Endalaust "vitur eftir á"?

!988 sást bjarndýrshúnn á ferð í Fljótum. Það var eins og við manninn mælt að upphófst mikið kapphlaup um að fella dýrið. Þá var rætt um að hægt væri að standa öðruvísi að málum og læra af þessu. Gagnrýni var vísað á bug, m.a. með því að segja að það væri alltaf hægt "vera vitur eftir á."

Nú, tuttugu árum síðar, gerist nákvæmlega það sama, - menn hafa ekkert lært,  og aftur er gagnrýni svarað með því að segja að "alltaf sé hægt að vera vitur eftir á."

Miðað við þetta er ekki að efa atburðarásin og rökræðan verði nákvæmlega hin sama hér eftir sem hingað til í hvert skipti sem bjarndýr sést hér á ferð.  


mbl.is „Hefði átt að loka veginum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvítabjörninn er friðaður að íslenzkum lögum á landi, hafís og sundi, en fanga má hann lifandi og flytja þangað sem hann gerir ekki usla. Hann er þó réttdræpur, þegar hann ógnar lífi manna og skepna.

Og af hverju var hann talinn ógna lífi manna og skepna? Jú, kannski vegna þess að allt í einu birtist heilt hlaðborð af mat fyrir framan hann. Hann hefur örugglega haldið að við værum svo gestrisnir að halda honum veislu. Einhvernveginn læðist að mér sá grunur að þarna hefði ýmislegt mátt betur fara. Til dæmis með því að laganna verðir hefðu sett kílómeters öryggissvæði í kringum hann. En það er mikil skömm af því fyrir þjóðina að drepa svona dýr. Og best gæti ég trúað að við settum niður á Vesturlöndum vegna gjörningsins.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:02

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Að friða dýr en samt láta viðgangast að skjóta þau. Eitthvað gengur ekki upp. Ekki verður bæði haldið og sleppt. Sjálfsagt er að setja fram meginreglu: að villt dýr séu friðuð en: með ströngum skilyrðum þar sem nauðsyn ber til undir vissum atvikum verði að deyða dýrin sem verði þo að gera á sem kvalaminnstan hátt.

Umgengni okkar við náttúra er því miður mjög ámælisverð. Var að koma af Mosfellsheiðinni og sitt hvað bar fyrir augu sem ekki er nógu gott. Er að undirbúa myndskreytta færslu.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 3.6.2008 kl. 17:34

3 Smámynd: Beturvitringur

Þegar ís úr Grænlandsjökli er nú sóttur í snapsinn hjá fínu fólki, hefði nú eins mátt senda björn (t.d. með flugi) til Grænlands (hafa hann bara dópaðan og í öryggisbelti) Svona eins og flugdólg eftir að hafa verið sprautaður niður.

Það svíður að úrræðaleysið sé að því er virðist, algjört

Beturvitringur, 3.6.2008 kl. 17:36

4 identicon

Hvítabjörninn er friðaður að íslenzkum lögum á landi, hafís og sundi, en fanga má hann lifandi og flytja þangað sem hann gerir ekki usla. Hann er þó réttdræpur, þegar hann ógnar lífi manna og skepna.

Þetta er morð á friðuðu dýri og ekkert annað.

það á að dæma þetta fólk sem kom að þessu fyrir morð á friðuðu dýri.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, rekinn úr starfi

Lögreglan við vinnu á Þverárfjallsveg , rekinn úr starfi.

Fíflinn fimm dæmdir fyrir morð á friðuðu dýri af alþjóðlegum lögum.

Rikhard Johannsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:46

5 identicon


Hefði frekar átt að fella Þórunni.... bullið sem vall upp úr henni í Íslandi í dag var svo ótrúlegt...

Og ekki var þessi lögga Stefán Vagn Stefánsson gáfaðari... ég sé ekki betur en þetta sé sama löggan og öskraði GAS GAS...

... og hann sagði að þetta var það eina í stöðunni... en þetta var í raun það síðasta í stöðunni sem átti að gera...

I I (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 19:36

6 identicon

ómar þú sjáfur myndaðir fréttina þegar húninn var skotinn í Fljótum og þar í fjörunni var strákur að leik þegar hans var vart og flúði hann í dráttarvél. Eitthvað hefði heyrst hefði hann drepið skepnu hvað þá mann/barn. Ef hundar GLEFSA/BÍTA fólk skal aflífa hann. Og svo svo er ekkert öruggt að hægt hefði verið að FRAMSELJA hann til líklegra heimkynna hans Grænlands vegna smitsjúkdóma. Þannig hvar hefðum við átt að geyma hann????

sigkri (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 21:41

7 identicon

Skella upp búri í Húsdýragarðinum og gefa honum sel öðru hvoru landsmönnum gagns og gamans.

Jón Pétur (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:55

8 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Mér finnst þetta nú ekki þess eðlis að það sé við hæfi að grínast mikið með þetta. Það er alveg rétt, Ómar, fólk hefur ekkert lært af reynslunni. Því miður.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 3.6.2008 kl. 23:59

9 identicon

já og hvar á að fá selinn kanski í BÓNUS mikið agalega eru þið vitlaus eitthvað

sigkri (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 02:52

10 identicon

Sigkri þótt að þú hafir sýnt mikla þekkingu á að nota 'Caps Lock'

þá gerir það textan þinn ekki neitt meira 'CAPS LOCK' annars ert þú bara 'CAPS LOCK'viti

Rikhard Johannsson (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:18

11 Smámynd: Steini Bjarna

Þórunn Sveinbjarnardóttir er ekki að standa fyrir það sem Samfylkingarfólk kaus hana til.

Hefði hú ekki verið umhverfisráðherra er ég sannfærður um að hún hefði verið í hópi gagnrýnenda þessa verks.

Hún hefur misst allan trúverðugleika sem náttúruverndarsinni að leita ekki allra úrræða fyrst. 

Steini Bjarna, 4.6.2008 kl. 10:21

12 Smámynd: Steini Bjarna

"Hefði hún"  átti þetta að vera og hananú!

Steini Bjarna, 4.6.2008 kl. 10:24

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hjartanlega sammála þér 'Omar.  Það er eins og við þurfum alltaf að ana aftur á sama foraðið, þrátt fyrir eigin reynslu -og annara.

Ekki má heldur gleyma húninum, sem var hengdur fyrir vestan, reyndar "sprengdur", þar sem hann var látinn hanga, lifandi, við skipshlið þar til innyflin gáfu sig.

Ekki var það dýr nú að ógna lífi og limum manna, þar sem það var á reki á litlum ísfleka þegar íslenskt skip átti leið um -og áhöfnin tók til sinna góðu ráða.

Hvenær kemur sá dagur að við verðum í stakk búin til að takast á við heimsókn á borð við þá, sem við fengum sl. þriðjudag, eins og siðmenntað fólk ? 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband