Vargöld.

Nú ríkir vargöld í fjármálalífinu. Aðferðum og hugsunarhætti að baki hryðjuverkalaga misbeitt í Bretlandi og mestallan tímann hefur enginn Íslendingur getað vitað fyrirfram hvernig hann sem einstaklingur eða hans fjölskylda fer út úr þessum hremmingum.

Á vargöld safnast upp reiði þeirra sem órétti telja sig beitta eða að vera refsað saklausum. Reiði yfir því að vera á sökkvandi skipi á strandstað með þeim sem með andvaraleysi, fyrirhyggjuleysi eða röngum ákvörðunum eiga sök á standinu. Sú reiði verður að fá útrás þannig en þó þannaig að hún verði ekki til að gera illt verra.

Réttlæti og endurmat á grundvelli greiningar á orsökum vandans og úrræðum til að fást við hann verður að ná fram að ganga sem og breytt gildismat þeirra sem létu glepjast af græðgisvæðingunni.

Auk þess verðum við að stappa stálinu hvert í annað og sýna kjark og æðruleysi. Þegar áföll dynja á í lífinu, hvort sem það eru áföll þessara daga eða önnur áföll, þurfum við á gagnkvæmri hughreystingu að halda.

Sem almennt orðaðri hugvekju um það efni læt ég fylgja hér texta, sem ég söng í útvarp í gær og ber nú heitið:

 "LÁTTU EKKI MÓTLÆTIÐ BUGA ÞIG."

 

Láttu´ekki mótlætið buga þig heldur brýna.

Birtuna má aldrei vanta í sálu þína.

Ef hart ertu leikinn, svo þú átt í vök að verjast,

vertu´ekki dapur, njóttu þess heldur að berjast.

 

Ef við höfum hvort annað

í ást og trú.

Ef við höfum hvort annað

er von mín sú

að við náum að landi

eftir háskaför.

Þótt við lendum í strandi 

aftur ýtum við úr vör.

 

Ef við styðjum hvert annað

við erum sterk.

Ef við styðjum hvert annað

við okkar verk, -

erum glöð yfir því sem

er okkur næst.

Ef við styðjum hvert annað

geta fagrir draumar ræst.

 

Látum ei mótlætið buga´okkur heldur brýna.

Brosum og elskum og látum ljós okkar skína.

Því lífið er dásamleg gjöf, sérhvert ár, sérhver dagur.

Ef sýnum við staðfestu vænkast mun okkar hagur.  

 

Ef við höfum hvort annað...o. s. frv....   


mbl.is Bretar selja eignir Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Nú verðum við að standa saman óháð flokka.
Mætum á mótmælafundunum á morgun!

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kyrrsetjum herþotur breta ef þær koma í desember og höldum þeim sem tryggingu fyrir stríðsskaðabótum!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.10.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband