Nauðsynlegar spurningar.

Það er vandi að vera spyrill í viðtali eins og Sigmar Guðmundsson tók við Geir H. Haarde í Kastljósinu. Það verður að forgangsraða spurningum og þær verða að vera þær bestu sem völ er á. Mér fannst Sigmar koma mjög vel frá þessu, - kannski var þetta hans besta viðtal á ferlinum. Hann var ekki æstur heldur líkari Joe Cortes, einum virtasta hnefaleikadómara heims sem starfar undir kjörorðinu "I´m firm, but I´m fair." Ég er ákveðinn en ég er sanngjarn."

Hann leyfði Geir að svara eftir því sem hann gat það. Einhverjir kunna að segja að Sigmar hafi gengið nærri Geir en það finnst mér ekki. Hann spurði spurninga sem varð að spyrja og fá svör við og það eina sem vantaði upp á var svolítið meiri tími til að geta haldið áfram umræðunni um hugsanleg mannaskipti í og stjórn landsins og þeirra stofnana sem tengjast hruninu nú.

 


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Sigmar var mjög góður

Hólmdís Hjartardóttir, 22.10.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Sigmar stóð sig mjög vel.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 22.10.2008 kl. 20:52

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Var að hrorfa á Kastljos ...og nú er minn seinasti neisti fyrir Geir Harde farinn...sorry HARDe?...þú ert meira að hugsa um landráðamann (Davíð) heldur en þína eigin ÞJÓÐ!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 22.10.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Geir komst vel frá þess viðtali, eins og hann er ávallt vanur að gera þegar gefur á bátinn. Nú er mikilvægt að halda haus og láta ekki Bretana setja okkur afarkosti sem þeir hafa hvorki lagalega eða siðferðilega stöðu til að gera.

Hvaða lög ætli þeir séu annars að vísa til, þegar þeir krefjast ríkisábyrgðar á skuldbindingar hlutafélaga ? Slík lög eru ekki til á Íslandi, að minnsta kosti.

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 21:23

5 identicon

Báðir frábærir...

KK (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:23

6 Smámynd: Calvín

Sammála þessu mati þínu Ómar. Sigmar var fastur fyrir, vel undirbúinn og þjarmaði að Geir H. Haarde, sem er ekki í öfundsverðu hlutverki þessa dagana og vikurnar. Engin tími fyrir ferðalög núna þannig að ráðherrar verða vissulega fyrir kjaraskerðingu vegna ástandsins.

Calvín, 22.10.2008 kl. 21:26

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það vekur furðu mína hvernig samstaða manna er i kringum Davíð Oddsson. Þegar Kjartan Gunnarsson missti út úr sér gagnrýni sem lítið ímyndunarafl þurfti til að hengja á seðlabankastjóra þá þurfti hann að skrifa höfuðlausn í Morgunblaðið til að kaupa sér gott veður.

Eftir Kastljósþáttinn í kvöld er ég furðu lostinn yfir hörku þeirri sem Geir varði Davíð með.  

Um margt má deila varðandi Davíð og hans ábyrgð, en það er óumdeilt að í Kastljósþættinum umtalaða þá fór Davíð langt út fyrir embættisstöðu sína og tjáði sig um hluti sem embættið hefur ekkert með að gera.

Sigurður Ingi Jónsson, 22.10.2008 kl. 21:33

8 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Ég var faglega mjög stoltur af Sigmari eftir viðtalið. Krítískar og beittar spurningar og loksins örlaði á einhverjum svörum með innihaldi.

Friðrik Þór Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 21:46

9 Smámynd: corvus corax

Allt bull um að hvergi sé að finna í íslenskum lögum eða stjórnarskrá ákvæði um skuldbindingar hlutafélaga á ekki við hér. Bankastarfsemi, hvort sem hún er í einkaeign eða ríkiseign, er bökkuð upp með takmarkaðri ríkisábyrgð á innlánum þannig að ríkið ábyrgist að sparifjáreigendur haldi ákveðinni upphæð þótt bankinn sem slíkur verði gjaldþrota. Þetta ákvæði nær einnig til bankastarfsemi íslenskra banka í öðrum Evrópulöndum skv. EES-samningnum sem Ísland er aðili að og hefur samþykkt með lögum á Alþingi. Og af því að ekki höfðu verið stofnuð sérstök fyrirtæki eða dótturfélög bankanna í öðrum löndum heldur haldið utan um starfsemina sem grein eða deild frá íslensku bönkunum nær takmarkaða ríkisábyrgðin yfir innlánin þar. Það er grundvallaratriði að standa við gerða samninga en ekki líta á þá sem hver önnur kosningaloforð sem aldrei hefur staðið til að standa við. Þess vegna verðum við að standa við ríkisábyrgðirnar. Hins vegar þarf að elta uppi auðmannahyskið sem búið er að stela milljörðum sem annars hefðu dugað svo að ekki hefði þurft að taka til ríkisábyrgðanna. Þar eru peningarnir sem eiga að bæta tjónið, þar eru þeir peningar sem að öðrum kosti verða sóttir til hins almenna launaþræls á Íslandi næstu áratugina.

corvus corax, 22.10.2008 kl. 21:54

10 identicon

Sammála Ómari, ég hefði líka viljað fá svar um af hverju bindisskyldan var lækkuð og síðan afnumin af bönkunum í allri útþennslunni.   Ég vil líka að Ríkissjóður gefi út skuldabréf til að setja í séreignarsjóði aldraðra sem voru blekktir af bönkunum.  En icesave reikningarnir sem eru á ábyrgð Landsbankans virðast eiga að ganga fyrir í þessu uppgjöri.  Sigmar var mjög góður.

Helga (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 21:56

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er langt síðan ég gafst upp á að eyða tíma í ruslveiturnar en ég get vel tekið skynsama menn á blogginu fyrir því að þær gætu verið að skána. Náttúrlega horfir staffið á þessum ruslveitum á eigur sínar og öryggi og sinna fjölskyldna gufa upp eins og aðrir landsmenn og það hefur óhjákvæmilega sín áhrif.

Baldur Fjölnisson, 22.10.2008 kl. 22:01

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Rétt Skúli, það fæst ekkert út úr tilfinningaklámi og þjóðernisrembingi. Það er bara smjörklípa.

Stóra vandamálið er að þjóðarbúið var þegar löngu fallít áður en gjaldþrot bankanna gerði endanlega ómögulegt að ljúga sig frá þeirri óþægilegu staðreynd. Þannig að krísan snýst eiginlega öðru fremur um endanlega uppþornaðan lygamarkað. Þegar raðlygarinn getur ekki lengur fundið fábjána sem kaupa hans raðlygar þá er náttúrlega kominn tími til að loka sjoppunni. Maður sér orðið aðeins síðustu víkjandi leifar þessa hálfvitadrifna ruglanda hjá blávinstri hluta bellkúrfu náhirðar Geira og Dabba hér á blogginu.

Baldur Fjölnisson, 22.10.2008 kl. 22:15

13 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ég verð að viðurkenna að mér er nokkuð létt eftir að hafa hlustað á Geir loksins svara einhverju afdráttarlaust. "Við látum ekki kúga okkur" lýsir eindregnum vilja til þess að koma sem sterkastir út úr þessu, en ánægðastur var ég með yfirlýsinguna hans um að að sjálfsögðu þyrfti mál af þessu tagi að fara fyrir Alþingi.

Við getum þá mögulega haft eitthvað að segja í málinu áður en að það verður að mögulegum lögum eða ólögum.

Sigmar stóð sig afar vel og sýndi hvað spyrjandinn og framkoma hans er gríðarlega mikilvæg til þess að ná fram einhverjum svörum

Baldvin Jónsson, 22.10.2008 kl. 22:54

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér sýnist að Baldur Fjölnisson sé búinn að átta sig nokkurnveginn á því hvernig alþjóðleg bankastarfsemi virkar og hvað það er sem veldur svona bankakrísum yfirhöfuð... til hamingju með það.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.10.2008 kl. 23:38

15 Smámynd: Björn Birgisson

Sigmar var flottur í kvöld, Geir Haarde reyndi sitt besta, verjandi vondan málstað. Hvað stendur eftir? Kolbrunninn Sjálfstæðisflokkur kapitalismans, rúinn trausti, enda ábyrgur fyrir nánast öllu klúðrinu undanfarin ár. Það að halda hlífiskildi yfir stjórn Seðlabankans er síðasti naglinn í kistu Sjálfstæðisflokksins hvað varðar stjórn þessa lands. Þrælslund þess flokks við Davíð Oddsson er aumkunarverð. Burt með ykkur frjálshyggjupostular, þið eruð hreinn og klár viðbjóður á Íslenskri grundu.

Björn Birgisson, 23.10.2008 kl. 00:15

16 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hvað ætla menn lengi að vaða áfram með bull og vitleysu, án þess að taka nokkurt mark á upplýsingum sem fram koma? Sumir virðast bæði heyrnarlausir og sjónlausir.

Einu ábyrgðirnar sem innistæðueigendur njóta eru í Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta. Allt umfram það eru ölmusugjafir. Íslendska ríkið hefur tekið á sig að greiða allar innlendar inneignir. Svipað hefur verið gert í mörgum öðrum löndum, af þarlendum yfirvöldum. Lögbundnar ríkisábyrgðir á innistæðum eru ekki til. Það er hugarburður, ef menn halda slíku fram.

Hvers vegna ætti almenningur á Íslandi að bæta tjón erlendra innistæðueigenda í bönkum erlendis, þar sem fjármagnið var lánað þessu sama fólki til atvinnusköpunar eða annara nota? Nær engu máli skiptir hvort bankastarfsemin er í dótturfélögum eða útibúum. Frjálst flæði fjármagns og jafnrétti til atvinnurekstrar eru lögbundin þættir á Evrópska efnahagssvæðinu.

Bretar geta ekki komið fram með sína eigin túlkun og heimtað með yfirgangi að eftir þeim verði farið. Eftir sína glæpsamlegu framgöngu, sem hefur skaðað okkur um hundruð milljóna Króna, munu þeir ekki komist upp með að heimta verðlaun af Íslendskum almenningi.

Loftur Altice Þorsteinsson, 23.10.2008 kl. 00:48

17 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sigmar stóð sig vel og eins og einhver sagði hér að ofan, þakka ég fyrir að Helgi Seljan var ekki settur í málið.  Hann á það til að hanga á smáatriðum og eyða öllum tímanum í þau í stað þess að halda áfram með viðtölin.  Sigmar stóð sig vel og maður vissi meira eftir viðtalið en fyrir það sem alltaf er mælikvarðinn á viðtöl.

Geir er drjúgur, í mjög erfiðri aðstöðu og búinn að vinna svakalega í margar vikur.  Það var nú svolítið af honum dregið blessuðum en hann stóðst samt álagið og svaraði nokkuð skýrt þar sem hann gat.  Við verðum að spyrja að leikslokum hvað sitja mun eftir þegar rykið sest.

Skoðaði líka í dag athyglisvert viðtal Ingva Hrafns við Jón Ásgeir (sjá hér: http://www.inntv.is/).  Það var fínt viðtal.  Hann spurði allra erfiðu spurninganna en Jón fékk líka tíma til að svara öfugt við skelfingarviðtal Egils Helgasonar um daginn sem skilaði engu.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 23.10.2008 kl. 01:25

18 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála. Geir jarðaði hins vegar Sjálfstæðisflokkinn með því að segjast ekki ætla að taka til í Seðlabankanum. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum en geri það ekki aftur. Þetta er ekki trúverðugt.

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 01:53

19 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Kannski kominn tími til að taka til í þjóðmálunum. Geir Haarde og flokksfélagi hans Davíð Oddsson hafa gert okkur skráveifu sem enginn kemur að gleyma í bráð. Þessir menn þekkja ekki sinn vitjunartíma, eins og ég hef oftsinnis ritað um á blogginu mínu.

Það er því ljóst að ÞJÓÐIN verður að biðja þessa menn að stíga niður úr stólum sínum og hverfa á braut úr þjóðmálum. Ennfremur að þessir aðilar í framtíðinni tjái sig ekki opinberlega um stjórn ríkisins.

Baldur Gautur Baldursson, 23.10.2008 kl. 08:05

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

GÁ, satt að segja var ég búinn að því löngu áður en þú fæddist.

Baldur Fjölnisson, 23.10.2008 kl. 09:03

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Það vefst fyrir sumum af hverju topparnir í Sjálfstæðisflokknum skuli enn halda verndarhendi yfir DO sama hvað á dynur. Menn ættu ef til vill að leiða hugann að öllum mergjuðu sögunum sem Dabbi kann frá að segja. Í kolli mínum geymi ég gullið...

Sigurður Hrellir, 23.10.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband