Góðar fréttir, - tvennir tímar.

Viðbrögðin við þessum birni lofa góðu. Við lifum á tímum þar sem Íslendingar telja sig með útgjöldum til varnarmála getað stuggað árásum stórvelda frá landinu og ætttu því að geta ráðið við einn  hvítabjörn. Tengdasonur minn, sem var þarna í sveit, sagði mér frá því að þegar hann var þar voru sagðar sögur af ógn bjarnanna. Þeirra á meðal var frásögn ömmu hans, ef ég man rétt, sem átti fótum fjör að launa á sinni tíð þegar hungraður björn kom að henni.

Hún var svo heppin að geta hlaupið í burtu á meðan björninn gæddi sér á tveimur lömbum. Ótti fólks á þessum slóðum, þar sem sögur af líkri lífsreynslu hafa lifað öld fram af öld, er skiljanlegur.

Sjónvarpsfréttakona fallbeygði orðið björn í kvöld í frétt sinni: "björnsins", -  talaði um ferðir björnsins eða eitthvað í þeim dúr. Önnur ljósvakamiðlakona talaði um daginn um lömb áarinnar. Íslenskukunnátta langskólagengis fólks er á stundum orðin minni en hjá sjö ára sveitabörnum.


mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í sambandi við sögur um ógn ísbjarna, þá hef ég lía heyrt svipaðar sögur frá eldra fólki.  (þó ekki frá fólki sem reyndi á eigin skinni heldur alltaf sögur sem þeim hefðu verið sagðar)

Þetta voru flestar hryllingssögur.  Birnir réðust á hús og börðu þau öll utan, brutu upphurðir og eg veit ekki hvað, sóttu svoleiðis að mönnum að það hálfa væri nóg.  Ógn og skelfing.

Eg hef alltaf einhvernvegin verið skeptískur á þessar sögur og fundist þær bera keim af þjóðsagnablæ.  Jú jú, ég get alveg keypt að til sé í dæminu að birnir geti tekið uppá ýmsu, þeir geta ráðist á menn, sérstaklega hungraðir og ef þeim er ógnað verulega en að þetta sé meginregla... eg er ekki að kaupa það.

Þyrfti einhver þjóðfræðingur að rannsaka þessar sögur.

Það sem er athyglisvert líka í mínum huga er að þetta virðist vera ansi útbreidd trú í dag, þe að ísbirnir séu alltaf óargadýr, td. ef maður skoðar hvað fólk er að segja á netinu og svona almennri umfjöllun. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2008 kl. 00:29

2 Smámynd: Evert S

Þegar ég var yngri, ef ég man rétt um 1980-85 var sædýrasafn í hafnarfirði, þangað kom kona og sá ljóninn í sínu búri henni fannst þau frekar sæt, svo hún stakk hendinni inn í búrið til að klappa litlu kisu, hvernig haldið þið að ljónið hafi brugðist við?

Jú það fékk sér smakk, þetta er sönn saga.

Ef þið haldið að ljón séu grimm, þá eru þau gæludýr miðað við bjössa, bjössi er eitt grimmasta dýr jarðar, en eins og öll dýr jarðarinnar bregst bjössi verstur við ef honum er ógnað, og þegar hann er svangur og vantar mat, þess á milli er hann rólegur.

ég tel að það sé allveg ljóst að bjössa finnst sér verulega ógnað þegar menn ætla að svæfa hann og troða honum í búr, og svo verður hann geymdur í dýragarði í köben ásamt öllum hinum sorgmæddu dýrunum sem hafa verið svift frelsi sínu bara til að hímast í búri.

Tel nánast víst að bjössi vilji frekar fá eina kúlu í höfuðið heldur en að hímast í búri það sem eftir er af ömurlegri ævi hans.

Verði honum sleppt aftur út í vilta náttúruna mun hann sjálfsagt jafna sig á að hafa verið haldið sofandi í einhverja daga jafnvel vikur og geymdur í búri, en það er ekkert grín að geyma svona dýr í búri og flytja það langar leiðir í skipi, og er áhættan slík að við næstum öll önnur mannana verk myndu men telja áhættuna of mikla og hætta við framkvæmdir.

Evert S, 17.6.2008 kl. 00:57

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, staðreyndin er sú að íslendingar eru sennilega þjóða hræddastir við villt dýr,  eins og mig minnir Páll Hersteinsson orða það.

En þetta með hvað ísbirnir séu hættulegir mönnum, þá segir bbc í umfjöllun um ísbirni að þeir séu mjög hættulegir og líti á mannfólk sem fæðu o.s.frv.

Þetta bara stangast á við flest ef ekki allt sem fræðimenn annars segja og má finna sýnishorn af á vefnum ef áhugi er fyrir hendi.

Td. þegar talað er um að "svangir" birnir geti verið varasamir, þá er ekki verið að tala um svangir í hefbundnum skilningi.  Td. mannfólk verður svangt 2-3 á dag og verður að borða o.s.frv... með ísbjörninn er þetta allt öðruvísi.

Ísbirnir eru þannig að þeir byggja upp fituforða, afar þykkt fitulag er undir húðinni og mörríkir etc.  Þessvegna velja þeir sér fituríka fæðu svo sem seli og fleira og eðli málsins stunda þeir þessar veiðar á ákveðnum tímum útá ísnum.   Nú, talað er um að björn sem sé í þokkalegu ástandi, sæmilega feitur o.þ.h. (td eins og björninn sem var hér um daginn) séu nánast engin ógn við mannfólk.  Og í rauninni forðist menn og vilji lítið með þá hafa.  Þegar verið er að tala um "svanga" birni er um birni með lítinn fituforða og sem er sár sárþjáður af fæðuskorti, þe. sjaldgæft og jafnvel óeðlilegt ástand.  Þannig birnir geta verið varasamir og óútreiknanlegir.

Ísbirnir geta þessvegna lifað á fituforðanum í fleiri fleiri mánuði .  þannig geta þeir td. lifað uppá landi (og gera það yfirleitt hluta árs) og borðað rætur og jurtir, þan o.fl.  án þess að veiða stóreflis dýr.  Menn eru ekkert eftirsóknanverð fæða fyrir birni.

En þrátt fyrir allt þetta er þó sjálfsagt að hafa allan varann á og viðhafa engann fíflagang ef um birni er að ræða.  Að sjálfsögðu. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Evert S

Ef ég tók rétt eftir varðandi fyrri björninn þá var henn 100-200 kílóum léttari en aldur hans gaf til kynna að hann ætti að vera, eitthvað hefur verið farið að ganga á þann fituforða.

Evert S, 17.6.2008 kl. 13:55

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Já þeir eig sumir erfitt sjónvarpsfréttamennirnir að tjá sig um birni. Þannig sagði Logi Bergmann frá því að þegar fyrri björninn var "fláður" eftir að hafa verið aflíaður.

 Annars er það merkilegt að "fulltrúar laganna " skuli hafa setið hjá að geralausir eða jafnvel tekið þátt í lögbroti þar sem ísbirnir á sundi eru friðaðir.  Sjá 16. gr. veiðilaga

Sigurður Þórðarson, 17.6.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég bið menn um að tala gætilega þegar þeir setja ofan í við Ómar Ragnarsson fyrir vankunnáttu í málnotkun. Jafnvel þó það beinist að honum sem fulltrúa stéttarinnar. 

Já- AFAR gætilega!

Árni Gunnarsson, 18.6.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband