Daemoklesarsverð yfir íslensku efnahagslífi.

Eigendur svonefndra krónubréfa halda Íslendingum og íslensku krónunni í heljargreipum og aðdragandinn var þenslustefna stjórnvalda og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans, sem lokkuðu efnamenn til að fjárfesta í íslenskum skuldabréfum og nýta sér vaxtamuninn.

Þetta varð til þess að auka enn á þensluna og skapa krónubréfaeigendum á móti þá aðstöðu, sem heldur krónunni niðri vegna óttans um það hvað gerist þegar bréfin verða á gjalddaga í haust og vetur.

Þenslustefnunni var hleypt af stokkunum með væntingum vegna Kárahnjúkavirkjunar sem olli þenslu ári áður en framkvæmdir byrjuðu þar. Sérfræðingur hjá Seðlabankanum fann þá út að þenslan byggðist að mestu leyti á almennri skuldasöfnum með yfirdrætti á kredit- og debetkortum.

Síðan var bætt enn betur í með kosningaloforðum Framsóknarflokksins 2003 um stórauknar lánveitingar íbúðalánasjóðs sem auðvitað kölluðu á samkeppni af hendi bankanna.

Nú vita allir að Íslendingar hafa lifað um efni fram í mörg ár og eru skuldugasta þjóð heims. Þess vegna hangir Daemoklesarverð braskara nú yfir þjóðinni. 

 


mbl.is Fjármálafárviðri nær til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband