipti við Ísland, að sjá hvernig við fáum minna og minna fyrr krónurnar okkar. Lánin hækka og fyrirsjáanlegt er að við yngri kynslóðin munum aldrei ná annað en að krafsa lítið eitt í höfuðstólinn og greiða kostnað, vexti og heimatilbúna þjónustu bankanna. Þetta er svo vonlaust!

Baldur Gautur Baldursson, 28.4.2008 kl. 10:53

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Baldur þetta er óþarfa þunglindisraus. á haustmánuðum árið 1983 var yfir 100% verðbólga. Við komumst upp úr henni. Þetta er bara helvítis svartsýnisraus um að við höfum það svo slæmt. en ef við berum okkur saman við öll önnur lönd þá er nánast enginn sem hefur það jafn gott og við. ekki sleppti fólk að kaupa upp þessa 20.000 farmiða á sólarströnd því að það er svo mikil kreppa. meðan við eigum 2 bíla og förum til útlanda á hverju ári í frí þá er enginn kreppa hérna nema ímynduð kreppa.

Fannar frá Rifi, 28.4.2008 kl. 11:00

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Það sem Baldur kemur inn á er stórt vandamál, bæði á Íslandi og erlendis. Fólk hefur ekki efni á að kaupa sér eða leigja húsnæði. Auðvitað er auðvelt að segja að þessu verði að breyta, en hvernig? Viljum við eitthvert sósilískt kerfi sem setur þak á húsnæðisverð? Viljum við hefta frelsi markaðanna sem hafa kannski of mikil áhrif á gengi gjaldmiðla? Ég bý í Hollandi og hér er varla hægt að fá blokkaríbúð undir 20 milljónum (kannski 25, síðan krónan hrundi). Hér eru uppi hugmyndir um að foreldrar taki út lán á sínum eignum til að hjálpa krökkunum að komast að heiman. Þó búum við ekki við verðtryggingu og vaxtaprósenturnar sem íslendingar mega kyngja.

Ég var á Íslandi fyrir páska og sá hagfræðinginn segjast ekki ætla að gera neitt eftir að krónan hrundi um 20% á innan við viku. Það var ekki fallegt að horfa upp á það. Gengishrun og helmingi hærri verðbólga en í nágrannalöndunum. Ég segi bara gangi ykkur öllum vel að komast í gegn um árið.

Villi Asgeirsson, 28.4.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Púkinn

Íslenska þjóðin hefur lifað um efni fram undanfarin misseri.   Krónan hefur verið allt, allt of sterk.  Efnahagsstjórnin er byggð á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein.

.... og svo eru einhverjir hissa þegar allt hrynur.

Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Er ekki forsætisráðherrann bara orðinn svo heilaþveginn af frjálshyggjudellunni í Hólmstein og því liði, að hann stendur í þeirri trú að það megi ekki gera neitt til að hjálpa markaðnum, hann eigi auðvitað að redda þessu sjálfur.

Hin ósýnilega hönd markaðarins og það allt bull. Mér sýnist hin dauða hönd markaðarins ekki ætla að stuðla að neinu nema fleiri gjaldþrotum.

Sama og frjálshyggjurugludallarnir sögðu í kreppunni miklu 1930, ríkið mátti ekki gera neitt og sveiflan varð enn dýpri en hún þurfti að verða.

Það er löngu orðið tímabært að við hættum að hlusta á smjörgreidda jakkafataliðið úr Sjálfstæðisflokknum, sem veit ekkert í sinn haus og hefur aldrei migið í saltan sjó.

Fannar Rifsber, þú minnist á utalandsferðirnar og bílana. Þeir eru einmitt ein orsökin að vandanum, þjóðin verður að hætta eyðslufylleríinu, sem smjörgreidda liðið hefur kynt undir. 

Theódór Norðkvist, 28.4.2008 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband