Birta - styðjum hvert annað.

Framundan er vandasamasta verkefni sem íslensk þjóð hefur þurft að glíma við á lýðveldistímanum. Þá er mikilvægt að horfa ekki aðeins yfir það, sem við blasir, utan frá - heldur ekki síður að horfa inn á við, - til okkar sjálfra svo að við náum þeim samhljómi sem er forsenda þess að við leysum þetta verkefni til framtíðar.

Tuttugu manna hópur tónlistarmanna sem hefur valið sér nafnið BIRTA hefur nú útbúið hljómdisk undir heitinu "Birta - styðjum hvert annað ". Þetta eru tíu söngvarar, tíu hljómlistarmenn og einn laga- og textahöfunur sem gefa allir vinnu sína og verk svo og þeir sem hljóðblönduðu lögin og lögðu til stúdíó.

Að auki mun Sena gefa vinnu við að úbúa aðstöðu til að fólk geti keypt þennan disk á netinu á tonlist.is (leiðrétting: fyrir 1500 krónur, og mun hver króna frá upphafi fyrsta selda disks renna óskipt til Mæðrastyrksnefndar sem mun fá féð strax til ráðstöfunar. Sem sagt: Ekki "allur ágóði" heldur "allt söluandvirði."

Zonet-útgáfan, sem á útgáfurétt á þremur laganna lætur hann endurgjaldslaust í té til þessarar útgáfu.

Allir íslensku textarnir, sem eru sungnir, birtast hér í fyrsta sinn á diski svo og lögin, sem eru öll íslensk nema tvö.

Innihald disksins túlkar uppörvun, kjark og bestu eiginleika lands og þjóðar í stóru og smáu, sem þörf er á við ræktum þegar nýtt Ísland tekur við af því gamla.
Upphafslagðið á diskinum, "Styðjum hvert annað" gefur tóninn, og lokalagið er um gömlu jólin þegar fólk undi glatt við þröngan kost.

Hér á eftir fer lagalistinn með nöfnum söngvara og hljóðfæraleikara.

HEITI LAGS. SÖNGVARAR / HLJÓÐFÆRALEIKARAR / HLJÓÐBLÖNDUN

1. STYÐJUM HVERT ANNAÐ: BIRTA, Edgar Smári Atlason, Elísabet Ormslev, Helga Möller, Halli Reynis, Kristjana Stefánsdóttir og Ómar Ragnarsson / Erik Quick, Halli Reynis, Jón Skuggi og Reynir Jónasson / Jón skuggi.

2. LANDIÐ MITT - BYGGÐIN MÍN: .Ari Jónsson og Helga Möller / Pétur Hjaltested

3. ÝKT EÐLILEGT: Kristín Ósk Hjartardóttir. (14 ára) / Jon Kjell Seljeseth

4. VIÐ FJÖRÐINN: Helga Möller / Grétar Örvarsson og Einar Bragi Bragason.

5. UPP SKALTU Á KJÖL KLÍFA: Kristinn Sigmundsson og Ómar Ragnarsson / Gunnar Þórðarson.

6. ERT ÞAÐ ÞÚ? Helga Möller / Grétar Örvarsson.

7. ÓÐUR TIL KÝRINNAR: Ómar Ragnarsson. / (Alfa Laval mjaltavél í torffjósi að Skógsnesi í Flóa)

8. ÍSLAND, ÍSINN OG LANDIÐ: Bergþór Pálssson / Grétar Örvarssson.

9. MANSTU GÖMLU JÓLIN ? Ragnar Bjarnason / Grétar Örvarsson.

Lokahljóðblöndun fór fram í HLJÓÐSMIÐJUNNI hjá Pétri Hjaltested.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábært framtak!

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Gott framtak.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:52

4 identicon

Þetta er gott framtak Ómar. Það skiptir öllu núna að fólk haldi hópinn, passi upp á sig og sína og svona framtak er til eftirbreytni. mæðrastyrksnefnd þarf svo sannarlega á þessu að halda. Þetta er andinn.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 02:31

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Flott mál!

Villi Asgeirsson, 10.11.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lögin á þessari plötu hafa flest verið flutt einhvern tíma áður þótt þau hafi ekki verið gefin út á hljómdiskum og hafa ekkert með pólitík að gera. Titillagið "Styðjum hvert annað" hef ég flutt á samkomum af mismunandi toga, í síðdegisútvarpinu, á tröppum Ráðherrabústaðarins og annars staðar.

Það lag og önnur á þessari plötu tengjast ekki stjórnmálum frekar en ættjarðarlög á borð við "Eg vil elska mitt land."

Það eru skiptar skoðanir um það hvaða leiðir skuli fara í gegnum myrkan dal kreppunnar og hvað þurfi að gera núna til að hægt sé síðan að sækja, en allir hljóta að vera sammála um nauðsyn þess að láta ekki hugfallast eða missa kjarkinn.

Ómar Ragnarsson, 10.11.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband