Næstu átakasvæði nyrðra og syðra.

Ákvörðun um að slá Bitruvirkjun af gerir baráttuna framundan einfaldari. Hliðstæða Bitruvirkjunar fyrir norðaustan Mývatn er svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki og það er í mínum huga lang mikilvægasti vettvangur baráttunnar framundan vegna þess að það svæði tekur virkjunarsvæði Bitruvirkjunar langt fram og jafnvel sjálfri Öskju. 

Óafturkræf spor vinnuvélanna við Trölladyngju hræða og taka þarf slaginn um Leirhnjúk-Gjástykki strax og koma í veg fyrir að einstæðu svæði á heimsvísu verði slátrað fyrir rannsóknir á virkjunarsvæði sem gæfi nokkra tugi starfa í álveri.

Kjörorðið verður: Ekkert rask við Leirhnjúk og í Gjástykki.

Síðan þarf að sjá svo um að nóg verði skilið eftir ósnortið við Krýsuvík og Sog. Nóg verður samt af virkjunum á Reykjanesi.


mbl.is Hætt við Bitruvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

OR getur nú notað peninginn í að rannsaka vistkerfi Þingvallavatns og til að reikna út hvaðan kvikasilfrið í urriðanum kemur.

Júlíus Valsson, 20.5.2008 kl. 13:55

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Notað hvaða peninga Júlíus? Peningana sem EKKI koma inn vegna geggjaðra náttúruverndarsjónarmiða? Öfga-náttúruverndarsinnar eru á góðri leið með að verða dýrasta ógæfa íslensku þjóðarinnar frá upphafi

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 14:35

3 identicon

Líklega mun það taka nokkuð mörg ár að losna við áhrif dára og hræsnara á borð við Ómar Ragnarsson  og óhjákvæmilega afturför í lífsskjörum almennings.  Menn munu svo sannarlega finna fyrir því fyrr en síðar!  Og ég mun að sjálfsögðu leggja mitt litla lóð á vogarskálarnar um að Ómars og annarra af sama hyski, verði um eilífð minnst sem mestu óþurftargemlinga sem þjóðin ól upp við allsnægtir, en sá aldrei upp úr eigin buxnastreng.

Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 14:51

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er greinilegt Ómar, að þessir ágætu menn hafa ekki séð myndibandið þitt við "Limbó rokk twist", sem tekið var fyrir framan Hafnarhúsið í den.

Júlíus Valsson, 20.5.2008 kl. 17:20

5 Smámynd: Sævar Helgason

Stærst ágalli okkar í þessum virkjanamálum hefur verið að þjörnast hefur verið áfram - vaðið yfir allt og alla með ofríki. 

Þetta hafa verið forneskjuleg vinnubrögð og hafa kallað á harða andstöðu þegar verkin eru komin á framkvæmdastig.   

Þessum vinnubrögðum verður að breyta.   Gera verður úttekt á þeim svæðum sem virkjanir koma til greina - gera rammaáætlun.  

Síðan er að afla til nauðsynlegra leyfa- þar næst að hanna verkefnið og semja við kaupanda að orkunni og að lokum framkvæma verkið. 

Og meirihluti þjóðarinnar sáttur við gang mála.

Ég hef trú á að okkur takist þetta og blómlegir tímar séu framundan.

Sævar Helgason, 20.5.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einu tilraunirnar til þess að vaða yfir fólk, koma frá náttúruverndarsinnum. En ég tek undir það að hringlandahætti um hvað má og ekki má verður að linna. 1 miljarður fór í súginn vegna Skipulagsstofnunar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 19:42

7 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Einn milljarður fór í súginn vegna þess að OR taldi að hún gæti með mútum og þar með fulltingi Ölfuss vaðið á skítugum skónum yfir skoðanir og tilfinningar fólks, en ekki vegna Skipulagsstofnunar.

Kannski og vonandi skoða þeir betur fram fyrir tærnar á sér næst.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.5.2008 kl. 21:23

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér sýnist nú að framundan séu glóandi kol við hvert fótmál hjá þeim. Þeir þurfa kannski að komast á æðra vitundarstig til þess að komast eitthvað áfram í framtíðinni?

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.5.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband