Ætlum við að fá stimpilinn óráðsíuþjóð?

Nú hellast yfir mann fréttir um það að við séum ekki gjaldþrota sem þjóð. Jafnframt segir Geir að þjóðin muni ekki taka á sig skuldbindingar í útlöndum. Og Davíð sagði í gærkvöldi að amma sín hefði sagt sér að þeir sem ekki borguðu skuldir sínar væru óreiðumenn og ætti ekki að borga fyrir þá þegar þeir færu á hausinn.

En það eru líka til ömmur og afar í Bretlandi sem lögðu sparnað sinn inn hjá íslensku fjármálafyrirtæki í góðri trú á það fyrirtæki og þær skuldbindingar íslenska ríkisins, sem að baki lágu. Samkvæmt þessum nýjustu fréttum slengja ráðamenn þjóðarinnar því framan í aðrar þjóðir að þetta fólk eigi að borga fyrir órráðsíu íslenskra fjármálamanna. Slík hegðun mun einungis verða til þess að breskar afar og ömmur og nágrannaþjóðir okkar munu fá óbragð í munninn þegar minnst er á Íslendinga.

Ég á bágt með að trúa því að á fyrstu dögum þjóðargjaldþrots, sem verið er að koma sér hjá, séu ráðamenn þjóðarinnar með kjaftbrúk í stað þess að skammast sín fyrir hönd þjóðarinnar og leita sátta, hjálpar og endurhæfingar, þótt þær sættir kosti þrengingar í bili. 

Þegar Þjóðverjar og Japanir töpuðu heimsstyrjöldinni voru stórir hlutar þessara þjóða ekki sekir um glæpina. Þessum þjóðum, einkum Þjóðverjum, datt samt ekki í hug að ætla að koma afleiðingum gjörða ráðamanna sinna yfir á aðrar þjóðir, heldur bitu þær á jaxlinn og unnu sig á 15-20 árum upp úr rústum og örbirgð til bjargálna. Samtaka og einhuga.

Við það endurheimtu þær virðingu sína sem þjóðir. Íslendingar eru örþjóð og við erum öll í sama bátnum. Okkur myndi þykja það hroki ef 2000 manna eyþjóð neitaði að standa við skuldbindingar sínar við okkur og sparifjáreigendur í okkar landi.

Enn einu sinni kemur upp á yfirborðið tilhneiging Íslendinga til að taka peninga fram yfir heiður og æru, sem þó eru miklu meira virði í peningum talið þegar til lengri tíma er litið.  


mbl.is Brown hótar aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Góður pistill Ómar

Haraldur Bjarnason, 8.10.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Heilsa 107

Sæll Ómar

Við sem þjóð eigum nú að sækjast eftir efnahagssamvinnu og myntbandlagi við Norðmenn!

Sögulega sóttu norskir sjálfstæðisbaráttumenn hingað til Íslands á landnámstíma og nú er komin sá tími að þeir íslensku “norðmenn” sem hér hafa verið í sjálfstæðisbáráttu í nálægt 1200 ár hefji kröftuga samvinnu við gamla Noreg í efnahags-sjálfstæðisbáráttu nýrra tíma og við dyr nýs heims.

Í dag liggja hagsmunir þessara tveggja þjóða saman með margskonar hætti. Fiskiðnaður, orkumál, utanríkismál (eru bæði utan ESB, Danmörk og Svíþjóð eru innan ESB) og í raun á flestum sviðum samfélagsmála.

Í dag liggur líka fyrir að hagsmunir Norðmanna vegna Glitnis eru miklir og ættu ríkisstjórnir Íslands og Noregs saman að reka þann banka áfram. Glitnir er með miklar skuldbindingar í Noregi og yfirlýsingar Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, um að Íslenska ríkið geti ekki borgað skuldir bankanna erlendis, ættu að valda ugg í Noregi

Við höfum margt að færa Norðmönnum í framtíðar samvinnu í gjörbreyttri heimsmynd, þar sem fyrirliggur að núverandi peningamarkaðshagfræði (=gjaldmiðlagræðgisbrálæði) (peningamarkaður er aðskilið eining frá framleiðslu og atvinnumarkaði), er hruninn. Ljóst virðist líka vera að glundroði innan ESB í björgunaraðgerðum dagsins í dag sýni að þar er ekki mikil samstaða og styrkur í efnahagstjórn. Þangað höfum við ekkert að gera.

Þetta vita Norðmenn! Þeir þekkja og meta vel raunvirði Íslands, virði lands og þjóðar. Við þurfum enga minnimáttarkenda að sýna í slíkri samvinnu.

Kær kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 13:58

3 Smámynd: Heilsa 107

Í bók Jóns J. Aðils, “Gullöld íslendinga” gefin út árið 1948 segir:

” En hún [byggingarsaga Íslands] er einnig fögur, því það er um leið saga um frelsisást og karlmannlegt sjálfstæði. “Frelsi” er í orði kveðnu tignað og tilbeðið um allan heim nú á dögum [1948] ; en því miður hættir mönnum oft til að afneita því og snúa við því bakinu þegar á herðir og ofsóknum er að mæta. Forfeður vorir tignuðu ekki frelsið með háróma lofsöngvum á strætum og gatnamótum en þeir vissu vel, hvað það var, og tignuðu og tilbáðu það í hjarta sínu, það sýndu þeir með því að leggja fyrir það allt í sölurnar, sem hjartanu er talið helgast og dýrmætast: óðöl, frændur og fósturjörð, eftir að þeir voru búnir að fórna blóði sínu á vigvellinum. Ísland varð þannig síðasti griðastaður þjóðfrelsis á Norðurlöndum. Þar tókst forferðum vorum að varðveita frelsi sitt óskert enn um langan aldur. og þar hefir niðjum þeirra tekizt að varðveita þjóðerni sitt og tungu óbreytta að heita má fram á þennan dag”

Kveðja,

Kristján Emil Jónasson

Heilsa 107, 8.10.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Já, þetta er rétt hjá þér Ómar. Ég ætla að stroka út mína færslu og hætta að vera reið við stuttbuxnastrákana. Þeir eiga víst fjölskyldur líka kallagreyin.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 8.10.2008 kl. 14:09

5 identicon

Þetta er miklu, miklu stærra mál en það virðist vera í fyrstu.  Brown er bara að spila sína rullu með því að þykjast hneykslaður.

Fransman (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 14:17

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég skil nú ekki alveg hvað hann Davíð er alltaf að vitna í hana ömmu sína, sem sagði að allt gott kæmi frá Guði. Svo fór Davíð upp á þak til að taka á móti öllu gotteríinu af himnum en ekkert bólar á því enn.

Þorsteinn Briem, 8.10.2008 kl. 14:47

7 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

"Okkur myndi þykja það hroki ef 2000 manna eyþjóð neitaði að standa við skuldbindingar sínar við okkur og sparifjáreigendur í okkar landi. "

En í alvöru talað, Ómar. Myndi það teljast skynsöm ráðstöfun sparifjár að láta meinta 2000 manna eyþjóð ávaxta það?

Emil Örn Kristjánsson, 8.10.2008 kl. 15:00

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir Haarde segir að góðar líkur séu á að eignir Landsbankans muni standa undir stærstum hluta innistæðna á Icesave-reikningum Landsbankans í Bretlandi.

Þorsteinn Briem, 8.10.2008 kl. 15:10

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Guð láti gott á vita, Steini, ef Geir hefur tekið það til baka að láta óráðsíu Íslendinga bitna á sparifjáreigendum í Bretlandi. Ég sagði áðan að það hefði tekið Þjóðverja og Japani 15-20 ár að vinna sig upp úr vandræðunum. Við eigum að geta gert það á skemmri tíma.

Emil Örn, stærðin 2000 manna þjóð er tekin sem sama hlutfall miðað við okkar stærð og hlutrfall mannfjölda Bretlands og Íslands. Við hefðum talið það skynsama ráðstöfun sparifjár að eiga hann í Sparisjóði Mýrarsýslu. 

Ómar Ragnarsson, 8.10.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á bandarískum peningaseðlum stendur IN GOD WE TRUST en á íslenskum IN COD WE TRUST og nú reynir á í hvorum þeirra er meira hald þegar á reynir í lífsins ólgusjó.

Þorsteinn Briem, 8.10.2008 kl. 15:34

11 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ég skil vel hlutfallsreikninga þína, Ómar. Einmitt þess vegna kom ég með þessa athugasemd. Samlíking þín við Sparisjóð Mýrarsýslu er líka mjög góð. Menn geta einmitt vel sagt sér að hann getur aldrei staðið undir nema ákveðnum væntingum og ávöxtun.

Auðvitað komast menn ekki upp með annað en að standa við sínar skuldbindingar eins og þeim frekast er unnt. Mig undrar hins vegar að menn geti verið með bankastarfsemi í einu landi sem er á ábyrgð ríkisjóðs í öðru landi.

Auk þess þykir mér nálgun Jarps (lesist Brown) við vandamálið einkennast af miklum hroka og yfirgangi. Það hefði vel mátt nálgast lausn þessa máls á varfærnari hátt.

Jarpur er hins vegar búinn að skora og er meiri maður á eftir í augum landa sinna fyrir að hafa sparkað í liggjandi mann.

Emil Örn Kristjánsson, 8.10.2008 kl. 17:02

12 identicon

Jarpur. Hí hí.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 17:41

13 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

væntanlega sama amman og kenndi Davíð smjörklípuaðferðina lítilmótlegu...sem hann sagði þó hróðugur frá! Sumir einfaldlega kunna ekki að skammast sín.

Georg P Sveinbjörnsson, 8.10.2008 kl. 20:35

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á vefsíðunni Spiegel Online var 7. október síðastliðinn rætt um 4ra milljarða evra (5,44 milljarða dollara) lánatilboð Rússa til Íslendinga. Jafnframt er bent á að þann sama dag hefðu stjórnvöld í Moskvu tilkynnt að þau ætluðu að lána rússneskum bönkum 36,4 milljarða dollara eftir 19,1% verðfall í rússnesku kauphöllinni daginn áður, 6. október.

http://bjorn.blog.is/blog/bjorn/entry/665164/

Þorsteinn Briem, 8.10.2008 kl. 21:39

15 Smámynd: Heimir Tómasson

Góður.

Heimir Tómasson, 9.10.2008 kl. 02:40

16 identicon

Það hlýtur að vera hægt að reka hann fyrir þetta?

Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga - 91. gr.

sjá: http://bofs.blog.is/blog/bofs/

Starfsmaður í venjulegu fyrirtæki hefði verið rekinn á stundinni fyrir að valda tjóni með svona blaðri!

Ragnar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 08:08

17 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Takk fyrir þetta skrif, Ómar. Allir ættu að lesa þetta. Ég skammaðist mín aldrei fyrir það að vera þjóðverji, en það liggur við að ég skammast mín núna fyrir að vera íslensk.

Úrsúla Jünemann, 9.10.2008 kl. 12:52

18 identicon

Ómar þú sem ég ber nú nokkuð mikla virðingu fyrir ættir ekki að vera svona bráðlátur.
Þó ég sé líklega jafn fávís og aðrir en svona lít ég á þetta enn sem komið er:

  1. Ríkið stendur við sínar skuldbindingar.
  2. Það eru til lög um þessar skuldbindingar sem farið er eftir.
  3. Hvorki ég né þú höfum vald til að skuldsetja þjóðina og alls ekki einkafyrirtæki.
  4. Það er fjármálaeftirlit hvers lands fyrir sig sem hefur umsjón og eftirlit með erlendum bönkum í því landi og því er mjög sérstakt að við berum ábyrð á einhverju sem við getum ekki einu sinni fylgst með.
  5. Ég man ekki betur en heimstyrjaldir séu háðar af ríkissjórnum, ekki einkafyrirtækjum en sem komið er. Því er sú samlíking fásinna.
  6. Ef erlendur banki starfar á íslenskri grund þá er það í okkar umsýslu og við gætum lítið grátið það ef hann færi með okkar fé.

Æru okkar? Ég er mjög stoltur maður og hef ekkert að gera með þessar fjárfestingar í útlandinu né mínir nánustu og því skammast ég mín ekkert fyrir þær.

En það eru líka til ömmur og afar í Bretlandi sem lögðu sparnað sinn inn hjá íslensku fjármálafyrirtæki í góðri trú á það fyrirtæki og þær skuldbindingar íslenska ríkisins, sem lágu að baki.

Hvaða "skuldbindingar íslenska ríkisins" áttu við?
Ég vil vita því fólk segir að það hafi verið ríkisábyrð á Icesave, hvaða kemur hún?

Ef ég fæ lán og eyði því átt þú að borga það?

Arnar (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 16:12

19 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"

  1. Ég man ekki betur en heimstyrjaldir séu háðar af ríkissjórnum, ekki einkafyrirtækjum en sem komið er. Því er sú samlíking fásinna. "

Alls ekki fásinna, sjá HÉR 

Georg P Sveinbjörnsson, 9.10.2008 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband