Sótt að flugvirkinu.

Fátt hefur borið hróður Íslands víðar en flugstarfsemi, allt frá því að Loftleiðir buðu lægstu fargjöld yfir Atlantshafið á sjötta áratug síðustu aldar. Enn hittir maður fjölda útlendinga sem minnast þess með glampa í augum hvernig þetta íslenska flugfélag opnaði fyrir þeim, þá fátækum námsmönnum eða ungu fólki, möguleika á að ferðast yfir Atlantshafið í fyrstu ferð sinni til annarrar heimsálfu.

Með falli Sterling og erfiðleikum í Luxemborg er sótt að því virki flugsins sem hefur staðið af sér alla storma hingað til, líka fárviðrirð um 1980 þegar Flugleiðir stóðu tæpt. Vonandi gerist það akki að þetta síðasta vígi íslensks heiðurs og stolts falli.

En síðan má líka minna á það að neyðin kennir naktri konu að spinna. Það var yfirvofandi gjaldþrot Loftleiða sem leiddi þá inn á þá útgönguleið sem skóp íslenska flugundrið fyrir hálfri öld.  


mbl.is Sterling gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jú jú, með þessu áframhaldi fellur allt. Wolfang kom síðla sumars til landsins og hugðist hafa eins árs viðkomu til að fá orku beint í æð og viðhalda stolti sínu sem Íslendingur. Nú er annað í kútnum. Flutningur til Svíþjóðar og ekki komið aftur. Og kannski gera eins og sumir, afsala sér ríkisborgara réttindum sínum sem er stærsta skref sem maður tekur á lífsleiðinni. Eftir 40 ára útiveru er Wolfang búinn að læra hvað er plús og mínus í samfélögum og er sálarfriðurinn þar hæst metinn og þangað er stefnt núna.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 29.10.2008 kl. 09:41

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Þetta er hringrásin sem Björgúlfur var að tala um, ekki útrás heldur hringrás endurunnið rusl.

Sævar Einarsson, 29.10.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Aðferðafræði svindlaranna hjá Sterling getur varla verið samanburðarhæf við afrek í íslenskri flugsögu.

Magnús Sigurðsson, 29.10.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eignarhaldið á Sterling var íslenskt minn kæri Magnús, og þetta flugfélag því að þessu hluti af íslensku flugútrásinni hvort sem okkur líkað betur eða ver. Orð mín eru enginn gæðastimpill minn á félagið heldur hef ég áhyggjur af því hvernig öðrum flugfélögum sem ýmist eru í islenskri eigu eða hafa sprottið fyrir íslenskst frumkvæði.

Ég má ekki til þess hugsa að flugfélag eins og Cargolux, Atlanta, Iceland Express og Flugleiðir fari illa í þessu gerningaveðri fjármálaheimsins, sem nú gengur yfir.

Ómar Ragnarsson, 29.10.2008 kl. 18:48

5 identicon

ICELAND EXPRESS ER EKKI FLUGFÉLAG, heldur bókunarfyrirtæki í ferðir sem byggir á ferðaskrifstofuleyfi EXPRESSFERÐA.  ICELAND EXPRESS getur ekki talist til þeirra hóps að vera flugfélag, þar sem það starfar ekki á sama grundvelli og þau.  Heldur lætu það eins og úlfur í sauðagæru og viðheldur blekkingu gagnvart almenningi að það sé flugfélag. Hér á sér stað ein stærsta blekking gagnvart íslenskum og erlendum "kúnnum" sem gera sér enga grein fyrir því, að þeir eiga viðskipti við ferðaskrifstofu, ekki flugfélag.  ICELAND EXPRESS notar flugfélög á borð við ASTREUS (Breskt flugrekstrarleyfi), áður STERLING (Danskt flugrekstrarleyfi) og áður HELLO AG (Svissneskt flugrekstrarleyfi) til að sjá um "flugrekstur sinn. 

Ég frábið menn að setja slíkan rekstur á stall með íslenskum flugfélögum. Þá væri alveg eins hægt að setja Úrval Útsýn, Plúsferðir, Ferðaskrifstofu Stúdenta og álíka rekstur á sama stall. En eins og oft áður...íslendingum er skítsama, þangað til að það kemur við kauninn á þeim sjálfum.

Reynir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband