Gerðum við eitthvað fyrir þá í den ?

Nú kemur í ljós hvar við Íslendingar eigum hauka í horn og vini í raun. En þegar þessir næstu nágrannar okkar og skyldmenni sýna þetta vinarþel reikar hugurinn aftur til þeirra tíma þegar þeir voru í okkar sporum  og misstu sem svarar 40 þúsund manns úr landi, miðað við stærð okkar þjóðar.

Ekki rekur mig minni til að við höfum sýnt þeim á þeim tíma slíkan rausnarskap þegar þeir þurftu á slíku að halda en ef þetta er misminni hjá mér væri gott að fá ábendingu um það.

Hvað um það, - Færeyingar eru vinir í raun og hvergi finnst mér jafn gott að koma utan landsteinana og til Færeyja.  


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mér finnst þetta einstakt vinarbragð í hörðum heimi.

Hjartans þakkir Færeyingar.

Greta Björg Úlfsdóttir, 28.10.2008 kl. 20:57

2 identicon

"A real friend is one who walks in when the rest of the world walks out."

Þórhildur (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:00

3 identicon

Færeyingar eru vinir í raun, en mig minnir að við höfum reynt að hjálpa til hjá þeim þegar sjógangur eyðilagði einhverja höfn hjá þeim, og ekki misskilja mig um að við eigum einhvern rétt á hjálp, og kanski var það bara söfnun almennings í þessu máli sem ég er að tala um en ekki frá ríki, en húrra fyrir Færeyjum.

Sigurður (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

"Gerðum við eitthvað fyrir þá í den ?"

Efa það stórlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.10.2008 kl. 21:09

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eitt orð: "SAMMÁLA"

Haraldur Bjarnason, 28.10.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Færeyingar eru kúl, nema kannski Þrándur í Götu. Hann hefur oft staðið í vegi fyrir ýmsu.

Þorsteinn Briem, 28.10.2008 kl. 22:40

7 identicon

Færeyingar hafa ætíð reynst okkur einstakir vinir, eru okkar nánustu frændur. Sendu strax vinarkveðju og svo þetta. Afar stór upphæð í ljósi þeirrar fámennu þjóðar. Verðum vonandi menn til að launa þetta vinarbragð síðar. Ótrúlegur dráttur er á öllu öðru sem boðað hefur verið að kunni að vera á leiðinni. Bestu þakkir Færeyingar!

gjons (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:52

8 identicon

Einsog fram hefur komið þá hafa Færeyingar fengið úthlutað kvóta í Íslenskri landhelgi til margra ára án endurgjalds. Reyndar hefur síðan verið samið um að íslensk síldveiðiskip geti athafnað sig innan Færeyskrar lögsögu á meðan kvóti leyfir og sama gildir fyrir Færeysk síld og loðnuveiði skip innan okkar landhelgi. Þegar krísan gekk yfir Færeyjar um og uppúr 1990, þá minnir mig nú að Íslensk stjórnvöld hafi aukið veiðiheimildir þeirra hér við land töluvert og féll ekki í sérstakan jarðveg hjá öllum, þar með talið LÍÚ.

Færeyingar eru príðisfólk upp til hópa og hafa litið á Ísland sem stóra bróður. Þeir eiga heiður skilinn fyrir afstöðu sína á þessum hörmungartímum.

Elías Bj (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 00:37

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg man þetta nefnilega soldið öðruvísi.

Eg man þetta þannig að á árunum á undan hafði verið smá saman skertar heimildir færeyinga til veiða inní íslenskri landhelgi.

Það sem skeði, minnir mig, í færeyku krísunni, var að islendingar ákváðu að skerða ekki heimildirnar meira.  Heimildir sem voru orðnar ekki neitt neitt.

Eg man þetta svona, en minnið getur verið brigðult.

Eg man nefnilega ekki eftir neinni sérstakri aðstoð né að nokkrum hefði dottið í hug að stofna til slíks.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 01:41

10 Smámynd: Björn Finnbogason

Týpískt fyrir íslendinga.  FÆREYINGAR eru EKKI að borga okkur neitt!  Þeir eru hinsvegar að rétta okkur hjálparhönd.  Við gerðum betur að muna það seinna meir ÞEGAR við verðum í aðstöðu til.  TAKK FÆREYJAR!

Björn Finnbogason, 29.10.2008 kl. 02:20

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ferfalt húrra fyrir Færeyingum! Þetta er geymt en ekki gleymt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 03:25

12 identicon

Já Færeyingar eru einstakir vinir.

Jú Ómar við höfum sýnt þeim vinarbragð í verki. Þegar við rákum öll fiskiskip Breta og stórþjóðana í Evrópu útúr landhelginni okkar, þá gerðum við þá undanþágun á að Færeyingar einir þjóða hafa fengið sinn fiskikóta við austurströnd Íslands. Ég held að enn í dag sé þessi sérmerkti Færeyski fiskikóti árlega í boði fyrir þái. Ég held að í dag nemi þessi árlegi9 fiskikóti þeirra sem nemur 6000 þorskígildum. Margir lítilsigldir hafa í gegnum tíðina agnúast útí þetta vinarbragð okkar í garð Færeyinga, s.s. forhert hagsmunasamtök eins og LÍÚ. Enn sem betur fer hefur Alþingi Íslendinga aldrei gefið þetta eftir og nánast verið einhuga í því. Ég held meira að segja að ég megi segja það að þetta sé í fyrsta og eina skiptið sem meirihluti Alþingis hefur ekki verið í vasanum á LÍÚ sægreifunum.

En takk aftur kæru sönnu vinir, þessu vinarbragði gleymum við Íslendingar aldrei.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:02

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Reyndar urði einhverjar skemmdir í miklu óveðri í Færeyjum fyrir örfáum árum síðan og Íslendingar buðu aðstoð.... minnir að það hafi verið í gegnum viðlagasjóð.  Færeyingar afþökkuðu þar sem þeir sögðust vera tryggðir fyrir þessu.... ef ég man þetta rétt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 10:32

14 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Danir redduðu Færeyjum í stóru kreppunni þeirra en undanfari þeirri kreppu mikil velsæld í Færeyjum. Um þetta var skrifað og hefði átt að vera skyldulesning fyrir ráðherra, seðlabanka og fjármálaeftirlit.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 29.10.2008 kl. 13:13

15 Smámynd: Pétur Kristinsson

Kannski væri ráð að þjóðin færi út í að skrifa jákvæðan undirskriftarlista svona til tilbreytingar til þakkar færeyingum. Ekki veitir af smá jákvæðni núna á þessum síðustu og verstu.

Kannski væri einhver tölvuvænn tilbúinn til þess að ríða á vaðið?

Pétur Kristinsson, 29.10.2008 kl. 18:02

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, þetta var nefnilega nokkurnveginn rétt munað hjá mér (eg er býsna minnugur, það má eg eiga)

Íslendingar skáru og skáru heimildir færeyinga niður er mest á reyndi.  In fact, þá gerð íslendingar grín að vandræðum færeyinga.  Það var nú öll hjálpsemin.

Botmfiskveiðar (en þær skiptu mestu)

"1991 var heildaraflinn lækkaður í 9 þús.

1992 var heildarafli síðan lækkaður í 6.500 lestir. Þorskafli í 1 þús. lestir

1993 voru heildarveiðiheimildir lækkaðar í 6 þús. lestir, þorskafli í 700 lestir

1994 var óbreytt frá 1993.

Á árinu 1995 var heildaraflinn lækkaður í 5.000 lestir af botnfiski

http://www.althingi.is/altext/121/s/1079.html

(og note, auðvitað fengu ísl. eitthvað í staðinn fyrir þessar aumingjalegu heimildir)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.10.2008 kl. 19:02

17 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

aldrei meira kanarí....förum bara færeyjar...í...........

því þar með sólskinsbros búa okkar frændur

og litli bróðir huggar oss

meðan Seðlabankinn um hábjartann dag er rændur

og hrokinn útsprændur

frá öðrum við fáum bara kaldann koss

hvað verður eiginlega nú um oss

annað en að reisa á loft níðsins hross

og finna út hver ekki verður dæmdur

Máni Ragnar Svansson, 30.10.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband