Bíll valt.

Bíll valt á Fjarðarheiði. Ekki virðist nokkur leið að kveða niður drauginn "bílvelta varð" sem birtist tvisvar í upphafi fréttarinnar um bílinn sem valt. Notuð eru átta atkvæði til að greina frá atviki sem á einfaldari og beinskeyttari hátt má orða í helmingi færri atkvæðum.

Eitt sinn sagði þingmaður Vestfjarða: "Það hefur orðið neikvæð fólksfjöldaþróun á Vestfjörðum"og notaði sjö orð með sextán atkvæðum til þess að flækja efni máls síns, sem hann gat orðað með tveimur orðum með sex atkvæðum: "Vestfirðingum fækkar."


mbl.is Bílvelta varð á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég sá þessa frétt og hugsaði til þín.

Villi Asgeirsson, 29.4.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahaha, mikið er ég sammála þér. ótrúlega algengt að fólk fari fjallabaksleið í orðavali

Brjánn Guðjónsson, 29.4.2008 kl. 15:10

3 identicon

það er ekkert rangt við orðalagið nema að þetta eru fleiri atkvæði... þetta notar fólk í daglegu máli.  En jújú það er góður siður hjá fréttastofum og opinberum aðilum að koma upplýsingum á framfæri í sem einföldustu máli og fæstum atkvæðum...

Ari (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 15:19

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í flestum af þessum tilfellum notar fólk ekki þessar málalengingar í daglegu máli.Ég hef komið nógu oft að umferðarteppum vegna oltinna bíla til þess að állykta þetta, og þegar maður spyr næsta mann: "Af hverju er vegurinn lokaður?" er svarið oftast: "Það valt bíll (flutningabíll/olíubíll/rúta)"

Í mörgum tilfellum sest fjölmiðlamaðurinn, sem segir fréttina, í hátíðlega kansellístellingu og finnur orðalag sem á að gera frétt hans ábúðarmeiri.

Fáránleiki "bílvelta varð" sést best ef til dæmis rúta veltur og sagt er: "rútuvelta varð." Kannski er stutt í að það ryðji sér líka til rúms.

Ómar Ragnarsson, 29.4.2008 kl. 16:51

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það eru víða svona draugar sem erfitt er að kveða niður. Enn heyrir maður íþróttafréttamenn segja þegar líður á leikinn "sekúndurnar tifa" eða "mínúturnar tifa" Held að Samúel Örn og Ingólfur Hannesson hafi verið þeir verstu.

Víðir Benediktsson, 29.4.2008 kl. 22:45

6 Smámynd: Gulli litli

Hvernig hljómar "bíll varð fyrir veltu"?

Gulli litli, 30.4.2008 kl. 02:16

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

"Hjólhýsið var á ferð aftan í bíl" skemmtileg setning sem ég rakst á í dag, að mig minnir.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband