Blettur á samtíð okkar.

Það kæmi mér ekki á óvart að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar rekast á gögn um málflutning Sigurjóns Þórðarsonar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um flóttafólkið á Akranesi muni þeir telja skoðanir þeirra blett á samtíð okkar svona svipað eins og þegar menn rákust á það um síðir hvernig við mismunuðum innflytjendum frá Evrópu rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina.

Þá voru norskir skógarhöggsmenn teknir fram yfir fjölmenntaða Gyðinga, sem sumir hverjir urðu líklega nasistum að bráð fyrir vikið.

Þetta var þeim mun átakanlegra að árin á undan höfðu komið hingað menn frá meginlandi Evrópu sem urðu að burðarásum í íslensku menningarlífi. Nægir að nefna örfá nöfn eins Victor Urbancic, Carl Billich, Franz Mixa, Róbert Abraham Ottóson, Joseph Felzmann og Jose M. Riba.

Það er hins vegar vitað mál að með þessum málfflutningi höfða þeir félagar Sigurjón og Magnús Þór til ákveðins markhóps Íslendinga sem getur veitt þeim fylgi til að komast aftur á þing.

Mig tekur sérstaklega sárt að taka svona til orða um þessar skoðanir vinar míns, Magnúsar Þórs, sem ég hef ævinlega átt hin bestu samskipti við og á gott eitt að þakka. Ég hef persónulega ekki reynt að hann að öðru en hinu besta. Mér finnst þetta mál leiðinlegt fyrir hann. og tel reyndar þá félaga eiga að íhuga skaplegri ráð til að ná áfram á pólitískri framabraut. Þeir eiga að hafa alla burði til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst orð Magnúsar Þórs vera slitin úr samhengi og túlkuð að hentugleikum af pólitískum andstæðingum hans. Tek það fram að ég er ekki stuðningsmaður Magnúsar né Frjálslynda flokksins

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.5.2008 kl. 18:20

2 identicon

Við vorum einmitt að ræða þetta yfir kvöldmatnum hvað rökin gegn móttöku flóttamannanna voru léleg. Mér þykir það með ólíkindum ef menn vilja nota sér þetta málefni sér til framdráttar.  En þegar maður situr við matarborðið með fullan disk af lasagna og smá rauðvínsdreitil í glasi og verður hugsað til ekkju með þrjú börn sem búa í flóttamannabúðum, þá sér maður ekki vandamálið við að bjóða þeim hæli á Íslandi, og eiginlega missir matalystina þegar manni verður þá hugsað til viðhorf fólksins á Skaganum.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 19:29

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Fólksins á Skaganum, Lísa Margrét? Þetta eru örfáir háværir einstaklingar og flestir þeirra (í bloggheimum) búa ekki einu sinni á Akranesi.

Guðríður Haraldsdóttir, 20.5.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Ómar.

Hugleiðing allir skulu virkja mannkjaraleikann. 

En hamast kommar og vinstrimenn Samfylkingarinnar svartir náttúrusinnar og eru iðnir við kolann.
Og löngu búnir að gleyma eða vilja ekki muna hvernig þeir höguðu sér gagnvart Íslenskum   starfsmönnum Alcan í kosninguni 2007, með rangfærslum og ósannindum þar sem þeir lögðu starfsfólk í einelti með níðskrifum og rasistma gagnvart starfsfólki og telja sig nú hina Guðs útvöldu málsverja frjálshyggjunnar en réðust samt sem áður á Íslenska alþýðu og þóttust vera miklir garpar. Hvers vegna sýnduð þið ekki okkur sama mannkjarrleika og þið sýnið flóttafólki við höfum öll tilfinningar og viljum sjá heimin í betra ljósi, en það sáuð þið ekki.

En við starfsfólk munum aldrei gleyma hvernig ( rasistarnir kommar og vinstrimenn Samfylkingarinnar svartir náttúrusinnar) komu með rangfærslum og ósannindum gagn vart okkur , líkt Gyðinga þurftu að líða í þriðja ríkinu. Gyðingarnir muna herförina og gleyma henni aldrei.                  

Við munum líka ykkar skrif og henni gleymu við aldrei.
Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 20.5.2008 kl. 21:08

5 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Ómar þú mátt segja margt um mig - en í guðanna bænum ekki telja mig til vina þinna.

Magnús Þór Hafsteinsson, 20.5.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvursu marga guði á Magnús Þór?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.5.2008 kl. 10:19

7 identicon

Sæll Ómar. Ég er svo sammála þér. Það er skelfilegt að taka á móti mæddum og hrjáðum með einhverjum hálfkæringi. Við höfum gert þetta áður og ég hélt að Akranes væri með stöndugri bæjum.

En það er ótrúlegt að þetta séu bæjarbúar almennt. Eitthvað skrítið og óvenjulegt við þetta sem vonandi verður búið að lagfæra áður en blessað fólkið kemur.

Sigurbjörg Eiríksdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 10:40

8 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þessi umræða hefur verið einfölduð um of. Hér þarf einfaldlega að gæta hófs í þessu eins og svo mörgu öðru.

Það er ekki einfalt að ákveða að taka við flóttafólki á sama tíma og meðlimir þinnar eigin fjölskyldu (þjóðar) líða skort. Hvar á að draga línur um það hversu mörgum á að taka við? Hver ákveður að það sé heppilegt að flytja vandamál miðausturlanda hingað í stað þess að hjálpa þeim að lifa þar sem þeir eru?

Mér finnst ekki sanngjarnt að þeir sem vilja gæta hófs í þessu verði fyrir aðkasti, þeir eru jú að hugsa um almannahag í útgjaldalið samfélagsins. Mér finnst Ómar kast hér grjóti úr glerhúsi, er hann ekki að upphefja sig pólitískt á kostnað Magnúsar?

Magnús gerir hins vegar þau mistök að fara fram með mál sitt af það mikilli hörku að hann vekur andúð og hann er ekki einn um að gera það. Við erum flest sek um slíkt öðru hvoru og líka Ómar.

Beiðni Magnúsar um að biðja Ómar um að telja sig ekki til vina sinna er óþörf og smekklaus kveðja sprottin af yfirlætislegu föðurtali þess síðarnefnda. Skólabókardæmi um það hvernig stofnað er til óþarfa óvildar vegna hita í umræðum.

Haukur Nikulásson, 21.5.2008 kl. 10:54

9 identicon

Er þetta fólk ekki búið að líða nóg?

Eru þetta móttókurnar sem við viljum fá þegar við þurfum að fara til útlanda, hvort heldur er til náms eða starfa?

Hvernig væri að; „Tala minna, gera meira.“?

Og af hverju heyrist ekkert í þessari handónýtu ríkiskirkju?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:12

10 identicon

Sæll Ómar.  Athugasemd þín er svolítið yfirlætisfull, aldrei þessu vant.  Vanalega er ég þér innilega sammála og þá sérstaklega um vernd náttúru landsins okkar.  Magnús Þór hefur fullan rétt til að hafa sínar skoðanir á innflytjendum og mótttöku flóttafólks og það hef ég líka og allir aðrir.  Það er heldur ekki nokkur ástæða til að kalla alla rasista og fulla af fordómum, sem  opna munninn og segja opinberlega það, sem margir ræða sín á milli.  Þjóðin bara verður að fá að tjá sig um þessi málefni.  Mörgum finnst vera komið heldur mikið af útlendingum til okkar og ég er þeirrar skoðunar.  Mér finnst engin stefna í þessum málefnum og engin regla á hvernig tekið er á móti fólki.  Menn koma sér ekki saman um eitt né neitt.  Það mætti gjarnan líta til annarra þjóða og skoða reynslu þeirra.  Kær kveðja.  Auður

Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:32

11 identicon

Það er ekki verið að kalla "alla rasista sem opna munninn" og það er ekki verið að slíta orð Magnúsar úr samhengi.

Málið er bara að málflutningur hans um múslíma hefur verið af því sauðahúsi að það ætti að vera hverjum manni ljóst hvaðan afstaða hans í þessu máli kemur.

Ekki einu sinni eyða tíma í þessa "vönduðu greinagerð" hans. Hún er aumingjalegt yfirklór og ekkert af því sem hann nefnir þar er ástæða þess að hann er á móti komu þessa fólks....nema mögulega þar sem hann nefnir að það skipti máli að fólki komi frá Palestínu en ekki Suður-Ameríku.

Hann er á móti þessu af því að hann er skíthræddur við múslima og er sannfærður um að þeir séu með allsherjar plott um að taka yfir Evrópu. "Eurabia" samsæriskenningin svokallaða. Hann er áskrifandi að henni. (Skoðið bara "Nýlesið úr bókahillunni" á bloggsíðunni hans)

Þetta staðfestir fólk sem sat nýafstaðinn fund bæjarmálafélags frjálslyndra:

http://www.dv.is/frettir/lesa/9038

Svo getið þið einnig lesið tilvitnanir í Magnús Þór sjálfan á bloggi mínu þar sem þetta kemur fram svart á hvítu.

Fólk með svona innræti og völd eru mjög eitruð mixtúra sem ber alls ekki að blanda. Það hefur sagan kennt okkur.

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:51

12 identicon

Mikið sammála þér Ómar.  Framkoma Frjálslynda flokksins í þessu máli og málefnum innflytjenda almennt, er svartur blettur á samtíðinni.

Jón Kr. Arnarson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 12:07

13 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Þetta er ótrúlegt!  Magnús segist andvígur komu flóttamanna til Akranes af því að hið féalgslega kerfi þar anni ekki nægilega vel þeim sem eru á Skaganum fyrir.

Er hann almennt á móti því að fólk flytji í bæinn og hann stækki? Nei.

Fær bærinn fjártmuni frá hinu opinbera til að standa undir auknum kostnaði sveitarfélagsins vegna þessa fólks? Já.

Það er ekkert skrýtið að við hin höldum að Magnús sé andvígur því að fólk af öðrum kynþáttum flytji til landsins.

Magnús þarf að þola að þessir hlutir séu ræddir við hann og má ekki bregðast við með því að stimpla þá sem eru ósammála honum sem óvini sína. Svoleiðis var bara gert í fasistaríkjum, ekki satt?

Það er tími til kominn að Guðjón Arnar Kristjánsson tali skýrt um það hvort hans flokkur er andvígur aðflutningi litaðs fólks til landsins, eða ekki.

Það er greinilegt að þeir sem eru þeirrar skoðunar flykkja sér um flokk hans.

Jón Halldór Guðmundsson, 21.5.2008 kl. 12:13

14 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Ómar.

Það eru margir sem eru reiðir yfir þínum ábendingum. Enn ég vil benda á.

Menn mega ekki blanda saman umsömdum samningum sem ríkistjórinn hefur gert og samið um gagnvart flóttafólki.

Síðan er það þessi stöðugi fólks innflutningur sem mér hrís hugur við hvernig þessi þróun er að verða. Hingað hefur borist hópur manna sem stundar skipulagða glæpastarfsemi, sumir eru á jötunni, síðan eru aðrir hópar sem eru til fyrirmyndar. Aðalmálið er þessi stöðugi innflutningur á fólki til að vinna þau störf sem fólk vill ekki vinna, sökum lágra launa sem er ekki neinum manni bjóðandi. Tilgangur að lækka laun íslendinga. Þetta komast atvinnurekendur upp með. þetta mættu bloggarar benda á umræðan er þörf,

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 21.5.2008 kl. 12:32

15 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ómar getur þú  tiltekið eitt dæmi um eitthvað sem ég hef látið frá mér fara um móttöku bágstadds flóttafólks sem þú telur að sé með þeim hætti að ég hafi sett smánarblett á samtíð okkar?

Sigurjón Þórðarson, 21.5.2008 kl. 12:58

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hélt það hefði frekar staðið upp á þig, Ómar, að svara leiðaranum í 24 stundum í gær – hann er ótrúlegur.

Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 13:56

17 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Það mætti halda að Ómar hafi komið hér við eitthvert kaun, svo hart bregðast margir við því að hann segir álit sitt á mönnum og málefnum. Hélt það hafi verið siður Íslendinga löngum, þess vegna skil ég ekki þá hörku sem hér er sýnd. 

Ég þekki ekki ástæður afstöðu Sigurjóns né Magnúsar Þórs til þessa máls sem varðar Akranes. Því hef ég ekki skoðun á skoðun þeirra. En fékk Frjálslyndi flokkurinn ekki á sínum tíma á sig þann stimpil að hann fóstraði fordóma í garð útlendinga og innflytjenda? Og guldu þessir tveir ágætu menn ekki fyrir það í síðustu kosningum? Féllu ekki báðir af þingi? Ef ástæðan er önnur væri gott að fá þann skilning minn  leiðréttan.

Snýst mál þessa fólks sem Akurnesingar ætla taka á móti ekki um skyldur Íslendinga  í samfélagi þjóðanna? Þær verður að axla, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Það er svo allt annað mál hvort reisa eigi einhverjar almennar skorður eða skilyrði fyrir komu fólks til Íslands. Vel má hugsa sér það til að viðkomandi geti aðlagast sem best.

Annars tala ég sem innflytjandi í útlendu landi. Og hér í Frakklandi hefur mér fundist ég velkominn.  

Ágúst Ásgeirsson, 21.5.2008 kl. 14:55

18 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það sem ég hef við málflutning Magnúsar Þórs að athuga er það að honum var í lófa lagið að samþykkja að eitt stöndugasta sveitarfélag landsins veitti nauðstöddu fólki aðstoð en gagnrýna í leiðinni stöðu félagsmála á Akranesi og hvernig að því var staðið að ákveða að taka við flóttafólkinu eins og hann gerir í tímaritinu Skessuhorni.

Hvað snertir leiðarann í 24 stundum í gær er þetta um hann að segja:

Íslandshreyfingin  fór inn í síðustu kosningar með tvær hendur tómar á móti stjórnmálaflokkunum fimm, sem höfðu hundruð milljóna úr ríkissjóð til ráðstöfunar. Það var ójafn leikur.

Íslandshreyfingin hafði aðeins nokkrar vikur til að afla sér fjár og fjárframlög voru takmörkuð með lögum.

Íslandshreyfingin eyddi mun minna fé í kosningabaráttuna en hin framboðin.

I-listinn fékk atkvæðamagn sem hefði skilað tveimur mönnum á þing ef Ísland væri ekki í flokki með Rússlandi, Tyrklandi (vegna hættu af múslima-öfgamönnum) og Þýskalandi (vegna hættu af nýnasistum) sem hafa svo háan þröskuld atkvæða til að fara yfir að hægt er að reka hræðsluáróður gegn nýjum framboðum um að atkvæði falli dauð.

Annar þröskuldur var fyrir hendi: Reykjavík skipt í tvö kjördæmi, algerlega að ástæðulausu. Ef Reykjavík hefði verið eitt kjördæmi eins og eðlilegt er, hefði I-listinn fengið tvo menn kjörna í Reykjavík.

Leiðarahöfundur 24 stunda telur það hneyksli að 3,3% atkvæða, sem nægja fyrir 2 þingmönnum, skuli fá framlag í hlutfalli við önnur framboð. Leiðarahöfundur hefur ekkert við það að athuga að hver 3,3% atkvæða hinna framboðanna gefi rétt á framlagi.

Á meðan hin framboðin sigldu lygnan sjó í gegnum kosningarnar var Íslandshreyfingin í þeirri stöðu að helstu frambjóðendur I-listans gengust í persónulegar ábyrgðir fyrir útgjöldum og skuldum hreyfingarinnar.

Leiðarahöfundur 24 stunda telur það hneyksli að þetta fólk þurfi ekki að selja eigur sínar fyrir hugsjónir sínar á sama tíma sem hundruð milljóna er er varið í framlög til hinna flokkanna.

Leiðarhöfundurinn gefur sér það, að verði ekki kosið fyrr en eftir fjögur ár muni aðstandendur I-listann hirða þær nokkru milljónir sem þá kunna að standa útaf í stað þess að bjóða fram að nýju.

Það er nýtt fyrir mig að vera þjófkenndur fyrirfram en svona er nú pólitíkin.

Íslandshreyfingin var stofnuð sem fyrsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur umhverfismál að aðalbaráttumáli. Frambjóðendur flokksins lögðu fram ómælda vinnu og útgjöld án endurgjalds við síðustu kosningar svo og ábyrgðir fyrir skuldum vegna kosningabaráttunnar og fari svo að hreyfingin bjóði ekki farm að nýju verður það sem kann að standa eftir þá látið renna vil baráttu í náttúruverndarmálum.

Ef kosið verður fyrr en kjörtímabilið er búið munu skuldir standa út af. Þess vegna eru og verða öll framlög til flokksins notuð til að greiða niður skuldir og engir peningar notaðir til að halda úti starfsemi á borð við þá starfsemi sem hægt er að reka fyrir hundruð milljóna sem hinir flokkarnir fá af almannafé.

Leiðarahöfundi 24 stunda finnst lífróður Íslandshreyfingarinnar vera stóra hneykslið í þessum málum. Ég veit ekki hvort maður á að vera svara svona málflutningi en spyr Jón Val: Að hvaða leyti finnst þér leiðarinn ótrúlegur' 

Ómar Ragnarsson, 21.5.2008 kl. 15:20

19 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Ómálefnalegt tuð, ef þú spyrð mit.

Hví er greinargerð Magnúsar aldrei rædd? 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.5.2008 kl. 15:31

20 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

mit= mig

og þá á ég við þessa ófrægingarherferð. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.5.2008 kl. 15:31

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Magnús Þór Hafsteinsson. Fyrir tíu árum veittir þú mér ómetanlega hjálp þegar ég var á ferð við dagskrárgerð í Noregi. Það fór vel á með okkur og ég taldi þig eftir það til vina minna.

Síðan komst þú til starfa á fréttastofu Sjónvarpsins og vel fór á með okkur. Ég dáðist að hugrekki þínu við að fletta ofan af brottkastinu.

Við gengum saman í göngunni 26. september 2006 og sátum saman og skröfuðum eftir það í miklum vinskap að mér fannst.

Máltækið segir: Vinur er sá er til vamms segir. Ábendingar mínar hér að ofan voru settar fram með því hugarfari, hvort sem þú trúir því eða ekki.

Ég skal fúslega biðja Sigurjón Þórðarson afsökunar á ónákvæmum ummælum þar sem ég spyrði hann of fast við Magnús í málinu á Skaganum. Ég kynntist góðum og glöggum málflutningi hans vel á framboðsfundi á Egilsstöðum og leist vel á framgöngu Sigurjóns þar.

En tilhneiging ýmissa í Frjálslynda flokknum um að skapa sér sérstöðu í innflytjendamálum finnst mér ekki geðfelld og ýmis sjónarmið og röksemdir þeirra eru á skjön við mínar skoðanir.  

Ómar Ragnarsson, 21.5.2008 kl. 15:44

22 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ein af borgarfulltrúum sagði í Silfri Egils, að það vaf íbúum í Rvík til að taka á móti flóttamönnunum.

Einstæð móðir, sem hefur verið nokkuð lengi á biðlista hrökk við og hringdi í téðan fulltrúa og innti hana eftir því, hvort hún hefði heyrt rétt.  Væri nóg af íbúðum á vegum Rvíkurborgar til að taka við umræddum flóttamönnum? 

Já það er satt það eru nægjar íbúðir til þess arna, var svarið nokkurnvegin.

Þá spurði konan aftur, hvort hún fengi þá ekki íbúð með hrað en þá kom annað hljóð í strokkinn. 

Nei það mun verða svo, að fólkið verður látið GANGA FYRIR neyð þeirra er svo miklu meiri en þín.

Konan tók þessu ekki alveg þeygjandi, þar sem hún hefur ekki getað verið með börn sín hjá þér, þar sem hún er ekki með fast húsnæði og börnin hjá vinum og vandamönnum, ásamt og með ættingjum.

Flóttakonurnar höfðu þó alént börn sín hjá þér í föstu húsnæði.

Nei útlendu konurnar voru í meiri þörf fyrir íbúðirnar og að konan sem af dugnaði hefur unnið og greitt sín gjöld í Rvík um árabil (skattgreiðandi í 17 ár) gat bara haldið áfram að éta það sem úti fraus.

Nei Ómar minn svon gera menn ekki og menn skoða hvað liggur á bakvið hlutina ÁÐUR en pólitískir andstæðingar eru slrgnir á kjaft

Bjarni Kjartansson, 21.5.2008 kl. 15:46

23 identicon

Og svo verður sjónmengun þegar þétta fólk kemur á skagan

adolf (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 18:04

24 Smámynd: Steingrímur Helgason

Lítil reisn í þessari færslu, Ómar & þér lítt til sóma.

Steingrímur Helgason, 21.5.2008 kl. 18:39

25 Smámynd: Benna

Vildi bara segja þér að ég er þér svo sammála, var að horfa á Magnús tjá sig í Ísland í dag og ég get ekki sagt að hann hafi komið betur út en áður ef eitthvað er grefur hann sé dýpri og dýpri gröf og ég skil ekki að maðurinn geti ekki bara talað hreint út og viðurkennt að málið snýst bara um það að þetta eru múslimar.

Benna, 21.5.2008 kl. 19:37

26 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Flott greinagerð hjá Ómari og gáfulegt komment hjá Ágústi frá Frakklandi ásamt öðrum ágætum.  Margrét Sverrisdóttir bloggaði um sama mál.  Gott að vita afstöðu Íslandshreyfingarinnar.  Frjálslyndu minnka og minnka eftir því sem Magnús Þór, Sigurjón og Halla tjá sig meira.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.5.2008 kl. 19:38

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki Ómar ekki nema eins og flestir landsmenn en það er samt umtalsvert.  Af þeim kynnum hef ég myndað mér þá skoðun að maðurinn sé ekki bara skemmtilegur heldur skapstór og vel meinandi náttúruunnandi með stórt hjarta.  Þeir sem hafa miklar skoðanir segja stundum of mikið og þeir sem gera mikið geta gert mistök. Ómar áttaði  sig á þessu og  dró í land og er það vel. Eftir stendur að það er nauðsynlegt að ræða þessi mál fordómalaust ekki bara í okkar þágu sem hér búum fyrir. Öll höfum við samúð með þeim hundruðum milljóna sem þjást um víða veröld. Hvernig getum við komið þessu fólki best að liði?  Er nokkuð rangt við að læra af því sem vel hefur tekist eða mistökum annarra þjóða? Getur verið að þeir sem saka alla, sem ræða vilja staldra við og ræða málin, um rasisma, geri það í persónulegu pólitísku framapoti?  Þessari óumflýjanlegu umræðu ætti að fagna.   En hver svo sem niðurstaða umræðnanna verður megum við aldrei aðhafast neitt sem getur orðið til að þjáðir einstaklingar sem hingað koma verði fyrir einelti, á því bera ALLIR ábyrgð. 

Sigurður Þórðarson, 21.5.2008 kl. 19:50

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er greinilegt að hvorki Ómar og enn síður Þórdís þekka  til þeirra einstaklinga sem þau nafngreina og gera upp.  Ég velti upp þeirri spurningu hvort pólitíkusar gætu reynt að bregða fæti fyrir keppinauta með því að gera þeim upp skoðanir. Þess vegna ætla ég að taka af þér ómakið Ómar og svara henni. Varaformaður Íslandshreyfingarinnar, Margrét Sverrisdóttir, sem var í Frjálslynda flokknum lýsti afstöðu sinni til innflytjendamála á stórum fundi og þakkaði Jóni Magnússyni röggsemi í þeim efnum.

Sigurður Þórðarson, 21.5.2008 kl. 20:07

29 identicon

Ég hef fylgst með umræðunni um flóttafólk sem stendur til að komi til Akraness úr fjarlægð, og veit eiginlega ekki hvort ég á að vera reið, eða bara sorgmædd, þegar ég heyri málflutning Magnúsar Þórs og hans samherja. Sennilega er ég fyrst og fremst sorgmædd.

Ísland hefur í gegn um tíðina tekið við frekar fáu flóttafólki (jafnvel þegar búið er að taka tillit til höfðatölu) en á móti kemur að vel hefur verið vandað til verka og jákvætt viðmót hefur mætt flestum sem hingað koma. Nú virðist því miður vera breyting á, og fáir en háværir einstaklingar leggja mikið á sig við að sá fræjum ótta, efa og tortryggni í garð væntanlegra flóttamanna.

Í rökum Magnúsar er m.a. bent á að Akranes eigi núþegar við mörg félagsleg vandamál að glíma, og ekki sé réttlætanlegt að eyða peningum í að aðstoða fólk í fjarlægð þegar næstu nágrannar búa við skort. Margir taka undir þessi rök. Mér finnst hins vegar gleymast í umræðunni að forsendur fyrir því að taka við flóttafólki er ekki þær að viðkomandi einstaklingar búi við fátækt og efnahagslegan skort, heldur vegna þess pólitíska umhverfis sem þeir búa við í sínu heimalandi sem gerir það að verkum að fólk sætir ofsóknum og er í hættu eingöngu vegna þess að það tilheyrir ákveðnum hópi (þjóðernishópi, trúarhópi, hópi sem aðhyllist ákveðnar pólitískar skoðanir ofrv.)

Ef aðeins væri um efnahagslegan skort að ræða væri að sjálfsögðu heppilegra að reyna að hjálpa fólki fremur á sínum heimaslóðum og það gerir Ísland þegar í gegn um bæði marghliða og tvíhliða þróunarsamvinnu. Þegar líf fólks er í hættu dugar efnahagsaðstoð hins vegar skammt, það þarf að koma fólki í annað umhverfi þar sem öryggi þeirra er ekki ógnað. 

Viljum við búa í heimi þar sem hvert ríki hugsar einungis um sinn hag og lætur sér fátt um finnast  vegna hörmunga út í heimi? Hvað ef Ísland lendir í aðstöðu þar sem við þurfum á hjálp að halda? Getum við ætlast til að aðrar þjóðir miskunni sig yfir okkur ef við hugsum bara um eigin rass? 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 21:01

30 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Sammála Auður.  Maður verður fyrst og fremst sorgmæddur. Samt held ég að þegar þeir sem hræddir eru við að hleypa flóttamönnum í landið myndu reynast þeim hjálpsamir ef tækifæri vinnst til.   Því þegar maður kynnist fólkinu sést að það er ekkert að óttast.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.5.2008 kl. 21:08

31 Smámynd: Theódór Norðkvist

Stjórnsýslan í kringum þetta flóttamannamál er eins og í verstu einræðisríkjum. Hvers vegna drukknar það aðalatriði málsins í upphrópunum, tilfinningahita og skítmokstri?

Theódór Norðkvist, 21.5.2008 kl. 21:08

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er reyndar margbúið að benda á að "vandaða greinargerðin" er ekki vandaðri en það hún heldur hvorki vatni né vindum og minnir helst á kerald Bakkabræðra. 

Ekki er gefið mikið fyrir framgönguna hérna:

http://margretsverris.blog.is/blog/margretsverris/

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.5.2008 kl. 21:57

33 identicon

Mér hefur alltaf fundist þessi útlendingaumræða svolítið undarleg og einkennilegt hvað mikið af fólki er einstaklega hjartahlítt gagnvart því flóttafólki sem nú er helst er rætt um.  Ekki það að ég vilji blanda saman umræðu um frjálst flæði vinnuafls og annarsvegar og málefnum flóttamanna hinsvegar. En hingað hefur flust fólk frá fátækari löndum Evrópu til að vinna láglaunastörf  hér á Íslandi.  Í rauninni er þetta fólk sem oftast er bara kallað erlent vinnuafl líka einskonar flóttafólk frá sínum heimaslóðum.

 

Í þeirri uppsveiflu sem við nú höfum séð á eftir fengu lágmarkstaxtar verkalýðsfélaganna nýtt gildi og voru notaðir til hins ýtrasta. Nóg er af fátæku fólki í útlöndum til að vinna á þessum lágu launum. Atvinnurekendur sleikja útum og verkalýðsfélögin spila með þeim að mínu mati. Hvar er manngæskan þá? Er ekki réttlætismál að greiða útlendingum sömu laun og íslendingar fá. Er ekki ljótt að mismuna þannig fólki eftir þjóðernum. Enginn talar um þessa hlið á málinu því flestir eru fegnir að fá mokaðan flórinn sinn fyrir eina grautarskál.

 

Í sumum tilfellum hefur þetta ekki verið neitt annað en þrælahald af verstu sort. En við sláum við skollaeyrum því pólsku verkamennirnir sem bjuggu í óupphitaða gámnum í firravetur væri sennilega enn kaldara heima hjá sér.

 

Hvað voru margir að hugsa um palestínsku konurnar á aðfangadagskvöld í fyrra?

Styttingur (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 22:14

34 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mjög góð ábending. Ég hef margoft spurt hve margir þeirra sem guma af gæsku og vorkunnsemi gagnvart flóttafólkinu palestínska styðji hjálparstarf reglubundið, af sínum eigin tekjum, ekki bara með því að vísa á skattpeninga annarra.

Aðeins einn hefur svarað mér og hann tók engan þátt í hjálparstarfi. 

Theódór Norðkvist, 21.5.2008 kl. 22:30

35 identicon

Ég tek heilshugar undir hvert orð sem fram kemur í upphafspistlinum.  Því er nú haldið fram að andstaða Magnúsar Þórs við komu flóttafólksins hafi ekki byrjað fyrr en hann komst að því að um múslima var að ræða.  Ef það er rétt, þá blasa við þær hvatir sem liggja að baki afstöðunni.

Magnús Þór hefur sagt að koma flóttamannanna hafi ekki verið nægilega undirbúin.  Það er rangt.  Undirbúningurinn felst í því að áður hefur verið tekið á móti fjölmörgum flóttamönnum frá ýmsum heimshornum og af ýmsum trúarbrögðum, þeir sest að í íslensku samfélagi og orðið nýtir íslenskir þegnar.  Sú reynsla sem hefur fengist af þessu vel heppnaða starfi er öflugur undirbúningur undir komu fleiri flóttamanna.  Í öðru lagi hefur Ísland haft þann háttinn á að senda fólk utan til að velja þá einstaklinga eða fjölskyldur sem tekið verður við til Íslands.  Þetta er mun vandaðri aðferð heldur en aðrar þjóðir beita en þar er miðað við höfðatölu og öðrum látið eftir að velja þá einstaklinga sem fylla hana.  Málið er því vel undirbúið.

Magnús Þór hefur lagt til að það eigi að hjálpa fólkinu "þar sem það á heima".  Þetta sýnir blekkinguna og innihaldsleysið í málflutningi hans og þeirra sem eru honum sammála.  Þeir vita jafnvel og aðrir að það felst í skilgreiningunni "flóttamaður" að viðkomandi hefur hrakist að heiman á flótta og á ekki neitt heimili.  Hann býr í flóttamannabúðum og er hvorki velkominn í ríkinu sem þær eru í né í fyrrum heimaríki sínu.  Sjálfur hef ég komið í nokkrar svona flóttamannabúðir og þar er vistin ekki góð.  Fólkið þar hefur stöðu flóttafólks að þjóðarrétti og Ísland líkt og önnur ríki er skyldugt til að liðsinna hluta þeirra sem þannig er ástatt um og skjóta skjólshúsi yfir þá.   Því veit Magnús Þór vel að fyrst þarf að útvega þessu fólki heimili eða heimaland og síðan er hægt að hjálpa því "þar sem það á heima".

Ég þekki nokkuð vel til á Akranesi og veit fyrir víst að þar hefur almennur bæjarbúi megnustu óbeit á afstöðu Magnúsar Þórs og skoðanasystkina hans.   Akurnesingar eru enda kraftmiklir menn og konur sem sætta sig ekki við að verða flokkaðir sem minnipokamenn þegar kemur að því að hjálpa fólki í neyð.  Þetta hafa sveitarfélög á Vestfjörðum gert, Dalvík, Akureyri, Austfirðir og fleiri sem hvorki hafa höfuðborgina ná stóriðju í túnfætinum hjá sér.

Séu félagsleg úrræði á Akranesi af skornum skammti, verður formaður félagsmálaráðs að axla ábyrgðina á því.  Aðstoð íslenska ríkisins við flóttafólk á ekki að leysa þann vanda og kemur honum hreint ekki við.  Reynsla annarra sveitarfélaga sýnir að flóttamenn verða ekki baggi á félagsþjónustunni heldur eru flestir komnir í vinnu innan árs og farnir að leggja til samfélagsins.

Það gagnast lítt að hugsa um flóttafólk á aðfangadagskvöld en vilja það ekki nærri sér.  Konur og börn fara harðast úti í flóttamannabúðum og í ástandi þar sem styrjaldir og óöryggi ríkir.  Þá stöðu er ekki hægt að laga með peningasendingum.  Finna þarf varanlega lausn og hluti hennar er að gefa fólki kost á að setjast að í öðrum ríkjum.

Hérlendis hefur aldrei verið neinn flóttamannavandi og er heldur ekki í dag.  Eini vandinn er "flóttamannahræðsluvandinn" sem virðist nú tröllríða þeim sem kalla sig "frjálslynda". 

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 23:16

36 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Auðvitað er þetta flóttafólk alls góðs maklegt, það er búið að líða nóg. Staðreyndin er sú að þessu blessaða fólki líður heldur alls ekki vel t.d. í Svíþjóð, þar sem því hefur verið hrúgað í blokkir og margt af því vill ekki að börn sín blandi geði við, hvað þá blandi blóði við innfædda.  Þetta vita samfylkingarmennirnir vafalaust, sem gera sér upp samúð með þessu blessaða fólki, til að geta brigslað öðrum um kynþáttahatur og fordóma.  Getur verið að þessu moldviðri sé þyrlað upp til að draga athygli frá mannréttindabrotum ríkisstjórnarinnar gegn íslenskum sjómönnum?   Fólkið sem hingað kemur hefur örugglega marga fjöruna sopið. Vonandi mun það eiga góða daga hér.

Sigurður Þórðarson, 21.5.2008 kl. 23:50

37 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góður pistill hjá þér Ómar og ég tek undir hvert orð hjá Hreiðari..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 22.5.2008 kl. 02:33

38 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ef maður fær tækifæri til að bjarga mannslífum, tala nú ekki um ef um er að ræða börnum þá segir maður ALDREI nei.  Það getur ekki verið góð uppskera að segja nei.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 08:51

39 identicon

Framlag Vilmundar er síst til að auka hróður hans né til þess að halda þessari umræðu á málefnanlegum nótum.  Reyndar finnst mér að kynþáttahyggjumenn bregðist jafnan við málefnanlegri gagnrýni með því að ráðast persónulega á þann sem gagnrýnir.  Menn sem hafa leyft sér að benda á rangfærslur kynþáttahyggjumanna hafa verið úthrópaðir og jafnvel kærðir til lögreglu.

Vilmundur segir að kynþáttahatur fari vaxandi.  Það held ég að sé ekki rétt en ef svo er þá er það ekki af þeim orsökum að útlendingar séu "teknir fram yfir Íslendinga" heldur vegna þess að kynþáttahyggjumenn, eins og Magnús Þór og Vilmundur reyna að koma áleiðis til fólks ranghugmyndum um að svo sé.  Slíkur ósannur áróður, sem fallinn er til þess að auka á sundrungu í samfélaginu, er hættulegur og þeim til vansa sem bera hann út.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 11:09

40 Smámynd: Sævar Einarsson

Mér persónulega finnst það skítlegt eðli að blanda saman stjórnmálum saman við mannúðarmál og ættu allir stjórnmálamenn sem eru að reyna að slá sig til riddara fyrir atkvæðisaukningu á kostnað mannslífa ættu að skammast sín. Það er skítalykt af þessu máli og stjórnmálamönnum til háborinnar skammar og fleirum að rakka Magnús og Sigurjón ofaní svaðið og kalla þá kynþáttahatara og rasista, útúða Frjálslynda flokkinn sem rasistaflokk fyrir það eitt að vilja staldra við og ræða innflytjendamál. En svo ég svari því hversvegna mér finnst þetta útspil ríkisstjórnar bera vott um skítlegt eðli þá er verið að "kaupa" sér atkvæði til að komast inní þetta öryggisráð, finnst engum tímasetningin skrítin ? jafnvel mjög hentug ? hversvegna var þetta ekki gert í fyrra þegar allir brostu útaf eyrum í góðærinu ? var kannski til of mikið af peningum ? nei það var ekki hægt í fyrra og mun fyrr vegna þess að það var best að geyma þetta málefni sem við erum skuldbundin til að gera fram til síðasta dags kosningarbaráttu eða hér um bil. En Solla mín, hafðu ekki áhyggjur, við komust ekki inn, hvalveiðar okkar sjá til þess að stuðningsatkvæði verða dregin til baka og allar þær hundruð milljóna sem hafa kostað þennan skrípaleik fara forgörðum, til hamingju Solla og Geir, þið sýnið fólkinu í landinu hvernig á að spara og halda að sér höndum.

Sævar Einarsson, 22.5.2008 kl. 11:27

41 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Nei sævar það er skítlegt að stjórmenn taki ekki mannlegu hliðarnar fram fyrir aðrar ónauðsynjar.  Sorglegt, til er fólk sem þarf að hugsa sig tvisvar um hvort það eigi að bjarga börnum frá neyð, hörmungum, ofbeldi og dauða.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.5.2008 kl. 13:22

42 identicon

Takið endilega þátt í skoðanakönnnun um rasisma:

http://jesus.blog.is/blog/jesus/entry/547364/

Jesús Kristur (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 16:13

43 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Íslendingar erum staddir á ákaflega viðkvæmun slóðum í öllu því sem snertir stefnu okkar og ákvarðanir í málefnum innflytjenda. Umræðan hefur frá upphafi verið lituð af pólitísku ráðleysi samfara smekklausum upphrópunum, svo ekki sé nú sterkar að orði kveðið.

Það má öllum vera ljóst að margar þjóðir okkur skyldar og tengdar hafa klúðrað þessu vandasama viðfangsefni hjá sér og standa frammi fyrir slæmum vandamálum sem ekki verður annað séð en að muni fara vaxandi.

Ef okkur á að takast að koma þessum málum í traustan og kyrran farveg verður umræðan að breytast að mun og öllum verður þá að leyfast að setja sínar skoðanir fram til ályktunar. Þess er auðvitað ekki að vænta að sú stund komi að allir verði þarna á einu máli.

Þess verður hinsvegar að krefjast að ekki bara ein afstaða sé leyfileg.

Umræðan hér á þessu bloggi er slæm og sumum til lítils sóma.

Ég hvet til þess að fólk lesi athugasemdir Sigurðar Þórðarsonar af gaumgæfni og með opnum hug. 

Árni Gunnarsson, 22.5.2008 kl. 21:17

44 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst nú aðallega skammarlegt að halda því fram að við getum ekki tekið á móti þessu fólki vegna þess að það skeri á okkar kjör meðan við erum metin hamingjusamasta, firðsamasta og ein ríkasta þjóð í heimi.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 09:43

45 Smámynd: Grétar Pétur Geirsson

Það er þyngra en tárum taki að lesa athuasemdir Lísu Margrétar,hún að borða fisk og sötra rauðvín, meðan ekkjan í Írak merð sín þrjú börn á hvergi heima. En hvernig með konuna á Akranesi með sín þrjú börn og á ekki heimili. Hún er örugglega ekki að sötra rauðvín með matnum  

Það er nöturlegt að umræðan skuli alltaf fara í neðstu tröppuna.Lesið greinagerð Magnúsar Þórs og gagnrínið hana málefnanlega í henni kemur hvergi fram að hann sé á móti flóttafólki heldur er hann sem ábyrgur bæjarfulltrúi að benda á að Akranesbær stendur frammi fyrir ákveðnum vandamálum gagnvart því  fólk sem býr á Akranesi og fær ekki úrlausn sinna mála.

Grétar Pétur Geirsson, 23.5.2008 kl. 15:49

46 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Grétar láttu ekki svona, veist vel hvað hún er að meina. Það er engin móðir á Akranesi sem hefur það sambærilegt og fólkið í flóttamannabúðunum.  Fáranlegt að halda öðru fram.  Við búum ekki í þriðjaheimslandi eða stríðsþjáðu landi. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:24

47 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

 Er ekki vandamálið á Akranesi að það er ekki raunverulegur vilji til að hjálpa þeim heimamönnum sem eiga ekki milli hnífs og skeiðar ? yrði gengið í að koma þeim málum í lag einn tveir og þrír ef að flóttafólkið langhrakta kemur ekki upp á Skaga...leyfi mér að efast um það.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.5.2008 kl. 19:39

48 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þó ég vilji alls ekki gera lítið úr vanda þeirra sem eiga um sárt að binda hérlendis, virðist mér þetta svolítið eins og að neita að taka við bláfátækum gesti vegna þess að það eru ekki til kartöflur með steikinni (svo ég grípi nú líkinguna sem er svo vinsæl í umræðunni). 

Við eigum auðvitað að hjálpa þeim sem stríða við erfiðleika hérlendis, en það þýðir ekki að við getum ekki hjálpað öðrum á sama tíma. Við höfum nóg, við þurfum bara að læra að skipta því rétt niður. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 23.5.2008 kl. 19:45

49 Smámynd: Halla Rut

Engin veit hvernig menn munu líta á atburði líðandi stundar í framtíðinni. En hver getur svo sem getið sér til um það með eign nefi. En væri það svo að menn vissu álit kynslóða framtíðarinnar á gjörðum okkar í dag mundu þeir væntanlega gera margt á annan hátt, svo mikið er víst.

Við ættum kannski að spyrja hinar Norðurlandaþjóðirnar, Hollendingana og Bretana hvort þeir myndu gera eitthvað öðruvísi í innflytjendamálum ef þeir gæti farið til baka og haft þanning áhrif á stöðu mála eins og þau eru í dag?

Þórdís Bára: Ég er vægast sagt hissa á orðum þínum í minn garð. Veit ekki til þess að ég hafi nokkru sinni átt nema kurteis samskipti við þig. Ég hef ekki tjáð mig um þetta Akranes mál fyrr en nú og er á engan þátt á MÓTI útlendingum þótt ég vilji að við vinnum að innflutningamálum með skynsemi.   Ég hef orðið vitni að því erlendis hvernig þessi mál fara þegar flæðið er frjálst og án eftirlits. Það er verst fyrir nýbúana sjálfa. Dæmin sanna það allstaðar í kringum okkur. Ég vil að allir eigi gott líf á Íslandi. Til að það geti orðið þarf að vanda til þessara mála eins og allra annarra sem snerta samfélag okkar og samfélagsgerð. 

Halla Rut , 23.5.2008 kl. 20:47

50 Smámynd: Landfari

Ég verð nú að taka undir  það sem Haukur Nikulásson skrifar hér í athugasemdum. Nú er Ómar búinn að draga í land og mér finnst að vel færi á að Magnús dragi orð sín hér til Ómars til baka. Vil nú ganga svo langt að skora á hann að gera það.

Menn eiga að geta verið vinir þó þeir hafi andstæðar skoðanir.

Ég held að það hafi aldrei verið spurningin um að við sem Íslendingar tækjum við þessum flóttamönnum og byðum þá velkomna. Það er okkar skylda samkvæmt samningum sem við höfum undirritað og engum hefur dottið í hug að standa ekki við.

Það skiptir hinsvegar miklu máli að vel takist til við að taka á móti þessu fólki og það þarfnast undirbúnings. Það þarf meiri undirbúning eins og Magnús hefur bent á ef um er að ræða fólk frá ólíkum menningar svæðum. Þó Íslendingar sé nú að súpa seiðið af því að hafa ávallt farið af stað, í því sem þeir taka sér fyrir hendur, með "það reddast" hugarfarinu þá virðast þeir ekkert læra af reynslunni.

Af hverju má ekki vanda aðeins undirbúning fyrir komu þessa fólks. Mér finst ekki sniðugt að kasta hér til hondum og gera þetta með þessu gamalkunna "já það reddast" hugarfari. Mér skilst að enn hafi ekki fengist svör við ýmsum spurningum sem Magnús kom fram með og ef þetta er allt svona vel undirbúið hjá þessum aðilum sem að þessu standa ætti þeim að vera í lófa lagið að svara þannig að ekki þurfi að velkjast í vafa með þau atriði.

Ef við göngum út frá að allir íslendingar sem dettur í hug að sækja um hjá félagslega kerfinu eigi að fá íbúð á undan flóttafólkinu þá segir sig sjálft að hingað kæmu aldrei neitt flóttafólk. Það væri aldrei til húsnæði fyrir það. Á sama hátt er augljóst að það styttir ekki biðlistana að úthluta íbúðum í félagslega kerfiu til flóttafólks. Spurning hvort ekki þurfi að fara aðeins yfir það hverjir eru í þessu félagslega íbúðakerfi. Vissi um einn sem var á sínum tíma hjálpað með réttu um húsnæði en 10 árum seinna bjó hann enn í húsnæðinu, kominn í góða stöðu með fleiri hundurð þúsund í laun á mánuði.

Landfari, 24.5.2008 kl. 22:06

51 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Var að lesa hér síðustu athugasemdir og er að velta fyrir mér einu.

Halla Rut við höfum tekið á móti eitthvað um 500 flóttamönnum hér í nokkrum hópum. Er eitthver vandamál sem ekki hafa verið leyst í þeim tilfellum? Mér skilst að allra athuganir sýni að almennt hafi það gengið mjög vel.

Þetta hefur verið vel undirbúið eins og hægt er. Minni á að ekki er ákveðið hvaða konur og börn flytja hingað. Það þarf fyrst að finna sveitarfélag sem er tilbúið að taka á móti þeim. Áætla þjónustu sem þau þurfa og síðan er farið í þessar flóttamannabúðir sem Sameinuðu þjóðirnar eru sammála um að sé brýnt að hjálpa þar sem þetta fólk er landlaust. Ekki með borgararéttindi í Írak og sæta ofsóknum. Þau búa á stað þar sem að hitinn sveiflast frá frosti upp í 50 gráðu hita.

Við erum að tala um að 30 manneskjur á þessu ári og sennilega 30 á næsta ári. Þar af er yfir helmingur börn. Jafnvel 2/3.

Þetta væri að mínu mati ekki orðið að þessu vandamáli í dag ef að menn hefðu ekki rokið í fjölmiðla með umræðu um að þessir flóttamenn mundu valda því að fólk á Akranesi fengju ekki þjónustu frá félagsmála yfirvöldum. Að skólar gætu ekki tekið við þeim, að þau kynnu ekki okkar stafróf og svo framvegis. Og best væri bara að senda þeim peninga og hjálpa þeim þar.

Málið hefði ekki tekið þessa stefnu ef að viðkomandi menn á Akranesi hefðu sagt:

  • Til að geta tekið sómasamlega á móti þeim þurfum við að efla skóla og leikskóla
  • Við þurfum að tryggja að viðkomandi flóttamenn fái alla þá þjónustu og menntun til að þeir eigi auðveldara með aðlögun.
  • Við þurfum að tryggja að þó þeir komi til okkar þá verði tryggt að félagsþjónustan verði í stakk búin að takast á við þessi verkefni til viðbótar öðrum.

Þetta er allt spurning um orðalag. Og í orðalagi Magnúsar Þórs í viðtölum sérstaklega áður en að gagnrýni á hann byrjaði mátti lesa að hann vildi bæði að Akranes og Ísland væri laust við að taka við þessu fólki.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.5.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband