Að fæðast inn í verkfall og vinnudeilu.

Er það ekki dæmigert fyrir þjóðfélagsástandið að þeir Íslendingar sem koma nú í heiminn, skuli lenda umsvifalaust inni í miðri hringiðu verkfalls og kjaradeilu, sem er til skammar fyrir okkur.

Fyrr í sumar var haft í flimtingum að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefði borið árangur. Nú er engu líkara en að fjármálaráðherra sé að streitast gegn réttmætum kröfum ljósmæðra með skammarlegu aðgerðarleysi í kjaraleiðréttingu, að því er virðist í þeirri von að þetta aðgerðarleysi skili ríkissjóði einhverjum ávinningi í lægri launagreiðslum en sanngjarnt er. 

Upp úr þessu krafsi virðist fjármálaráðuneytið aðeins ætla að hafa það að magna upp aukinn stuðning almennings og þingmanna við málstað ljósmæðra. Ummæli jafnt stjórnarþingmanna sem stjórnarandstöðuþingmanna tala sínu máli.

Hvernig væri nú að aðgerðir bæru árangur og þetta leiðindamál leyst hið snarasta?  

 


mbl.is Eitt barn fæddist á LSH í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

Já, en Geiri segir að þetta sé bara væl í okkur almúganum... það er ekki kreppa.

Huldabeib, 4.9.2008 kl. 13:47

2 identicon

Í framhaldi af símtali sem slitnaði.

Vinsamlegast hafðu samband með tölvupósti.

Kveðja, Gummi

Gummi (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 14:27

3 Smámynd: Eydís Hentze Pétursdóttir

Sæll Ómar

Vil benda á "flyers" sem er hægt að prenta út og klína á nánast hvaða flöt sem er. Þá er hægt að nálgast á www.draumafaeding.net/flyer

Eydís Hentze Pétursdóttir, 4.9.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Kæri Gummi. Er að leggja upp í ferðalag á norðausturhálendið og tek upp þráðinn þegar ég kemst aftur í netsamband.

Ómar Ragnarsson, 4.9.2008 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband