Orwell í fullu gildi.

Vel er við hæfi að gefa alþingismönnum verk George Orwells, ekki aðeins vegna hins sígilda boðskapar um það hvernig sumir verða jafnari en aðrir þegar völdin spilla, heldur einnig það hvernig ráðamenn finna nöfn á fyrirbæri sem eru alger öfugmæli eða þá að nógu lengi er tönnlast á hugtökum, sem í sjálfu sér eru neikvæð en fá jákvæða merkingu.

Þetta er stundað ótæpilega hér á landi. Orka, sem endist ekki nema í nokkrar áratugi er kölluð "endurnýjanleg orka", "sjálfbær þróun" o. s. frv. og hugtakið "orkufrekur iðnaður", sem samkvæmt orðanna hljóða þýðir orkubruðl, hefur með áhrifum síbyljunnar öðlast jákvæða merkingu og eftirsóknarvert í orkuþyrstum heimi að stofna til stóriðju sem er sem allra orkufrekust. 

Afhenda mætti ráðamönnum þessar bókmenntir með viðaukum yfir nýjustu hugtökin þar sem merkingu orða er snúið á haus.  


mbl.is Þingmenn fá Animal Farm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... góður punktur... ORKUFREKUR... er ansi neikvætt orð þegar maður lítur betur á það... sá sem er frekur er aldrei vinsæll... eða skemmtilegur... heldur bölvuð frekja... ég ætla framvegis að bera það fram með áherslu á seinna orðið... ORKU-FREKUR... frekur til náttúrunnar... þetta orð getur því aldrei verið jákvætt...

Brattur, 2.9.2008 kl. 21:06

2 identicon

  

Já Ómar

"Orwell í fullu gildi. Vel er við hæfi að gefa alþingismönnum verk George Orwells"

Já það er eins og þeir segja:" The New World Order is Here!" http://www.youtube.com/watch?v=4PpMdTmVMpo&feature=PlayList&p=7468FF61B3119A94&index=0

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband