Það sem fer á loft kemur aftur niður.

What goes up must come down. Á íslensku: Það sem fer á loft kemur aftur niður. Síðust ár hefur legið fyrir að nýbyggingar á Íslandi hafa verið langt umfram þörf. Líklega verður niðurstaðan sú nú þegar kreppan fer að sýna klærnar að byggt hafi verið umframhúsnæði sem ekki verði þörf á fyrr en eftir 15-20 ár.

Samt hélt byggingaæðið áfram þótt allir hefðu mátt vita að afleiðingin yrði óhjákvæmilega samdráttur, jafnvel þótt engin kreppa hefði komið til.

Eitthvað af þessu byggingaræði virðist lifa góðu lífi enn ef marka má eftirsókn bæjaryfirvalda í Kópavogi að virða að vettugi andmæli íbúa gegn því að byggðar verði sjö hæða íbúðablokkir þar sem áður var reiknað með fjögurra hæða blokkum.

Byggingaframkvæmdagleðin hefði mátt vera minni og jafnari. En kannski átti stóran þátt í því að erlend aðföng fengustu á afsláttarverði vegna hás gengis krónunnar.  

 


mbl.is Um 70% samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allir sem áttu leið um úthverfi Reykjavíkur og nágrennis síðustu ár sáu að þetta var alltof mikil steypa fyrir 300.000 manns. Ég og vinir og fjölskylda gátum ekki skilið hver ættu allir að búa þarna, en treystum því að Fólk vissi hvað það væri að gera. 

Ég held að ein ástæðan fyrir þessu öllu sé að við almenningur skiljum ekki hagfræði, mér finnst innst inni að lágt gengi krónunna þýði það sama og lágt vöruverð og farsæld...

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 03:36

2 identicon

Það sem upp rís mun aftur hníga.

kjartan V. (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband