Grændalur og Skjálfandafljót, aftur og nýbúin?

Var að lenda í Reykjavík hefur reisu um Norðausturland, allt frá Kelduá í austri til Kvíslaveitu 6 í vestri. Svaf tvær nætur í jeppagarmi og eina í Frúnni, í öll skiptin tvo kílómetra frá hóteli, en heyrði útundan mér að þingmenn orkuðu ekki 3-5 kílómetra á malbiki heim til sín af hóteli í Reykjavík. Veit ekki hvort ég hefði átt erindi á þetta blessað þing, - fyrir bragðið hefur gefist meiri tími en ella að stússa í Gjástykki, Leirhnjúk, Þeystareykjum, Bjarnarflagi, Hraunaveitu og Skjálfandafljóti. t.d. í þessari ferð.

Heyri síðan þegar ég lendi syðra að virkjun í Grændal ofan við Hveragerði er aftur komin á dagskrá. Hélt að Samfylkingin hefði lofað að hann yrði ekki snertur í Fagra Íslandi. En það er sennilega ekkert að marka frekar en fleira á þeim bæ.

 Fólk spyr mig, hvað ég sé að vesenast heilan dag í lónstæði fyrirhugaðrar Hrafnabjargarvirkjunar og eigi marga fleiri daga eftir, - það standi ekki til að virkja Skjálfandafljót.

Er það nú víst? Stofnuðu Orkuveita Reykjavíkur, Orkuveita Húsavíkur o.fl. sérstakt fyrirtæki um virkjun fljótsins bara upp á grín? Svona eins og að spila Matador á borðstofuborði, engin alvara á bakvið? Því miður held ég að myndirnar sem ég var að taka í dag af lónstæði þessarar virkjunar megi varla taka mikið seinna.

Man að ég var of seinn þegar ráðist var á Sogin og fleiri svæði, - allt of seinn.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ómar, þú þarft nú að fara að bjóða mér með í eina svona ferð. Aldrei að vita nema að maður gæti létt þér eitthvað starfann

Gæti a.m.k. ef ekki annað reynt að syngja þig í svefn.

Baldvin Jónsson, 31.8.2008 kl. 21:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Upphaflegi kjarni ferðarinnar byggðist á því að vera einn. Hafði farið viku fyrr með Friðþjófi Helgasyni í að taka mjög erfiðar kvikmyndir af fossaröð Kelduár þar sem fljúga þurfti upp þessar "fossatröppur" og engin leið var að leiðrétta mistök er flugvélin gæti ekki klifrað nógu bratt, því að dalurinn er V-laga og misreikningur þýðir brotlendingu.

Í ljós kom að flugvélin þyrfti að vera léttari og því reyndi ég þetta nú aleinn með vélina eins létta og unnt var. Þar að auki var mikill og aurugur vöxtur í Kelduá eftir stórrigningar og áin því í ólíkum ham miðað við það sem hún var í fyrri ferðinni.

Þú hefðir ekki getað sofið í Frúnni, aðeins er hægt að leggja annað framsætið aftur.  

Ómar Ragnarsson, 31.8.2008 kl. 22:28

3 Smámynd: Baldvin Jónsson

 Meinti þetta kannski ekki alveg svona bókstaflega, en engu að síður væri gaman að fá að njóta þekkingar þinnar af svæðinu við eitthvað gott tækifæri.

Ég vikta líklega á við 2 þig núna, það er nú varla þægileg auka þyngd í litla vél við þessar aðstæður

Baldvin Jónsson, 31.8.2008 kl. 22:56

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Farðu varlega Ómar minn. Ég vona að þú farir þér ekki að voða í viðleitni þinni til þess að documenta þessa hluti. Þú ert einstakur og átt margskonar þakkir skildar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.8.2008 kl. 23:02

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, sömuleiðis, Gunnar minn, fyrir tryggð þína við þann nauðsynlega hlut að halda uppi gagnrýninni umræðu og nauðsynlegum rökræðum í blogginu.

Ómar Ragnarsson, 31.8.2008 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband