Ekki horft til framtíðar.

Með einhæfri sýn á það hvað skapar verðmæta atvinnu og velmegun til frambúðar einblína ráðamenn nú á virkjana- og stóriðjuframkvæmdir sem eru ígildi afréttara gegn timburmönnum eftir þenslufyllerí, - það eina sem þeir virðast halda að skapi velmegun.

Í fimm álverum af fullri stærð sem krefjast allrar orku landsins, verða aðeins 2% af vinnuafli landsmanna. Það er því argasta öfugmæli að tönnlast sífellt á orðinu atvinna þegar á að keyra stóriðjuhraðlestina áfram. Það jafngildir því þegar alkinn dásamar vellíðanina sem fylgir sterkum afréttara eftir fyllerí.  

 


mbl.is Forgangsverkefni að tryggja fulla atvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað heldurðu að þessi 2% skapi mikið hlutfall af útflutningstekjum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband