Einstök byrjun !

Það hefur oft verið sagt að íslenska landsliðið í handbolta hafi um of lent í því að fara erfiðustu leiðina að takmarki sínu með því að tapa óvænt í fyrstu leikjum og þurfa að vinna sig upp af botninum.

Annað er uppi á teningnum nú, hvernig sem framhaldið verður. Ég minnist þess ekki að Íslendingar hafi í fyrstu tveimur leikjum sínum á stórmóti byrjað á að salta fyrst landslið stórþjóðar sem hefur vanist því að eiga heimsmeistara og Ólympíumeistara og rassskella síðan í næsta leik ríkjandi heimsmeistara. 

Það er mjög mikilvægt að byrja svona vel því að erfiða leiðin, sem ég minntist á áðan, hefur oft orðið til þess að strákarnir hafa lent í því að vera búnir með þrekið í lokin.

Framhaldið ætti að vera auðveldara þegar búið er að ná strax svona mörgum stigum í hús. Nú er bara að vona að strákarnir ofmetnist ekki heldur haldi áfram á sigurbraut með því að sýna það sama og þeir hafa sýnt fram að þessu og spila skynsamlega úr spilunum.

Þetta er stórkostlegt! Nú er gaman! Til hamingju, strákar og þökk fyrir frammistöðuna !  


mbl.is Ísland fór hamförum gegn Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sannarlega glæsilegt og ekki annað hægt en að fyllast stolti. Það er frábært að byrja keppnina með fullt hús stiga eftir að hafa lagt rússneska björninn að velli og svo heimsmeistara Þjóðverja. Með 6 mörk í nesti eftir þessa byrjun hljóta strákanir að vera komnir með sjálfstraust. Vonandi stendur þjóðin með þeim alla keppnina sem einn maður. Okkur hættir svo oft til þess að sýna vanþroska í viðhorfum til íþróttamanna okkar þegar illa gengur og það er okkur til lítils sóma.

Við áttum glæsilegan afreksmann á heimsmælikvarða um áraraðir í einni erfiðustu grein frjálsra íþrótta. Ég er að tala um Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappa. Hann átti oft við að stríða erfið meiðsli sem tóku sig upp í harðri keppni og nokkrum sinnum varð hann að ganga út úr keppni af þeim sökum. Það var raunalegt hversu margir settu sig þá í stellingar við að hæðast að þessum afreksmanni og hversu mikið skorti á að honum væri sýndur sá stuðningur sem hann svo sannarlega hafði unnið til. Og fleiri eru þessi dæmi því miður. En:

Áfram Ísland! 

Árni Gunnarsson, 12.8.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband